Aðalfundur 2009

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar
haldinn í Þrúðvangi í VMA 29. janúar 2009

Mættir voru þrír stjórnarmenn, fjórir skuldlausir félagar og tveir nýjir félagar. Fundurinn var lýstur löglegur þar sem löglega var til hans boðað.

Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.

Sýrsla um starfsemi á síðasta ári
Formaður Guðjón Ólafsson, flutti skýrslu stjórnar um starfsárð 2008 og var gerður góður rómur að orðsnilld hans.

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Ársreikningur FMFA lagður fram af gjaldkera og einstakir liðir hans ræddir. Reikningar samþykktir samhljóða.

Kosning stjórnar og endurskoðanda
Ein breyting gerð á stjórn – Knútur Henrýsson vék fyrir Kristni Inga Péturssyni. Stjórnin er þá þannig skipuð:

  • Formaður: Guðjón Ólafsson
  • Gjaldkeri: Guðmundur Haraldsson
  • Ritari: Árni Hrólfur Helgason
  • Meðstjórnendur: Þröstur Gylfason og Kristinn Ingi Pétursson
  • Skoðunarmaður reikninga (endurskoðandi): Kjartan Guðmundsson

Kosning í nefndir

  • Hyrnunefnd: Guðmundur Haraldsson
  • Kofanefnd: Kjartan Guðmundsson
  • Flugsafn: Þorsteinn Eiríksson

Tillögur teknar til meðferðar
Guðmundur Haraldsson lagði fram tillögu að lagabreytingum. Breytingar á 3., 14. og 15 grein samþykktar samhljóða.

Formaður lagði til að félagsgjald hækkaði um 2000 krónur í takt við tíðarandann og verður það því 10.000 krónur starfsárið 2009. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál.
Guðmundur gjaldkeri lagði til að ekki væri heimilt að fljúga á flugmódelvellinum á Melgerðismelum án þess að framvísa gildu félagsskírteini. Nokkuð var rætt um þetta og allir samþykkir því að framvísa skírteini við flug vegna tryggingamála. Þetta atriði verður sett inn í flugreglur félagsins.

Guðjón formaður kynnti uppkast að Handbók: leiðbeiningar um örugga notkun flugmódela. Þessi handbók er orðin til vegna nokkurra flugmódelatvika undanfarin ár þar sem legið hefur við slysum. Enn er verið að vinna að því að leggja lokahönd á verkið og eftir er að samþykkja bókina í viðkomandi flugmódelfélögum.

Ýmislegt fleira rætt sem eki er ástæða til að bóka sérstaklega

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 21:30