Hér koma smá skýringar á nokkrum hugtökum sem kunna að sjást þegar verið er að byggja, fljúga eða fjalla um flugmódel. Listinn er alls ekki tæmandi og þeir sem lenda í vandræðum með orð geta sent póst með fyrirspurn á gaui@grisara.is. Því orði verður þá bætt í listann.
A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | W | X | Y | Z
- 360, 540, o.s.frv
- Tala sem lýsir gráðum í boga sem flugmódel flýgur. 360 er þá beygja í 360 gráður, flöt beygja þar sem módelið veltur ekki um langás, heldur rennir sér í 360 gráður á hlæðarstýrinu.
- 3D
- Sérstakt flug og flugeiginleikar sem einkennast af sérhæfðum flugæfingum sem framkvæmdar eru undir venjulegum ofrishraða flugmódels. Dæmi um nöfn á slíkum æfingum eru „torque roll“, „walk in the park“, „harrier“, „hangers“, og fleiri.
- 3F
- Skamstöfun fyrir enska hugtakið „flip flop flying“. Það er svipað og 3D, en án þeirrar fágunar sem þar finnst.
- ABC = Aluminum-Brass-Chrome = Ál, kopar, króm
- Málmar sem notaði eru í framleiðslu mótora sem ekki hafa stimpilhringi. Í þessum mótorum er álstimpill og slíf úr kopar sem húðuð er með krómi. Það er erfiðara að snúa vélinni og gangsetja hana vegna þess hve slífin er þröng utanum stimpilinn, en þessi þrengsli gera það að verkum að vélin vinnur betur og er öflugri. ABC mótora verður að tilkeyra vandlega.
- ABL= Advanced Bimetallic Liner = Sérhæfð tvímálma fóðring
- Sérstakt form af ABN. Í staðinn fyrir eina húðun sem sett er á í einni aðgerð er ABL húðunin gerð með tveim lögum af sérstökum nikkel-blöndum sem OS hefur fundið upp. Fyrra málmlagið er binding við slífina og það bindur sig fast við undirlagið. Seinni málmblandan, sem valin var vegna þess hversu hörð hún er, er síðan lögð ofaná. Saman mynda þessi málmlög vernd fyrir koparslífina gegn hita og núningi.
- ABN = Aluminum-Brass-Nickel = Ál, kopar, nikkel
- Málmar sem notaði eru í framleiðslu mótora sem ekki hafa stimpilhringi. Í þessum mótorum er álstimpill og slíf úr kopar sem húðuð er með nikkel. Það er erfiðara að snúa vélinni og gangsetja hana vegna þess hve slífin er þröng utanum stimpilinn, en þessi þrengsli gera það að verkum að vélin vinnur betur og er öflugri. ABN mótora verður að tilkeyra vandlega..
- ARF = Almost Ready to Fly = Næstum tilbúið til flugs
- Samsetningarsett sem er að miklum hluta forsmíðað og þarf aðeins samsetningu á nokkrum pörtum og ísetningu á mótor og fjarstýringu. Andstaðan við „Almost Ready to Fly“ er samsetningarsett þar sem þarf að setja alla hluta módelsins saman úr einstöku pörtum. Einnig ARTF
- ATV = Adjustable Travel Volume = Stillanlegt hreyfisvið
- Notað á mörgum fjarstýringum til að takmarka eða auka hreyfisvið servóa. „ATV“ getur takmarkast við eina stillingu sem stillir báða enda hreyfisviðsins í einu (AST) eða getur haft tvær stillingar, eina fyrir hvorn enda hreyfisviðsins (EPA).
- Aerobatics =Llistflug
- Listin að fljúga fyrirfram ákveðnar æfingar í flugvél, s.s. lykkjur, veltur o.s.frv. Nákvæmar lýsingar á listflugsæfingum má fá í FAI handbókinni. Einnig er til bókin A Look at Aerobatics (Tower Hobbies #LXUH47), eftir listflugsmeistarann Mike Cross.
- Aft = Aftaná, aftarlega
- Nær aftari endanum. Notað með t.d. „…with an aft center of gravity….“ = „ … með þyngdarpunktinn frekar aftarlega“.
- After Run Oil = Vélverndarolía
- Olía sem blönduð er sérstaklega til að eyða óbrunnu eldsneyti úr mótornum eftir notkun. Eldsneyti getur hraðað tæringu á sumum mótorhlutum, en með því að nota svona olíu er eldsneytið fjarlægt og verndarhúð sett á alla hluta mótorsins. Þetta er ódýr trygging fyrir mótorinn og stuðlar að betri endingu. Það eru nokkrar tegundir vélverndarolíu á markaðnum.
- Ailerons = Hallastýri
- Sá hluti afturbrúnar vængsins sem heyfist upp og niður og stjórnar halla flugvélarinnar. Hallastýrin virka hvort á móti öðru (þegar annað fer upp, þá fer hitt niður).
- Airfoil = Vængsnið
- Vængsnið er þverskurður á væng í flugstefnu. Fremsti hluti vængsniðs, frambrúnin, er venjulega rúnnaður. Aftasti hluti vængsniðs, afturbrúnin, er venjulega þynntur út. Fjarlægðin á milli þeirra er vængbreiddin. Efri brún vængsniðs er venjulega með bungu til að fá óheft loftflæði og búa til lyftikraf
- Amphibian = Láðs- og lagarflugvél
- Flugvél sem getur flogið upp af jörð eða vatni. Hjólin dragast inn í botn vélarinnar eða flotbáta, eftir gerð vélar. Láðs- og lagarflugvél getur lent á vatni og síðan sett niður hjólin og ekið upp á land. Margar sjóflugstöðvar höfðu skábrautir út í sjóinn sem flugvélarnar gátu ekið upp og síðan lagt uppi á þurru landi.
- Angle of Attack = Áfallshorn
- Hornið sem vængsniðið flýgur við. Með því að breyta áfallshorninu má nýta lyftigetu vængsniðsins / vængsins. Nánari skýring: hornið sem miðlína vængsniðs og vindstefna mynda.
- Area = Flötur
- Fjöldi ferdesimetra (dm²) sem vængur tekur. Vængflöt má reikna út með því að margfalda vænghaf með vængbreidd. Ef vængur mjókkar út er margfaldað með meðalvængbreidd.
- Aspect Ratio = Vænghlutfall
- Vænghaf deilt með vængbreidd. Vænghlutfall er mikilvægur mælikvarði á nýtni vængs. Lágt vænghlutfall (stuttir vængir) er betra ef flugvél á að vera hreyfanleg því þá er mögulegt að velta mjög hratt. Stuttir vængir eru líka sterkari en langir. Svifflugvélar nota hátt vænghlutfall (langir, mjóir vængir) því það virkar betur þegar verið er að reyna að svífa um loftin blá. Dæmi: þriggja metra vængur sem er 30 sm á breidd hefur vænghlutfallið 1:10.
- Axis = Öxull
- Ímynduð lína sem hlutur snýst i kringum.
- Ball Link = Kúlutengi
- Tengi þar sem notuð er kúla og tengi sem snýst á kúlunni. Notað til að tengja servó við stýriflöt eða arm.
- Backlash = Hlaup
- Hugtak notað um hreyfingu sem getur orðið á milli tanna í tannhjóli. Ef hlaupið er of mikið getur það orsakað stökk á milli tanna eða að tennurnar brotna af. Ef hlaup er of lítið getur það orsakað óeðlilegt slit á tönnum.
