Aðalfundur 2012

Aðalfundur FMFA haldinn 28. janúar 2012

Formaður setti fund og tilkynnti að fundarefni væru venjuleg aðalfundarstörf. Formaður stjórnaði fundi sjálfur.

1. Skýrsla stjórnar. Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2011. Skýrsla stjórnar samþykkt samhljóða.

2. Reikningar lagðir fram. Gjaldkeri lagði fram reikninga fyrir starfsárið 2011. Í ljós kom að eigið fé í banka nemur 338.898 IKR þannig að félagið er allvel rekið. Reikningar samþykktir samhljóða eftir umræður.

3. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Guðjón Ólafsson, Árni Hrólfur Helgason, Ásgrímur Karlsson og Tómas Jónsson gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu með óbreyttri starfsaskipan. Guðmundur Haraldsson lét af starfi gjaldkera í stað hans kom Sigurður B Jóhannsson. Endurskoðandi var kjörinn Kjartan Guðmundsson.

4. Kosning í nefndir. Í Hyrnunefnd (Nefnd um rekstur Flugstöðvar Þórunnar Hyrnu) var kjörinn Finnur Helgason. Í stjórn Flugsafns Íslands var Þorsteinn Eiríksson kjörinn til áframhaldandi setu. Húsvörður Kassos Field var kjörinn Kjartan Guðmundsson.

5. Tillögur lagðar fram. Engar tillögur um lagabreytingar bárust. Árgjald samþykkt óbreytt kr. 10000.-

6. Önnur mál. Flugkoma FMFA á 30 ára afmæli í ár og spunnust nokkrar umræður um hvað hægt væri að gera til að vekja athygli á þessum tímamótum. Ýmislegt var rætt, t.d. að fá gesti erlendis frá en engar ákvarðanir teknar í þeim efnum. Nokkuð var rætt um fyrirhugað nýliðanámskeið FMFA, sem fyrirhugað er að halda í aðstöðu félagsins í Slippnum. Búið er að panta 10 stk. af svokölluðum treinerum og í athugun er útvegun fjarstýribúnaðar fyrir þá nýliða, sem á námskeiðið koma.

Ýmislegt fleira rætt, sem ekki var
ástæða til að færa til bókar.

Fundi slitið um kl. 21:40.
Árni Hrólfur Helgason fundarritari.