Aðalfundur 2010

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar 28. janúar 2010

Formaður setti fundinn og skipaði Kristinn Inga Pétursson fundarstjóra. Ritari var kosinn Árni Hrólfur Helgason. Tólf félagsmenn voru mættir á fundinn.

I Skýrsla stjórnar: Guðjón Ólafsson formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2009.

II Reikningar lagðir fram til samþykktar: Guðmundur Haraldsson gjaldkeri flutti og skýrði reikninga FMFA fyrir síðasta starfsár. Reikningarnir samþykktir samhljóða. Sigurður Jóhannsson benti á að næst þyrftu reikningarnir að innihalda eignareikning vegna þess að nú á félagið umtalsverðar eignir.

III Kosning stjórnar og endurskoðanda: Guðjón formaður, Guðmundur gjaldkeri og Árni Hrólfur ritari gefa kost á sér áfram. Þröstur Gylfason og Kristinn Ingi Pétursson gáfu ekki kost á sér áfram og í þeirra stað voru Jón Guðmundur Stefánsson og Tómas Jónsson kosnir einróma.

IV Kosning í nefndir: Þorsteinn Eiríksson verður áfram í stjórn flugsafns fyrir okkar hönd og Guðmundur Haraldsson í Hyrnunefndinni. Kjartan Guðmundsson var kosinn áfram í vallarnefndina og sem endurskoðandi fyrir næsta ár.

V Tillögur teknar til meðferðar: Engar tillögur komu frá stjórn. Kristinn Ingi lagði til að félagið yrði virkt í því að finna sameiginlega smíðaaðstöðu fyrir félagsmenn. Samþykkt var að árgjald FMFA 2010 verði kr. 10.000,-

VI Önnur mál: Rætt var um hugsanlega aðstöðu í gömlu slipphúsunum fyrir sameiginlega smíðaaðstöðu með m.a. siglingaklúbbnum. Stjórn falið að skoða málið varðandi smíðaaðstöðu og hugsanlega einhver námskeið fyrir atvinnulausa og unglinga. Rætt um tíðnitöfluna – það þarf að lappa upp á hana fyrir vorið. Ýmislegt fleira rætt óformlega og ekki bókað.

Fleira ekki fært til bókar, fundi slitið.
sign.: Árni H. Helgason