- Barn-door Aileron = Stutt hallastýri
- Þessi hallastýri eru styttri, en breiðari og yfirleitt yst á vængnum, nálægt vængendanum (sjá Strip Aileron).
- Base Load Antenna = Stangarloftnet
- Stíf, stutt stöng sem fest er við módelið og kemur í staðinn fyrir loftnetið á móttakaranum.
- Binding = Binding
- Það sem gerist þegar viðnám í lið er sterkara en tengið.
- Blade Strike = Spaðahögg
- Hugtak sem notað eru um það þegar flugvélarspaði slær annan hlut. Þó svona högg sé iðulega lítið og virðist ekki hafa skemmt neitt, þá er betra að skoða spaðann nákvæmlega til að ganga úr skugga um að ekki hafi orðið neinar skemmdir á honum. Ef einhver vafi er á ferð, þá er betra að skipta.
- Boring holes in the sky = Flögra um
- Skemmta sér með fjarðstýrða flugvél án þess að hafa neinar fyrirfram ákveðnar flugæfingar í huga.
- Buddy Box = Naflastrengur
- Kennsluaðferð það sem notaðar eru tvær (eins) fjarstýringar og strengur á milli þeirra. Kennarinn (með móðurstöðina) getur tekið yfir alla stjórn á flugvélinni með sinni stýringu þegar nemandinn er kominn í ógöngur.
- CA Glue = Cyano-Acrylate glue = Sekúndulím
- Lím sem byggt er á blásýru og akrýl. Svona lím harðna tiltölulega fljótt og hægt er að fá þau í mismunandi þykktum og mismunandi hraðvirk.
- Camber = sveigja
- Ef dregin er lína í gegnum vængsnið sem er nákvæmlega á miðju blaðinu, þá fær maður meðaltalslínu vængsniðsins. Þessi lína getur verið bein eða bogin eftir útliti vængsniðsins. Ef línan er bogin, þá er það kallað sveigja. Ef sveigjan er mikil, þá er vængsniðið með mikla sveigju.
- Canard = Öfugvængja
- Flugvél með aðal væng aftarlega á skroknum og láréttan stjórnflöt í nefinu sem er notaður til að stjórna kinki.
- Carburetor = Blöndungur
- Sá hluti mótors sem stjórnar því hversu hratt hann gengur og hversu rík / veik eldsneytisblandan er.
- Center of Gravity (CG) = Þyngdarpunktur
- Ef flugvél er tekin upp á þyngdarpunktinum, þá á hún að halda jafnvægi. Þyngdarpunkturinn er venjulega staðsettur á miðlínu flugvélarinnar u.þ.b. 1/4 til 1/3 inn á breidd vængsins
- Center of Pressure = Þrýstingspunktur
- Ímyndaður punktur á væng þar sem allir kraftar sem virka á flugvélina eru sagðir koma saman.
- Centrifugal Force = Miðflóttakraftur
- Sá kraftur sem lætur hlut á ferð leitast við að fara alltaf í beina línu á móti öðrum krafti sem reynir að láta hlutinn fara í boga. Þessi kraftur sem þannig myndast togar hlutinn frá miðjupunkti bogans.
- Chandelle = Klifurbeygja
- Beygja með mjög bröttu klifri þar sem módelið endar ofar en áður, í gagnstæðri stefnu.
- Channel = Tíðni
- Tíðni útvarpsbylgja sem fjarstýringin notar til að senda upplýsingar til móttakarans í flugvélinni. Ef tvær eða fleiri fjarstýringar senda á sömu tíðni, þá koma truflanir í móttakarann. Það er vegna þess að fjarstýringarnar senda mótstæð skilaboð. Á flugsvæðum ætti að vera einhverskonar tínitafla sem sýnir hver er að fljúga á hvaða tíðni. Þetta er venjulega spjald með merkjum fyrir hverja tíðni. Ef viðkomandi merki er ekki á spjaldinu, eða klemma er á merkinu, þá er einhver að nota þá tíðni. Þá ætti maður ekki að nota fjarstýringuna á meðan.
- Channel = Rás
- Fjöldi aðgerða sem fjarstýring getur framkvæmt í einu. Til dæmi getur 8 rása fjarstýring stýrt átta aðgerðum eða sjálfstæðum servóum í einu. Yfirleitt er líka hægt að blanda þessum rásum saman og þannig láta eina rás stjórna annarri, t.d. með því að láta skurð þyrluspaða aukast þegar hraði mótors er aukinn.
- Charge Jack = Hleðslutengi
- Tengið í rofa fyrir móttakara sem sett er í samband við hleðslutæki til að hlaða rafhlöður móttakarans án þess að taka þær úr flugvélinni. Einnig er hægt að tengja volt-mæli í það til að sjá hve mikill straumur er á rafhlöðunum.
- Charger = Hleðslutæki
- Tæki notað til að endurhlaða rafhlöður og fylgir venjulega með fjarstýringum ef um NiCad rafhlöður er að ræða.
- Chicken Stick = Gunguprik
- Prik sem haldið er á í hendinni og notað til að snúa loftskrúfunni framan á mótornum til að setja hann í gang.
- Chord =Vængbreidd
- Vængbreiddin er vegalengdin frá frambrún vængs að afturbrún.
- Clevis = Tengi
- Tengið er notað til að tengja saman stýrishorn og stýrisstöng. Þau geta verið hvort sem er úr plasti eða málmi.
- Clunk = Klunkur
- Lóð með gati í gegnum sett á endann á eldsneytisslöngu inni í eldsneytistanki. Klunkurinn á að sjá til þess að endi slöngunnar fylgi hreyfingum eldsneytisins í tankinum svo mótorinn dragi aldrei loft, ekki heldur þegar vélið er á hvolfi.
- Coning = Kóning
- Þegar þyrluspaðar eða flugvélaspaðar bogna upp eða fram við álag.
- Control Surface = Stýri
- Hreyfanlegir fletir sem festir eru á flugvélina og stjórna því hvernig flugvélin flýgur
- Conventional Gear = hefðbundið hjólastell
- Þegar flugvél er með stýranlegt nefhjól fyrir framan þyngdarpunkt og aðalhjól fyrir aftan hann. Svona hjólastell er venjulega þægilegra í notkun á byrjendavélum.
- Cowl = Mótorhlíf
- Hlífin sem umlykur mótorinn. Hún hefur tvennan tilgang. Ef hún er rétt hönnuð, þá auðveldar hún loftflæði í kringum flugvélina og hún myndar rétt loftflæði í kringum mótorinn til að kæla hann.
- Dead Stick = Dauður mótor
- Lýsing á því þegar mótorflugvél er flogið án þess að hafa mótorinn í gangi, t.d. „Ég varð bensínlaus í 15 metra hæð og þurti að lenda með dauðan mótor“.
- Dialed In = Rétt stillt
- Slangur notað um það þegar módel er rétt still til að fljúga beint og örugglega. Það er þegar flugvélargrindin og rafeindatækin virka algerlega rétt saman.
- Dihedral = Aðhalli
- Aðhalli vængs er V-lagið sem vængurinn myndar, eða hornið á milli láréttrar línu og vængsins. Venjan er að því meiri sem aðhallinn er, því stöðugri verður flugvélin (upp að vissu marki) og mikill aðhalli (3 til 5 gráður) er algengur á byrjendavélum. Flatur vængur með litinn eða engan aðhalla er vel nothæfur til listflugs.
