Við nýlega skoðun kom í ljós að allur snjór er farinn af flugbrautinni á Dalvík, nema á akbrautinni niður að flugbrautinni. Þar er mjög djúpur skafl, rúmur metri á dýpt, sem virðist ekki ætla að gefa eftir.
Það er lítil bleyta á staðnum, nema þar sem skaflarnir eru, svo að ef við fáum nokkra þurra og hlýja daga, þá ætti að vera hægt að nota þessa skemmtilegu flugbraut til módelflugs.