Á laugardaginn 21. júní tóku félagar í FMFA þátt í flugdegi hjá Flugsafni Íslands. Við stilltum upp nokkrum módelum, Gaui dútlaði við Ögnina og tveir módelhermar voru í gangi.
Það má segja með sanni að okkar framlag til sýningarinnar hafi vakið mikla athyggli. Fólk var að venju hissa á hversu stór flugmódel eru og bæði börn og fullorðnir reyndu sig í hermunum.