- Ding = Skemmd
- Minni háttar skemmd eða beygla á flugvél sem kemur ekki í veg fyrir flug. Getur líka verið skar í loftskrúfu. Skemmdar loftskrúfur verður að taka af og setja nýjar og heilar í staðinn.
- Disk = Diskur
- Orð sem lýsir spöðum á þurlu þegar þeir eru í gangi eða loftskrúfu framan á flugvél með mótorinn í gangi.
- Dorsal Fin = Bakuggi
- Framlenging á stélkambinum sem nær yfir á bak flugvélarinnar.
- Down Thrust = Niðurtog
- Halli á mótor niður að framan miðað við miðlínu flugvélar. Niðurtog vinnur gegn eðlilegum klifureiginleikum flatbotna vængja.
- Drag = Drag
- Loftmótstaða við hreyfingum flugvélar. Hægt er að auka drag með ýmsum hlutum, s.s loftbremsum eða flöpum. Gamlar flugvélar með mikið af vírum og stífum höfðu mikið drag, en nútíma vélar eins og herþotur hafa mjög lítið drag.
- Dual Rates = Tvístilling
- Aðgerð á sendi þar sem hægt er að takmarka eða auka hreyfingu stýriflata með því að smella rofa á stýringunni.
- Electric Starter = Rafmagns startari
- Rafmagnsmótor sem haldið er á í hendinni og notaður til að ræsa módelmótora. Venjulega knúinn með 12 volta rafhlöðu.
- Elevator = Hæðarstýri
- Hreyfanlegt stýri aftast á flugvél, venjulega fest við stélflötinn. Með hæðarstýrinu má stjóna kinki flugvélarinnar
- Empennage = Stél
- Lóðréttir og láréttir fletir aftast á flugvél.
- Engine = Mótor
- Hreyfill í flugvél knúinn með metanólblöndu eða bensíni. Tví- eða fjórgengis bensín- eða glóðarhausmótorar eru mjög vinsælir í flugmódel. Fjórgengismótorar snúa að jafnaði stærri spöðum með minni skurð og eru þess vegna oftar notaðar þegar þörf er á meiri snúningskrafti en minni hraða.
- Epoxy = Epoxý
- Tveggja þátta lím með kvoðu og herði sem er sérlega sterkt og stenst velflest leysiefni eftir að það harðnar. Það fæst í mismunandi formúlum sem harðna á frá 5 til 30 mínútum og jafnvel lengur. Notað á þá staði flugmódelum sem álag og togkraftar eru miklir og þörf er á miklum styrk.
- Expanded Scale Voltmeter (ESV) = Mælir með þöndum skala, þanskala mælir
- Tæki sem notað er til að lesa hleðslu rafhlaða um borð í flugmódeli. Mælisviðið er ekki t.d. 0-6V eða 0-12V (byrjar í núlli eins og algengast er) heldur 4-6V eða 8-12V. Þannig næst meiri upplausn þegar notaður er hliðrænn (analog) spennumælir, hvort sem um er að ræða mæli með vísi eða ljóssúlu. Skalinn er eiginlega þaninn út á efri hluta mælisviðsins. ##
- Exponential = Veldihreyfingar
- Með þessari stillingu á sendinum getur módelflugmaður stillt næmni stýra í kringum miðjuna. Þannig verða hreyfingar á stýrispinnum mjög nákvæmar við miðjuna, en hreyfing stýrisins eykt með veldishlutfalli eftir því sem pinninn er færður lengra frá miðju.
- FM = Frequency Modulation = Tíðnimótun
- Lýsing á því hvernig radíómerki er sent frá sendi.
- Failsafe = Forstilling
- PCM stilling sem setur stýrivélar á fyrirfram ákveðinn stað ef merki frá sendi tapast eða er truflað.
- Fairing = Fering
- Formað svæði sem er ætlað að jafna, straumlínugera eða „fera saman“ samskeyti á milli tveggja hluta á flugvél. Vængfering jafnar saman vænginn og skrokkinn. Hjólastellsfering straumlínugerir hjólastellslegginn.
- Field Box = Flugbox
- Sérstakt verkfæra- og geymslubox sem módelflugmaður notar til að koma öllu sem hann þarf með sér á flugstað.
- Field Charger = Hraðhleðslutæki
- Hleðslutæki fyrir rafhlöður sem ætlað er að vinna á 12 voltum, eins og t.d. rafhlöðu í bíl.
- Figure 9 = Nía
- Getur verið atriði í listflugskeppni eða bara illa gerð lykkja. Módelið fer yfir toppinn í lykkju og fer síðan of hratt niður til að klára fallega lykkju og endar neðar en það byrjaði.
- Fin, Vertical Fin, Vertical Stabilizer= Stélkambur
- Stélkamburinn er fastur lóðréttur flötur aftast á flugvél sem takmarkar geigun flugvélar
- Flaps = Flapar
- Sá hluti afturbrúnar vængs sem færist aftur og/eða niður báðum megi í einu til að breyta lögun vængsins
- Flare = Slétta úr, sléttun
- Draga úr lækkunar- eða flughraða við lendingu með því að reisa nef flugmódels rétt áður en það snertir flugbraut.
- Flat Bottomed= Flatbotna
- Vængur er kallaður flatbotna þegar neðra borð hans er að mestu bein lína á milli frambrúnar og afturbrúnar. Svona vængur hefur mikinn lyftikraft og er mikið notaður á byrjendavélum.
- Flight Pack, Airborne Pack = Fluggræjur
- Öll radíótæki sem sett eru innan í flugmódel og notað til að stýra því, t.d. móttakari, stýrivélar, rofi o.s.frv.
- Floats = Flot
- Langir, bátlaga hlutir sem gera flugvél kleyft að lenda á vatni. Flotin eru ekki hluti af byggingu flugvélarinnar, heldur hanga neðan í henni á stífum. Einnig köllup „Pontoons“ á ensku.
- Flutter = Sláttur
- Atburður sem gerist þegar hæðar- eða hallastýri á módeli fer að slást harkalega upp og niður á víxl á flugi. Þetta verður stundum til þess að viðkomandi stýri brotnar af og veldur venjulega brotlendingu. Það eru margar ástæður fyrir slætti að þessu tagi, en þær algengustu eru of mikið bil á milli flatar og stýris þar sem lömin er eða hlaup í tengingum við stýrivélar og stýrishorn. Ef þú heyrir einhvern tíman lágstemmt suð, þá skaltu draga strax úr inngjöf og lenda við fyrsta tækifæri.
- Flying Boat = Flugbátur
- Gerð flugvélar þar sem neðri hluti skrokksins er í lögun eins og bátur. Flugvélin lendir á skrokkinn á vatni. Það eru hugsanlega lítil flot hengd neðan á vængina til að halda flugvélinni stöðugri á meðan hún situr á vatninu.
