Aðalfundur 2017

Aðalfundur flugmódelsfélags Akureyrar haldin í aðstöðu félagsins 16. febrúar 2017

Fundur settur kl. 20.15 og Guðjón Ólafsson fengin til að sinna fundarstjórn, fundarstjóri lýsir fundin löglegan án mótmæla eða athugasemda. þar með hófst formleg dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

1. Skýrsla stjórnar.
Sigurður og Guðmundur sögðu frá því helsta sem fram fór árið 2016 svo sem hag félagsins minnkuðum auglýsingakostnaði vegna flugdags. Fremur lélegu flugsumri, en þokkalegum mætingum á fimmtudags-hittinga í smíða-aðstöðunni , litlujólum félaganna, hugsanlegu samverkefni á smíði flugbáts að frumkvæði flugsafnsmanna og fleira markvert úr flugmódelstarfi félaga út um landið. Skýrslan samþykkt.

2. Reikningar félagsins.
Gjaldkeri Sigurður Jóhannsson les yfir reikninga félagsins sem fundurinn samþykkir og lýsir ánægju með góða stöðu klúbbsins. Birni Sigmundssyni finnst að um áramót eigi ekki að vera útistandi skuldir

3. Kosning stjórnar
Í stjórn voru kjörnir:
Formaður. Guðmundur Haraldsson, Gjaldkeri Sigurður Jóhannsson, Ritari Árni Hrólfur Helgason, aðrir í stjórn eru Finnur Helgason, Tómas Jónsson og varamaður er Grétar Skarphéðinsson.
Endurskoðandi Kjartan Guðmundsson.

4. Kosning í nefndir.
Hyrnunefnd, Ásgrímur Karlsson
Flugsafn, Guðjón Ólafsson og til vara Sigurður Jóhannsson
Húsnefnd vallarhús, Kjartan Guðmundsson og Ólafur Óskarsson
Húsnefnd smíðaaðstöðu, Sigurður Jóhannsson

5. Tillögur um lagabreytingar og þh.
Engar tillögur höfðu borist eða voru lagðar fyrir fundinn.

6. Önnur mál.
Baldvin Stefánsson spyr um stöðu húsnæðismála í slipphúsinu hvert það sé einhverjar breytingar hugsanlegar þar, Sigurður segist ekki vita til þess og segir leigusamning vera með þriggja mánaða uppsagnafest.
Kjartan vekur máls á ferðum á mót hjá öðrum klúbbum, rætt um ýmsar leiðir til hópferða án niðurstöðu.
Bergmundur afhendir klúbbnum “háborð/lágborð” til eignar
Rætt um flug næstu helgi og talað um að endurvekja einhverskonar boðunarkerfi svo hægt sé að láta vita með góðu móti þegar farið er á melanna og ætlar Árni að skoða hugsanlega útfærslu á því.
Finnur fær orðið og segir frá hyrnusjóð og að þar séu til rúm 100þús, telur einnig að meindýra eitranir hafi gengið vel í vetur, eldvarnir hafa verið bættar í Hyrnu með nýjum slökkvitækjum og reyk-skynjurum, en kvartar yfir að einhverjir séu að rjúfa innsigli slökkvutækja að ástæðulausu.
Sigurður spyr Finn um myndavélamál á melunum og skapaði það fjöruga umræðu möguleikana sem hugsanlegir eru í þeim efnum.
Finnur segir þörf á að taka upp neysluvatnsdæluna og hreinsa borholuna til að losna við brúna litinn á vatninu og verði sennilega farið í það með vorinu.

Fundi slitið kl 21.15