Zlin á hvolfi yfir Melunum |
Módelflugkoma FMFA fór fram með ágætum laugardaginn 9. ágúst eins og áætlað var. Gestirnir frá Englandi, Steve Holland, Richard Rawle og Sharon Stiles komu á fimmtudagskvöldið og notuðu fyrri part föstudags til að stilla upp módlum og prófa að fljúga. Því miður fór að rigna seinni partinn á föstudaginn, en viðstaddir töluðu mikið um stærð módelanna.
Laugardagurinn rann upp og það virtist ætla að vera gott veður. Undirbúningurinn hafði staði lengi og allt var tilbúið til að taka á móti fjölda gesta.
Um 9-leitið voru fyrstu módelin komin út á svifflugubrautina og byrjuð að fljúga og um klukkutíma seinna, eða þar um biðl, komu Steve og Richard og Sharon með módelin sín ofan úr skýlinu.
De Havilland DH88 Comet í 1/2 skala ! |
Fyrsta vélin sem Steve flaug var Zlin í hálfum skala og menn setti hljóða sþegar þeir sú hvernig hann flaug henni. Annað eins flug hefur ekki sést á Melunum. Stuttu sseinna flaug hann Comet í hálfum skala og aftur duttu nokkur andlit. Að sjá þetta risastóra módel koma á fullui gasi undan vindi í nokkurra sentimetra hæð var hreint út sagt rosalegt.
Richard flaug Sea Fury og Mosquito, en vegna þess að vindur var orðinn allhvass af sunnan upp úr hádegi varð ekkert af því að hann flygi 1/3 Spitfire fyrr en daginn eftir.
Aðrir módelmenn flugu frekar lítið, aðeins stæstru módel þoldu vindinn sem stoppaði ekki allan daginn, en það breytti engu hjá Steve Holla, hann flaug aftur og aftur og skemmti áhorfendum með frábærum flugkúnstum.
Richard gerir Spitfire kláran |
Ekki var slegið nákvæmum tölum á þá sem komu, en við eina talningu fundust yfir 90 módel á svæðinu. Talið er að áhorfendur hafi jafnvel náð hátt í annað þúsundið (sumir segja enn fleiri).
Það nýmæli var tekið upp á þessari flugkomu að fá gesti og flugmenn til að kjósa athyglisverðasta flugmódelið. Niðurstöðurnar urðu mjög ákveðnar, mikill meirihluti kaus Kangaroo þotuna hans Carl Hamilton.
Einnig var dregið úr innkomnum miðum um nokkrar máltíðir á Greifanum, GSM síma frá S’imanum og flugmódel frá Módelbúðinni á Brekkusíðu.
Athyglisverðasta módelið 2003 |
Í grillið um kvöldið komu fleiri enn nokkru sinni áður, eða yfir 50 manns og skemmtu sér saman við umræður og glens fram eftir nóttu.
Daginn eftir, á sunnudeginum, voru margir mættir á svæðið snemma og nú var tekið til við að fljúga Spitfire í 1/3 skala. Hann flaug betur en menn höfðu gert sér grein fyrir og á myndum er tæplega hægt að sjá að þetta sé ekki raunverulegur Spitfire í fullri stærð. Félagsmenn sem vildu fengu einnig að taka í Comet og nýttu sér það margir.
Allt í allt var þetta einhver frábærasta flughelgi sem við í FMFA höfum lifað og okkur langar til að þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg og aðstoðuðu okkur við að gera þetta mögulegt.