- Fore, Forward = Fram
- Fram á við eða fram. Notað í setningum eins og: „…the forward edge of the rib…“ = „…framröndin á rifinu…“ eða: „…with fore and aft movement…“ = „… með fram og aftur hreyfingu…“
- Frequency Control = Tíðnistjórnun
- Yfirvöld á Íslandi hafa heimilað notkun á 35Mhz bandinu við stjórnun flugmódela. Þessu bandi er skipt upp í 36 rásir, frá 34,940MHz (rás 55) til 35,300MHz (rás 90). Mikilvægt er þegar margir eru að fljúga að einhvers konar tíðnispjald sé notað til að engir tveir séu að fljúga á sömu rás.
- Fuel = Eldsneyti
- Blanda efna eins og methanóls, nitromethans og smurningar sem notað er til að knýja flugmódelmótora.
- Fuselage = Fuse = Skrokkur
- Aðalhluti flugvélar, þar sem farþegar, farangur eða, þegar um er að ræða flugmódel, stýringin er geymd
- Gain = Næmi
- Næmi í snúð. Ef næmið er of lágt, þá heldur stýrið sem snúðurinn passar sér ekki vel. Ef næmið er of hátt, þá reyni reynir stýrið sem snúðurinn passar of mikið að leiðrétta og það leitar stöðugt að miðju.
- Gasser = Bensínvél
- Slangur notað um flugmódel sem knúið er áfram af bensínmótor.
- Glitch = Truflun
- Stutt radíótruflun sem gerist yfirleitt aldrei nema þegar maður er yfir trjám eða mýri.
- Glow Fuel = Glóðareldsneyti
- Eldsneyti blandað úr methanóli og smurefnum sem notað er á flesta módelmótora. Í flestum tegundum glóðareldsneytis er einnig notað nítrómethan.
- Glow Heater = Glóðarhitari
- Þetta er notað til að hita glóðarþráð í glóðarkerti og er notað sérstaklega þegar verið er að gangsetja mótorinn. Annað nafn Ni-Starter.
- Glow Plug = Glóðarkerti
- Þetta er kerti sem notað er til að kveikja í eldsneytisblöndu í glóðarhausmótor. Þegar eldsneytið brennur í sprengirýminu, þá hitnar glóðarþráðurinn í kertinu nógu mikið til að haldast heitur fram að næstu þjöppun og kveikja aftur í blöndunni. Þess vegna þarf ekki að stjórna eða auka hitann í kertinu utanfrá á meðan mótorinn er í gangi.
- Ground Effect = Jarðhrif
- Loftpúði sem myndast undir flugvélinni þegar hún nálgast jörð meira en eitt vænghaf. Þetta verður til þess að minna þarf að nota hæðarstýri til að halda sömu hæð þegar flogið er nálægt jörð eða við lendingu.
- Gyro = Snúður, gýró
- Vélrænt eða rafrænt tæki sem jafnar hreyfingar flugmódels með því að finna snúning og hreyfa viðeigandi stýrivél til að vinna geng honum. Hægt er að nota þetta tæki á hvaða ás sem er, en er oftast notað á hliðarstýri og hæðarstýri, sérstaklega til að auka nákvæmni í 3D flugæfingum. Snúðar eru mikið notaðir á þyrlum.
- Header Tank = Millitankur
- Lítill eldsneytistankur settur á milli aðaltanksins og blöndungsins. Tilgangurinn með millitanki er að sjá til þess að eldsneytið sem fer í blöndunginn innihaldi alls engar loftbólur sem geta komið þegar eldsneytið freyðir eða þegar klunkurinn fylgir ekki eldsneytinu í tankinum í flóknum flugæfingum.
- Heading Hold = Stefnulás
- Þetta lýsir ákveðinni tegund af snúð sem skynjar snúning og heldur ákveðinni stefnu. Þetta gerir hann með því að skynja hve mikil hreyfingin er og gefa viðeigandi andsvör með stýri. Þetta hljómar flókið, en niðurstaðan er sú að ef maður hefur módel rétt stillt og lætur það stefna í norður, þá heldur stefnulæstur snúður á geigunarás þessari átt þangað til maður stýrir því annað. Sjá líka „Heading Lock“. (ekki mælt með í flugvélum á flugi þar sem geigun er oft nauðsynleg til að beygja módelinu. Oft notað á jörðinni til að ná fullkomnu flugtaki og lendingum.)
- Heading Lock = Stefnulás
- Slanguryrði fyrir Heading Hold Gyro.
- Hit (eða To be hit) = Skot (eða vera skotinn)
- Skyndileg radíótruflun sem lætur módelið fljúga ójafnt og skrykkjótt. Oftast orsakað þegar einhver annar kveikir á sendi á sömu tíðni, en getur líka orsakast af radíótruflunum marga kílómetra í burtu.
- Horizontal Stabilizer = Stélflötur
- Láréttur flötur aftan á flugvél sem heldur á móti kinki hennar.
- Hot Start = Heitræsing
- Mótor sem hefur verið í gangi er oft mjög heitur strax á eftir. Hann getur þá stundum hrokkið í gang aftur ef sveifarásnum er snúið án þess að glóðarkertið sé hitað. Þetta ber að varast því slíku starti fylgja oft meiðsli og skemmdir á hlutum.
- Hover = Vok
- 3D flugæfing, sem einnig kallast spaðahang (e. Prop Hanging). Þarna er flugmódeli flogið án þess að það hreyfist áfram. Módelið beinist venjulega beint upp og hangir eingöngu á knýnum sem spaðinn myndar. Módelið á það til að renna fram og til baka með vindinum en ætti að halda hæð.
- Hydraulic Lock = Vökvalás
- Vökvalás verður þegar of mikið eldsneyti hefur flætt inn í mótor þangað til kominn er svo mikill vökvi ofan á stimpilinn að hann getur ekki þjappað því nægilega til að komast alla leið upp. Þetta getur orsakað skemmdir á mótornum ef reynt er að snúa sveifarásnum án þess að losa pressuna. Til að laga þetta þarf að taka kertið úr og hella eldsneytinu út.
- Immelmann = Immelmann
- Flugæfing sem upprunalega var fundin upp til að snúa við í flugorrustu. Flugvélin lyftir nefinu og fer á bakið. Síðan veltur hún þar til hún er orðin upprétt og heldur áfram flugi í andstæða átt við upphaflega flugstefnu. Þessi æfing var fundin upp af þýska flugmanninum Max Immelman í fyrri heimsstyrjöldinni. Hans flugvél gat framkvæmt þessa æfingu, en aðrar flugvélar ekki. Með þvi kom hann sér frá margvíslegum vandræðum í flugorrustum þar til hönnun og tækni gerðu flugvélum Bandamanna fært að gera þetta líka.
- Incidence = Áfallshorn
- Horn eins hluta módels miðað við annan hluta af módeli. Til dæmis, ef stélflötur er algerlega láréttur miðað við jörðu og frambrún vængsins lyftist upp um 2 gráður, þá er áfallshorn vængsins tvær gráður miðað við stélflötinn. Upptog eða niðurtog á mótor er líka kallað áfallshorn mótors. Það hversu vel módel flýgur er komið undir því hvert hlutfall þessara þriggja mælinga er. Ef áfallshorn mótors og vængs passa ekki saman, þá er oft mjög snúið að ná réttu láréttu flugi vegna þess að mótorinn er að toga módelið upp og niður á víxl á mikilli og lítilli inngjöf.
- Incidence Meter = Áfallsmælir
- Mælir sem notaður er til að mæla réttáfallshorn.
