Aðalfundur FMFA 2015
Formaður setti fund, bauð alla velkomna og gekkst síðan fyrir kosningu fundarstjóra, sem var kosinn Finnur Helgason. Fundarritari var valinn Guðjón Ólafsson
Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2014. Skýrslan var samþykkt með lófataki.
Reikningar lagðir fram til samþykktar.
Gjaldkeri lagði fram reiknginga til samþykktar. Nokkrar umræður urðu um einstaka liði reikninganna en engar athugasemdir gerðar áður en þeir voru samþykktir samhljóða.
Kosning stjórnar og endurskoðanda.
Kosning í nefndir.
Þessir liðir teknir saman.
Ásrgímur Karlsson, formaður, gaf ekki jost á sér sem formaður og ekki hafði tekist að fá annan formann. Finnur laggði til að öll stjórnin eins og hún leggur sig vaæri kosin áfram þar sem aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram og að innan mánaðar kæmi hún saman til að velja formann úr sínum röðum. Tillagan samþykkt.
Stjórn Flugsafns Íslands: Guðjón Ólafsson
LÍM fulltrúi: Guðjón Ólafsson
Hyrnunefnd: Ásgrímur Karlsson
Staðarhaldari á Melum: Kjartan Guðmundsson
Endurskoðandi: Kjartan Guðmundsson
Tillögur teknar til meðferðar.
Óli Njáll leggur til að orðunum „til mars“ verði bætt við 4. grein laga félagsins til að hægt sé að halda löglega fundi án þess að einskorða þá við janúarmánuð. Tillagan samþykkt og 4. grein hljómar þá svona:
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málum félagsins. Aðalfundur skal haldinn í janúar til mars ár hvert og boðaður með viku fyrirvara.
Sigurður gjaldkeri lagði til að félagsgjöld myndu ekki hækka þetta árið og samþykktu félagsmenn það.
Önnur mál
Óli Njáll vildi vita hvort ábyrgðartrygging svipuð þeirri sem við erum með væri möguleg innan venjulegrar heimilistryggingar og þannig hægt að fá tryggingarfélagið til að lækka iðgjöldin. Sigurður taldi ekki líklegt að það sé mögulegt. Miklar umræður spunnust um tryggingar og dróna.
Finnur spurði hvort við gætum hugsanlega sparað á því að breyta tímasetningum á auglýsingum fyrir flugkomuna þannig að vöfflusalan færi ekki farm fyrr en eftir hádegi. Aðrir fundarmenn töldu svo ekki vera.
Stjórnin benti á að aðstaðan sem félagið er með í Slippnum sé fyrir alla félagsmenn, vilji þeir koma og hittast, ditta að módelum eða gera einhverjar minni háttar viðgerðir. Í því skyni er búið að koma upp dyrabjöllu sem hringir inni hjá okkur vilji einhver koma inn sem ekki er með lykil.
Finnur nefndi að félagið þyrfti að hafa í huga hvort ekki er hægt að kaupa eða leygja aðstöðu ef svo illa skyldi fara að Slippurinn yrði seldur og okkur vísað út.
Ásgrímur lagði til að reynt yrði að fá prentaða límmiða með merki félagsins í stærð sem hægt er að nota á flugmódel og bíla.
Fleira ekki fært til bókar,
fundi slitið.
Guðjón Ólafsson