Lög félagsins

Lög Flugmódelfélags Akureyrar
Samþykkt á aðalfundi 7. mars 2015

1. grein
Félagið heitir Flugmódelfélag Akureyrar og er félag áhugamanna um flug og smíði flugmódela. Heimili þess er Akureyri.

2. grein
Tilgangur félagsins er:

  • að iðka flug og smíði flugmódela.
  • að efla almenna þekkingu á flugi og smíði flugmódela.
  • að stofna til keppni í hinum ýmsu greinum í módelflugi samkvæmt reglum.

3. grein
Félagar geta orðið allir áhugamenn um módelflug. Umsókn skal vera til gjaldkera eða í gegnum vefsíðu félagsins og teljast þeir félagar eftir að félagsgjald er greitt.  Félagsmenn 16 ára og yngri borga hálft félagsgjald. 11 ára og yngri verða að hafa umsjónarmenn með sér allar stundir á meðan flugmódel iðkun er stunduð.   Stjórn félagsins ein getur vísað félaga úr flugmódelfélaginu eftir umfjöllun um mál hans. Félagsgjald er óafturkræft.

4. grein
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málum félagsins. Aðalfundur skal haldinn í janúar til mars ár hvert og boðaður með viku fyrirvara með rafrænum hætti.

5. grein
Formaður setur fundinn en síðan tekur fundarstjóri við og skal hann kosinn af fundarmönnum. Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og sker úr um öll atriði mála.

6. grein
Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin til meðferðar:

  • Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  • Kosning stjórnar og endurskoðanda.
  • Kosning í nefndir.
  • Tillögur teknar til meðferðar.
  • Önnur mál

Aðalfundur ákveður árgjald félagsins. Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar. Kosningar skulu vera skriflegar nema fundurinn samþykki annað.

7. grein
Á aðalfundi þarf einfaldan meirihluta til samþykktar mála. Halda skal fundargerðabók um það sem gerist á fundi og skulu fundargerðir undirritaðar af fundarstjóra og formanni.

8. grein
Stjórn félagsins skipa fimm menn. Aðalfundur kýs formann en stjórn skiptir með sér verkum að öðru leyti. Einnig skal kjósa einn varamann.

9. grein
Formaður ásamt tveimur meðstjórnendum skuldbinda félagið með undirskriftum sínum.

10. grein
Félagið ber ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum, sem hljótast kunna vegna flugæfinga.

11. grein
Félagsfund skal halda minnst einu sinn á mánuði frá september til maí, eða þegar stjórn telur þurfa og skal hann boðaður með viku fyrirvara á vef félagsins.

12. grein
Reikningsárið er frá áramótum til áramóta. Til að endurskoða bókhald félagsins skal á aðalfundi kjósa endurskoðanda til eins árs í senn. Bókhaldið skal fengið endurskoðanda í hendur a.m.k. viku fyrir aðalfund.

13. grein
Fjármuni félagsins skal eingöngu notað í þágu þess. Lausafjármunir sem ekki þarf að nota vegna daglegs reksturs félagsins skulu geymast í bankabók.

14. grein
Félögum sem ekki hafa greitt árgjöld sín til félagsins er með öllu óheimilt að fljúga á svæði félagsins.
Eindagi á félagsgjöldum er síðasti dagur aprílmánaðar; eftir það fellur ógreiddur félagi úr félaginu

15. grein
Félaginu verður aðeins slitið á aðalfundi, sem sérstaklega hefur verið boðaður í því skyni og verður a.m.k. helmingur atkvæðisbærra félaga að vera mættur og ¾ hlutar hinna mættu fundarmanna samþykkir slitum félagsins.

Verði slit ákveðin, skuli eigur þess renna til uppbyggingar á Melgerðismelum og Flugklúbbur Íslands fenginn til að ráðstafa þeim.