- Intake = Loftinntak
- Op sem hleypir lofti inn i flugvél. Þetta geta verið loftinntök fyrir blöndung, kæliloft, loftræstingu (á flugvélum í fullri stærð) o.s.frv.
- Inverted = Á hvolfi
- Flug á hvolfi. Athugaðu að hæðarstýri og hliðarstýri virðast virka öfugt séð frá jörðu vegna þess að virkni stýranna er alltaf eins miðað við módelið sjálft (þegar maður situr í því).
- Kit = Smíðasett
- Smíðasett er ósamsett efni í flugmódel, pakki af hlutum sem þarf að setja saman til að fá fullkláraða flugvél, öfugt við ARF, eða Almost Ready to Fly, sem er að mestu samsett.
- Landing Gear = Hjólastell
- Þetta er venjulega stoðgrind eða teinar sem festa lendingarhjólin við vænginn eða skrokkinn. Hjólastell eru venjulega úr málmi, vír eða samblandi af plastefnum og trefjum (einnig e. Under Carriage).
- Landing Skid = Skíði
- Lendingarbúnaður á sumum flugvélum þar sem engin hjól eru.
- Leading edge (LE) = Frambrún
- Fremsta brún vængsins, venjulega vel rúnnuð.
- Lean = Veik blanda
- Orðalag notað um stillingu á blöndungi. Þegar mótor er láting gasnga með veika blöndu, þá á hann á hættu að ofhitna og skemmast. Þegar mótor er stilltur er best að byrja með ríka blöndu (e. Rich) og síðan breyta stillingum smátt og smátt þar til búið er að ná mesta afli úr mótornum, en á sama tíma sjá til þess að nóg sé af óbrenndu eldsneyti og olíu til að mótorinn sé vel smurður.
- Lean Run = Veikur gangur
- Þetta gerist þegar blanda eldsneytis og lofts er of veik. Líklegustu orsakir fyrir þessu eru þegar mótorinn er ekki rétt stilltur, ekki er notað rét eldsneyti, eldsneytið freyðir í tanknum vegna of mikils titrings, eða leki kemur að eldsneytisslöngu. Loftið í slöngunni lætur þá mótorinn ganga veikt.
- Loading = Hleðsla
- Hleðslan sem sett er á vængprófíl eða loftblað flugfars. Þegar um flugvél er að ræða þá er venjulega talað um vænghleðslu. Hún er venjulega fundin með því að deila þyngd módelsins í heildar vængflötinn. Athugaðu að vænghlkesla er bara góður mælikvarði á milli módela af svipaðri stræð. Stór módel geta haft mun hærri vænghleðslu en lítil, en samt sýnt sömy flugeiginleika.
- Loop = Lykkja
- Lóðréttur hringur. Módelið lyftir nefinu og fer upp á við og yfir þar til það er komið á hvolf. Þá heldur það áfram sömu hreyfingu þar til það er farið að fljúga lárétt og upprétt í sömu stefnu og áður.
- Lubricant = Smurning
- Efni sem notað er til að minnka viðnám tveggja flata. Þetta orð er notað um ýmis efni, sem geta síðan virkað á mismunandi hátt. Öll efnin eru samt notuð í sama tilgangi: koma í veg fyrir viðnám, hitamyndun og slit á milli hluta. Módeleldsneyti inniheldur venjulega smurningu, sem getur verið laxerolía eða tilbúin olía, eða blanda að þessu tvennu. Magn smurningar fer eftir gerð mótorsins og því álagi sem módelið setur á hann.
- Main Gear = Aðal hjólastell
- Einnig „Main Landing Gear“. Stekbyggðar stangir, leggir og dekk sem halda mestum þumga módels. Þau eru venjulega undir vængnum eða skrokknum nálægt þyngdarpunktinum. Önnur hjólastell eru áberandi minni.
- Midrange = Miðgangur
- Aflsvið mótors á milli hægagangs og fulls snúnings.
- Mixing = Samspil
- Hlutfall samspils á milli tveggja eða fleiri stýrirása og áhrif þeirra í módeli miðað við hreyfingu stýripinnanna. Það hversu margar rásir er hægt að spila saman og hvernig, fer eftir gerð sendisins.
- Mixture = Blanda
- Blanda eldsneytis og lofts sem stýrt er af blöndunál blöndungs á mótor.
- Motor = Rafmótor
- Hvaða rafmótor sem notaður er í flugmódeli. Dæmi um rafmótora eru servómótorar sem hreyfa servóarma og þar með stýrifleti. Það eru líka til sett þar sem rafmótor er notaður í staðinn fyrir sprengimótor til að fá hljóðlátara og hreinna flug.
- MPH = Mílur á klukkutímann
- Hraði í mílum á klukkutímann. MPH er bæði eintala og fleirata þannig að bæði 1 MPH og 10 MPH er rétt. Það er rangt að skrifa 100 MPH’s.
- Needle Valve = Stillinál
- Þessi nál er notuð til að stilla blöndu af lofti og eldsneyti í blöndungi á mótor. Á flestum vélum, þá minnkar hlutfall eldsneytis ef nálinni er snúið réttsælis, en eykst ef henni er snúið rangsælis.
- NiCad, NiCd = Nickel Cadmium rafhlaða
- Endurhlaðanlegar rafhlöður sem eru mikið notaðar sem aflgjafi fyrir radíosenda og móttakara.
- Nitro = Nítró
- Stytting á nitrometan. Ef nítrómetan er sett í eldsneyti, þá fæst meiri kraftur og jafnari hægagangur og þar með er auðveldara að setja mótorinn í gang. Ef það er nítró í eldsneytinu, þá er erfiðara að stilla ganginn nákvæmlega. Þar með sést að það er ekki alveg allt fengið með því að auka nítróinnihald. Vanalegar nítróblöndur eru frá 0% upp í 30%, og jafnvel meira.
- Nose = Nef
- Framhlutinn á skrokk flugmódels.
- Nose Gear = Nefhjólastell
- Stell og hjól sem staðsett er undir nefi módelsins.
- PCM = Pulse Code Modulation.
- Mótað FM merki notað í dýrari fjarstýringum. Sendirinn kóðar merkið og þar með fæst hreinna merki.
- PPM = Pulse Position Modulation.
- Annað nafn yfir FM.
- Peak = Toppur
- Þetta er sá punktur þegar rafhlaða tekur ekki meiri hleðslu og fer í staðinn að umbreyta orkunni í hita. Þetta er slæmt fyrir rafhlöðuna og getur verið hættulegt.
- Peak Charger = Topphleslutæki
- Þetta tæki tekur af allan vafa um hleðsluna. Þegar rafhlaðan hefur náð toppnum, þá fer hleðslutækið að gefa viðhaldsstraum, sem skemmir ekki rafhlöðuna.
- Pitch = Kink
- Hreyfing á flugvél um ás sem er samsíða vængnum þar sem nefið gengur upp og niður.
- Pitch Axis = Kink ás
- Ásinn í gegnum flugvélina sem hæðarstýrið stjórnar. Kink er hægt að sýna með því að halda undir báða vængenda. Þegar nefið fer upp og niður, þá er flugvélin að kinka. Með þessu er klifri eða dýfu stjórnað.
- Ply = Krossviður
- Samlímdur viður úr þrem eða fleiri lögum þar sem æðar samliggjandi laga liggja hornrétt.
