Aðalfundur 2006

Aðalfundur FMFA 27. apríl 2006 – Fundargerð

Þrettán félagar mættir á fundinn.

Þórður Birgisson fráfarandi formaður setur fundinn og leggur til að Bjarni Sigurðsson verði fundarstjóri. Það samþykkt. Guðjón Ólafsson skrifar fundargerð.

Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
Bjarni Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar. Á árinu voru haldnir þrír stjórnarfundir ásamt nokkrum fjölda reglulegra félagsfunda á fimmtudögum þar til félagið missti aðstöðuna sem það hafði haft við Þórsgötuna. Flugkoma ársins 2005 tókst mjög vel þrátt fyrir að aðeins fimm félagsmenn stóðu að undirbúningi hennar og störfuðu við hana. Má þar sérstaklega þakka veðrinu, sem var einstaklega gott.

Reikningar lagðir fram til samþykktar.
Bjarni Sigurðsson lagði fram reikninga félagsins og þar kom fram að félagið á nokkurt fé í sjóði ásamt hinum og þessum eignum. Greiddir félagar eru 26. Afskrifa varð félagaskuldir 24 félaga og nöfn þeirra voru strikuð út af félagaskrá. Einhverjir þeirra höfðu sagt sig formlega úr félaginu. Enginn hagnaður varð af flugkomunni vegna þess að ekki var nægilegur mannskapur til að standa að þeirri starfsemi sem þarf til að ná inn tekjum. Umræður urðu um reikningana og þeir síðan samþykktir samhljóða.

Kosning stjórnar.
Eitt framboð kom til embættis formanns, en það var Þröstur Gylfason og var hann kjörinn einróma. Guðjón Ólafsson og Gumundur Haraldsson úr fráfarandi stjórn gáfu kost á sér áfram og Árni Hrólfur Helgason og Knútur Henrýsson buðu sig fram til stjórnar. Stjórnin var kjörin einróma.

Kosning í nefndir.
Hyrnunefnd: Björn Sæmundsson og Knútur Henrýsson buðu sig fram til setu í Hyrnunefnd.
Flugkomunefnd: Stjórnin sjái um að fá þá starfskrafta sem þarf til undibúnings og reksturs flugkomu 2006.

Tillögur teknar til meðferðar.
Þórður Birgisson lagði til að reynt yrði að koma á samstarfi með öðrum félögum á Melgerðismelum um gerð framtíðarstefnu fyrir Melana, skipulag og starf.

Önnur mál.
Félagsgjald, sem er 5000 + 1600 krónur fyrir árið 2006 verði 8000 + tryggingagjald á árinu 2007. Unglingar greiði hálft félagsgjald. Félagsgjald innheimtist frá og með áramótum.
Stefnt verði að uppsetningu á veðurstöð á Melunum sem tengd verður við GSM símakefið og/eða vef félagsins.
Stefnt verði að því í sumar að reyst verði lítið hús við flugbrautina þar sem félagsmenn geta geymt ýmsa hluti og haft skjól við kaffidrykkju.
Aðstaða, eða öllu heldur aðstöðuleysi félagsins rætt og reynt verði að fá bæinn til að endurskoða fyrri ákvarðanir í þessum málum.

Fleira ekki gert, fundi slitið