Aðalfundur 2011

Aðalfundur FMFA 1. febrúar 2011

Haldinn í Flugsafni Akureyrar.  Mættir voru 13 félagsmenn og tveir gestir.

Sigurður Bjarni Jóhansson var settur fundarstjóri og Árni Hrólfur Helgason settur fundarritari og síðan var gengið til hefðbundinnar aðalfundardagskrár.

  • Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.

?                     Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2010.

  • Reikningar lagðir fram til samþykktar.

?                     Gjaldkeri lagði fram reikninga fyrir 2010.  Athugasemd gerð vegna þess að Vallarhúsið hafði ekki verið fært sem eign.   Reikningar samþykktir samhljóða.

  • Kosning stjórnar og endurskoðanda.

?                     Allir stjórnarmenn gefa kost á sér áfram nema Jón Guðmundur Stefánsson, sem flyst til heitu landanna næsta ár.  Í hans stað var kosinn Ásgrímur Karlsson sem meðstjórnandi.  (Gleymdist að kjósa endurskoðanda!)

  • Kosning í nefndir.

?                     Þorsteinn Eirðiksson verður áfram fyrir hönd FMFA í stjórn flugsafnsins, Guðmundur Haraldsson verður áfram í Hyrnunefnd og Kjartan Guðmundsson verður áfram umsjónarmaður vallarhúss.  Samþykkt samhlóða.

  • Tillögur teknar til meðferðar.

?                     Fyrir liggur tillaga um breytingu á 3. grein laga félagsins.  Við greinina bætist setningin “Félagsmenn 16 ára og yngri boirga hálft félagsgjald.  Ellefu ára og yngri verða að hafa umsjónarmann með sér allar stundir á meðan flugmódeliðkun er stunduð.”  Samþykkt samhljóða.

  • Önnur mál

?                     Rætt um að fá húsnæði hjá bænum í samkrulli við siglingaklúbbibnn Nökkva.  Sigurður Bjarni, Árni Hrólfur og Ólafur Njáll beðnir að kanna aðstæður og skoða málið.  Nokkuð fleira rætt um aðstöðumál.

?                     Rætt var um að gera merki félagsins á límmiðum fyrir módel félagsmanna.  Formaður bauðst til að kanna málið.  Einnig rætt um flíkur og húfur með merki félagsins, en ekkert ákveðið nánar.

?                     Formaður lagði til að félagsgjald verði óbreytt fyrir 2011 eða kr. 10.000,-  Samþykkt samhljóða.

?                     Sveinn Ásgeirsson sýndi skipulag að Melunum þar sem flugskýli hans er sýnt ásamt teikningum að fyrirhuguðu skýli fyrir flugvélar.  Skýlið verður reist norðarlega á Melunum og fyrirhugað að framkvæmdir hefjist fljótlega.

  • Að loknum aðalfundarstörfum var Hörður Geirsson fenginn til að halda fyrirlestur um Geysisslysið og þátt Akureyringa í björgun áhafnarinnar.  Gerður var mjög góður rómur að fyrirlestri hans og fékk hann miklar þakkir fyrir.

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið

AHH

ritari FMFA.

Lokað er fyrir athugasemdir á þessari síðu.