- Pontoons = Flot
- Langir, bátlaga hlutir sem gera flugvél kleyft að lenda á vatni. Flotin eru ekki hluti af byggingu flugvélarinnar, heldur hanga neðan í henni á stífum. Einnig kölluð „Floats“ á ensku.
- Power panel = Straumgjafi
- Spjald með ýmsum tengingum sem venjulega er tengt við 12 volta rafhlöðu og gefur réttan straum til ýmissa tækja, eins og glóðarkertis, strartara og eldsneytisdælu. Venjulega fest á flugbox.
- Pull-Pull = Tog-tog
- Tenging frá servói að stýri þar sem notaðir eru tveir vírar. Þeir eru tengdir sinn hvoru megin á stýrishorn og toga í það til skiptis.
- Push-Pull = Ýta-toga
- Tenging frá servói á stýri þar sem notaðir eru tveir stífir vírar þar sem annar togar í stýrishornið á meðan hinn ýtir.
- Prop = Propeller = Loftskrúfa, spaði
- Loftskrúfan er oftast með tvö eða fleiri sérstaklega undin blöð með loftblaðssniði sem snúið er hratt til að knýja farartæki í gegnum loftmassa.
- Prop Balancer = Spaðavog
- Notuð til að sjá til þess að bæði blöðin á loftskrúfu séu jafn þung til að koma í veg fyrir titring og vandamál honum fylgjandi.
- Prop Hanging = Spaðahang
- 3D flugæfing, sem einnig kallast vok. Þarna er flugmódeli flogið án þess að það hreyfist áfram. Módelið beinist venjulega beint upp og hangir eingöngu á knýnum sem spaðinn myndar. Módelið á það til að renna fram og til baka með vindinum en ætti að halda hæð.
- Range Check = Fjarlægðarathugun
- Athugun á því hvort sendirinn er ekki að senda með þeim styrk sem hann á að hafa. Þetta er venjulega gert með loftnetið inndregið og mótorinn í gangi.
- Receiver (Rx) = Móttakari
- Sá hluti fjarstýringar sem settur er í flugmódel, tekur við merkjum frá sendinum og sendir þau áfram til stýrivélana.
- Reflex = Uppsveigja
- Ef vængur hefur loftblað sem er þannig í laginu að það sveigir niður frá þykkasta hluta og sveigir síðan upp aftur að afturbrún, þá er hann sagður hafa uppsveigju eða „reflex“. Þannig vængir eru oft notaðir þegar ekkert stél er á módelinu.
- Resonance = Meðsveifla
- Þetta er titringur á hlut sem hreyfist eða snýst. Þegar titringur margra hluta vélar er eins, þá titrar vélin meira en ella. Þessi titringur orsakar skemmdir og bilanir. Meðsveifla getur verið hættuleg í módeli, sérstaklega þegar notaður er mótorbúkki með titringsvörn, en síðan settur óballanseraður spaði eða spinner á hann.
- Retract Servo = Hjólastell servó
- Servó sem sérstaklega er framleitt fyrir uppdraganleg hjólastell sem ekki eru knúin lofti eða rafmagni. Servóið hefur bara tvær stöður og snýst 180 gráður, þ.e. togar hjólastellið upp og læsir því eða ýtir því niður og læsir því þar. Ekki er hægt að trimma eða stilla þetta servó á neinn hátt. Tengingar á milli servósins og hjólastellsins verða að vera nákvæmar og vel gerðar til að það geti gert það sem það á að gera: læst hj?astellinu uppi eða niðri.
- Retracts = Uppdraganleg hjólastell
- Styrring á e. Retractable Landing Gear. Hjól og leggir sem leggjast upp í skrokk eða væng flugmódels þannig að þau standa ekki út í loftstrauminn og minnka þannig drag módelsins.
- Ringed = Með hringi
- Mótor sem er með stimpil með stimpilhringi. Sjá líka ABC eða ABN mótora. Best er að nota sllíka mótora þar sem hætta er á ryki eða óhreinindum. Slíkir mótorar hafa ekki eins góða þjöppun og ABC/ABN mótorar.
- Roll = Velta
- Hreyfing á flugvél um ás sem liggur um miðjan skrokkinn, þar sem vængirnir fara ýmist upp eða niður.
- Roll Axis = Veltuás
- Ás sem gengur í gegnum miðjan skrokk flugvélar og er stjórnað af hallastýrum. Hægt er að sjá veltu með því að halda undir nef og stél módels. Þegar annar vængurinn fer niður, þá er módelið að velta. Velta er notuð til að stýra halla flugvélar og beygja henni. Mörg módel hafa ekki hallastýri og þá er bæði geigun og veltu stjórnað em hliðarstýrinu. Þetta er auðveldara ef vængurinn hefur mikinn aðhalla og því eru byrjenavélar oft settar þannig upp.
- RPM = Revolutions Per Minute = Snúningar á múnútu
- Snúningshraði. Þessi skammstöfun er notuð bæði í eintölu og fleirtölu. Mótor getur núist „one RPM“ eða „10,000 RPM“. Það er rangt að skrifa „10,000 RPM’s“.
- Rudder = Hliðarstýri
- Hreyfanlegt stýri aftast á flugvél fest við stélkambinn. Með hliðarstýri er hægt að stjórna geigun flugvélar
- Rx = Móttakari
- Stytting úr enska orðinu „Receiver“.
- Seaplane = Sjóflugvél
- Flugvél með flot sem getur lent hvirt sem er á landi eða vatni.
- Semi-symmetrical = Hálf-samhverfur
- Hálf-samhverfur vængur er með vængsnið sem er með bungu neðan á, en ekki eins mikla og að ofan. Þetta er millistig milli flatbotna vængs og samhverfs vængs. Svona vængir eru mjög vinsælir á sport-módel.
- Servo = Stýrivél, servó
- Sá hluti fjarstýringar sem hreyfir stýrin í flugmódeli.
- Servo Output Arm = Servó armur
- Armur eða kross sem hægt er að skrófa af servói. Í hann er stýristeinn eða vís festur og þaðan í stýri.
- Shot down = Skotinn niður
- „Skot“ sem endar í brotlendingu eða „krassi“. Stundum orsakað af radíósendingum í margra kílómetra fjarlægð.
- Simulator = Hermir
- Tölvuforrit sem líkir eftir flugi flugmódels, notar sendi eða eftirlíkingu af sendi tilo að stýra því og gefur módelflugmanni tækifæri til að prófa módelflug án þess að eiga á hættu að eyðileggja eða „krassa“ flugmódelinu sínu. Hægt er að nota herma til að læra nýjar flugaðferðir og prófa módel sam mann langar til að kaupal.
- Skid = Skíði
- Lendingarbúnaður á mörgum þyrlum og sumum flugvélum þar sem engin hjól eru.
- Slats = Raufungar
- Hreyfanlegir hlutar framan á yfirborði vængs sem gera loftflæði kleyft yfir vænginn á hægu flugi. Vængurinn getur flogið á minni hraða en án þeirra vegna þess að þeir beina loftinu yfir yfirborð vængsins og koma í veg fyrir streymisslit. Í grunninn eru raufungar inndraganlegar vængraufar. Allar nútíma þotur hafa raufunga sem opnast þegar flapar fara niður. Sumar flugvélar, sem ætlað er að hafa stutt flugtak og lendingar eru með sjálfvirka raufunga sem opnast og lokast eftir hraða flugvélarinnar og áfallshorni.
- Slip = Vængskrið
- Hreyfing flugmódels þar sem stýri eru notuð til að láta skrokkinn fara í aðra átt en hann bendir í. Þetta eykur drag til muna og gerir flugvél sem ekki hefur flapa kleyft að auka lækkunarhorn sitt án þess að auka hraðann.
- Slop = Hlaup
- Hlaup á sér stað þegar stýri fylgir ekki hreyfingum servós. Algengar orsakir eru of stór göt fyrir tengi eða slæm uppsetning á stýriteinum.
- Slot = Vængrauf
- Sérlega formuð rauf í væng rétt fyrir aftan frambrúnina. Raufin beinir lofti frá neðri brún vængsins yfir efra yfirborð og tefur þar með ofris. Þar sem vængraufar eru fastar, þá auka þær drag. Sjá einnig Slats.
- Slow Roll = Hæg velta
- Mjög róleg útgáfa af veltu.
- Snap Roll = Snapp-velta
- Tegund af veltu sem er mjög snögg og harkaleg. Veltan er að grunni til spuni í þá átt sem flugmaðurinn velur. Ógætilegur hraði í lendingu getur einnig endað í snapp-veltu þar sem módelið veltur snögglega yfir á annan vængin og byrjar að spinna. Þar sem þetta er oftast nálægt jörðu, þá er yfirleitt ekki tími til að leiðrétta gegn þessu og módelið „krassar“.
- Solo = Sólo
- Fyrsta flug og lending án aðstoðar kennara
- Span, Wingspan = Vænghaf
- Fjarlægðin á milli vængendanna.
- Speed Brakes = Hraðabremsur
- Stórir fletir sem lyftast út úr flugvél til að auka drag og hægja á vélinni. Hraðabremsur eru ekki hluti af vængnum, heldur eru oftast á skrokknum. Herþotur nota flestar hraðabremsur sem koma út úr skrokknum. Sumar farþegaþotur nota loftbremsur sem hraðabremsur í góðri hæð.
- Spin = Spuni
- Flugæfing þar sem annar vængurinn ofrís en hinn er enn að fljúga. Þetta lætur flugvélina snúast um miðjupunkt sinn og falla hratt. Þegar þetta er gert viljandi er þetta erfið flugæfing þar sem flugmaðurinn fær flugvélina til að snúsat ákveðinn fjölda snúninga. Ef þetta gerist óvart getur það endað í brotlendingu. Mörg módel brotlenda þegar módelflugmaðurinn dettur óvart inn í spuna nálægt jörðu í miðri lendingu. Ástæðan er venjulega of lítill hraði í aðfluginu.
- Spinner = Spinner
- Dropalaga hetta framan á nefi flugvélar í kringum loftskrúfuna. Spinnerinn lagar loiftfæði í kringum loftskrúfuna og gefur flugvélinni snyrtilegra útlit.
- Split-S = Split-S
- Öfugur Immelmann. Flugvélinni er velt á bakið og síðan er tekin hálf lykkja. Við þetta hefur módelið misst hæð og snúist 180°.
- Spoiler = Loftbremsa
- Loftbremsa er stýriflötur sem finnst frekar á svifflugum og þotum en á venjulegum flugvélum. Loftbremsan kemur upp úr vængnum og skemmir lyft vængsins á því svæði sem hún er á og hægir þar með á flugvélinni. Loftbremsur geta verið hvort sem er ofaná eða neðaná væng, eða jafnvel hvort tveggja
- Stab, Horizontal Stabilizer, Stabilizer = Stélflötur
- Fastur láréttur flötur aftast á flugvél sem takmarkar kink vélarinnar.
- Stall = Ofris
- Þegar loftflæði yfir vænginn framkallar ekki nægt lyft til að vinna gegn þyngd módelsins, þá er sagt að það sé ofrisið. Þetta getur gerst ef módelið flýgur of hægt eða ef vængurinn er með of mikið áfallshorn miðað við flugstefnu þannig að loftið getur ekki flætt eðlilega yfir hann.
- Stall Turn = Ofrisbeygja
- Flugæfing þar sem módelinu er flogið þangað til nefið vísar beint upp og ofrís. Þá er módelinum snúið um geigunarás og beinir nefinu beint niður. Í lokin er endað í láréttu flugi.
- Strip Aileron = Löng hallastýri
- Hallastýrin taka mesta, ef ekki alla lengd afturbrúnar vængs.
- Strut = Stífa
- Þetta er í sjáfu sér burðarvirki. Vængstífa á einþekju fer frá skrokk í væng og heldur uppi vængnum. Vængstífur á tvíþekjum eru á milli vængjanna. Skrokkstífur (Cabane struts) á tvíþekjum eru frá skrokk upp í efri vænginn og halda vængnum fyrir ofan skrokkinn. Hjólastellsstífa heldur hjólunum á sínum stað við skrokkinn.
- Sub-Trim = Undirstilling, miðjustilling
- Þetta er stillingarmöguleiki á sumum tölvusendum þar sem hægt er að stilla stýri við uppsetningu en samt eiga alla stillingarmöguleika (trim) eftir á flugi.
- Symmetrical = Samhverfur
- Á samhverfum væng er sama bunga ofan og neðan á vængnum. Ef strik er dregið á vængsniðið frá miðri frambrún í gegnum afturbrúnina, þá eru efri og neðri helmingar vængsniðsins eins. Svona vængir eru bestir á listflugsmódel og lyftið verður til með mismunandi áfallshorni á vænginn.
- Tachometer = Snúningshraðamælir
- Nemi sem er sérlega hannaður til að mæla hversu hratt mótor snýst. Hann geta unnið með snúning, þar sem mælirinn er settur framaná mótorinn og látinn snúast með honum (sjaldgæft) eða ljós, þar sem han telur ljós sem kemur á milli spaðablaðanna á meðan mótorinn snýst.
- Tail Dragger = Stéldragari, Stélhjólsvél
- Þetta er venjulega notað um það þegar aðalhjólin eru fyrir framan þyngdarpunktinn og eitt lítið hjól eða stéldrag undir stéli flugvélarinnar
- Tailskid = Stéldrag
- Á flugvélum í fyrri heimsstyrjöld og sumum vélum á milli stríða var ekkert stélhjól. Stéldrag úr tré eða stáli var í staðinn notað aftast á vélinni. Stéldragið hjálpar til við að hægja á flugvélinni á jörðu niðri, en er ekki mjög gagnlegt við að stýra henni. Oft þurfti mannskap á jörðu niðri til að færa vélina til og þeir notuðu oft sérstaka vagna sem stéldragið var sett í. Þá var hægt að færa flugvélina til að vild. Ef bara átti að færa flugvélina stutt, þá lyftu menn stélinu og ýttu flugvélinni.
- Tailwheel = Stélhjól
- Lítið hjól við stél flugvélar. Þetta er venjulega á flugvélum sem hafa tvö stór hjól framan til á skrokknum eða undir vængnum og lítið hjól aftast. Flugvélin situr á stélinu.
- TE = Afturbrún
- Stytting á ensku orðunum „Trailing Edge“.
- Throttle = Inngjöf, eldsneytisgjöf
- Stýring sem gerir flugmanni kleyft að breyta hraða mótors.
- Throttle Curve = inngjafarkúrva
- Á sumum tölvustýrðum sendum er hægt að stilla hreyfingu inngjafarservósins þannig að best hentar viðkomandi módeli. Sérlega gott fyrir tvígengismótora til að fá réttan gang í mótorinn við tiltekna stöðu stýripinna.
- Trow = Útslag
- Sú vegalengd sem stýri getur farið lengst.
- Thrust = Knýr
- Kraftur frá mótor sem knýr flugvél áfram.
- Torque = Snúningskraftur
- Kraftur sem kemur af stað snúningi.
- Torque Roll (TR) = Kraftvelta
- 3D flugæfing sem byrjar sem vokflug og síðan verður snúningskraftur spaðans og mótorsins til þess að módelið fer að velta réttsælis um langás sinn án þess að hallastýrin hafi verið notuð til að byrja á því.
- Trainer Airplane = Byrjendaflugvél
- Módel sem er hannað til að vera stöðugt á flugi, fljúga hægt og gefa byrjendum tíma til að hugsa á meðan þeir læra að fljúga.
- Trailing edge (TE) = Afturbrún
- Aftasta brún vængsins, venjulega þynnt út.
- Transmitter (Tx) = Sendir
- Stýringin sem flugmaður heldur á. Þetta tæki sendur út radíóbylgjur sem notaðar eru til að koma skilaboðum til flugmódelsins.
- Tricycle Landing Gear = Þriggja hjóla stell
- Þetta er notað þegar flugvél er með stýranlegt nefhjól fyrir framan þyngdarpunkt og aðalhjól fyrir aftan hann. Svona hjólastell er venjulega þægilegra í notkun á kennsluvélum.
- Tx = Sendir
- Stytting úr enska orðinu „Transmitter“.
- Under-camber = Undirsveigja
- Á undirsveigðum væng er neðra borðið sveigt undir vænginn í svipaðri línu og efra borðið. Svona vængur framleiðir mikinn lyftikraft, en er ekki vinsæll á flugmódelum vegna þess að hann flýgur afar hægt.
- Under Carriage = Hjólastell
- Þetta er venjulega stoðgrind eða teinar sem festa lendingarhjólin við vænginn eða skrokkinn. Hjólastell eru venjulega úr málmi, vír eða samblandi af plastefnum og trefjum (einnig e. Landing Gear).
- V-Tail = V stél
- V-stél er sérstök uppröðun stélflatar þar sem helmingar hans eru festir saman við ákveðið horn, venjulega á milli 30 og 45 gráður, sem myndar stafinn V. Stélkambinum er þá venjulega sleppt. Með V-stéli má stjórna bæði kinki og geigun með því að nota sérstakt samspil á milli stýranna.
- Ventral Fin = Kviðuggi
- Lítill lóðréttur uggi neðan á skrokknum aftarlega. Þetta er venjulega langur þríhyrningur sem er mjór fremst en breikkar aftur. Hann endar venjulega þar sem hliðarstýrið byrjar.
- Vertical stabilizer = Stélkambur
- Stélkamburinn (einnig e. Fin, Vertical Fin) er fastur lóðréttur flötur aftast á flugvél sem takmarkar geigun flugvélar
- Washout = Vængsnúningur
- Innbyggður vindingur í væng sem gerir það að verkum að áfallshorn verður minna og minna eftir því sem nær dregur vængendanum. Þetta eykur stöðugleika módelsins þar sem vængendinn ofrís á eftir vængrótinni og kemur þar með í veg fyrir að vængendarnir ofrísi og sendi módleið í spuna.
- Weathervane = Vindhani
- Þetta lýsir tilhneigingu til að snúast upp í vindinn. Stélkambur á módeli fær það venjulega til að snúast upp í vindinn.
- Wheel Pants = Hjólskálar
- Stórar straumlínulagaðar skálar utanum hjól á flugvél sem ekki dregur hjólin inn.
- Windsock = Vindpoki
- Þeta orð er notað til að lýsa ýmsum tækjum og tólum sem öll hafa það sameiginlegt að sýna vindátt og vindstyrk.
- Wing = Vængur
- Vængurinn er stór, láréttur hluti flugvélar sem framkallar lyftikraft sem þarf til að láta flugvélina fljúga. Vængurinn getur verið staðsettur ofaná flugvélinni og þá er hún kölluð háþekja (e. high wing plane). Þetta er algengt á kennslu- og byrjendavélum vegna þess að þannig er flugvélin stöðugri út af pendúl-áhrifum skrokksins. Ef vængurinn er staðsettur undir skrokk flugvélar, þá er hún kölluð lágþekja (e. low-wing plane). Slíkar flugvélar eru hentugri til listflugs vegna þess að stöðugleiki þeirra er hlutlaus.
- Wing Area= Vængflötur
- Vængflöturinn er heildarflötur vængs flugvélar, venjulega reiknað sem vænghaf margfaldað með vængbreidd, þó stundum þurfi að nota flóknari formúlur þegar vængurinn er undarlegur í laginu.
- Wing Chord = Vængbreidd
- Vængbreiddin er vegalengdin frá frambrún vængs að afturbrún
- Wing Loading = Vænghleðsla, vængálag
- Þetta er heildarþungi módelsins á ferdesimetra sem vængurinn þarf að lyfta. Þetta er venjulega mælt í grömmum á ferdesimetra (g/dm²) eða únsum á ferfet (oz/ft²) Það er auðvlet að reikna vænghleðsluna: Margfaldaðu saman vænghaf og vængbreidd til að fá vængflöt. Ef þú notar sentimetra, þá þarf að deila með 100 í niðurstöðuna til að fá ferdesimetra. Deildu í heildarþungann (í grömmum) með vængfletinum (í ferdesimetrum). Það getur verið gott að vita þessa tölu fyrir hvert módel sem maður flýgur. Módel með háa vænghleðslu þarf meiri hraða til að fljúga, en módel með lága vænghleðslu getur flogið hægt og á síður á hættu að ofrísa við venjulegar flugaðstæður.
- Wingspan = Vænghaf
- Vænghaf flugvélar er vegalengdin frá öðrum vængenda yfir að hinum.
- Wing Root = Vængrót
- Miðjan á vængnum þar sem hægri og vinstri vænghelmingar koma saman eða þar sem vængurinn leggst upp að skrokknum.
- Wing Tip = Vængendi
- Ysta brún vængs, hægra- eða vinstra megin.
- Winglet = Endavængill
- Lítill nær lóðréttur flötur á enda flugvélarvængs. Hann myndar mikinn hliðarkraft, jafnvel við lítið áfallshorn, bætir við framkný, dregur úr lyftikraftsviðnámi og myndun vængendahvirfla.
- Yaw = Geigun
- Hreyfing á flugvél um ás sem gengur upp í gegnum skrokkin við þyngdarpunkt og þar sem nefið gengur ýmist til hægri eða vinstri
- Yaw Axis = Lóðás, geigunarás
- Sá snúningsás flugmódels sem stjórnað er með hliðarstýri. Geigun sést ef módel er hengt í lóðás í gengum þyngdarpunktinn. Þegar nefið á módelinu fer til hægri eða vinstri, þá geigar það.
- Yaw Rate = Geigunarhraði
- Hraði hreyfingar um lóðás módels.
- Z-Bend = Z-beygja
- Tenging á stýristöng með beygju sem líkist stafnum Z.
## Ágúst Bjarnason