Meðal loftaflsbreidd fundin

Mörg kitt og teikningar sýna jafnvægispunkt módelsins (e. Centre of Gravity – CG) og segja jafnvel að hann skuli vera á ákveðnum stað á meðal loftafsfræðilegri breidd (e. Mean Aerodynamic Chord – MAC) vængsins. Þessi staðsetning er venjulega gefin í prósentum, en er stundum mælieining.

Hægt er að mæla jafnvægispunktinn hvar sem er fyrir aftan frambrún vængs sem er beinn og ósveigður.

Ef vængurinn mjókkar út eða er aftursveigður, þá verður maður að finna MAC áður en maður finnur jafnvægispunktinn.

Meðal loftaflsfræðileg breidd er ekki það sama og meðal vængbreidd.

Meðal loftaflsfræðileg breidd fundin á mjókkandi væng eða deltavæng

Mældu rótarbreidd og endabreidd vængsins. Teiknaðu síðan þessar línur á teikninguna:

  • Við rótina á vængnum dregur þú línur sem eru samsíða miðlínu skrokksins frá frambrún og fram og frá afturbrún og aftur. Báðar þessar línur eiga að vera jafn langar og endabreiddin.
  • Gerðu það sama við endann, en hafðu lengd línanna jafna rótarbreiddinni.
  • Tengdu þessar línur með „X“ yfir vænginn. Þar sem þessar línur mætast er meðal loftaflsfræðileg breidd (MAC) staðsett.
  • Ef teikningin sýnir að jafnvægispunkturinn skuli staðsettur ákveðna prósentu af MAC frá frambrúninni, þá þarftu að mæla þessa breidd og síðan reikna prósentuna. Til dæmis ef MAC er 25 sm og teikningin sýnir að jafnvægispunkturinn sé 25% frá frambrún, þá er hann 6,25 frá frambrúninni við MAC.

Þessi teikning ætti að útskýra það sem verið er að tala um:

 

mac

 

Athugaðu: Línurnar krossast þar sem meðal loftaflsfræðileg breidd er. Þær eru ekki að sýna staðsetningu jafnvægispunktsins (nema hann eigi að vera á 50% MAC).

Eftirfarandi formúla gefur meðal loftaflsfræðilega breidd. Hún gefur ekki staðsetningu hennar.

rc = rótarbreidd
t = mjókkunarhlutfall = (endabreidd / rótarbreidd)

MAC = rc x 2/3 x (( 1 + t + t2 ) ÷ ( 1 + t ))

Ef við notum teikninguna hér fyrir ofan og gefum okkur að rótarbreiddin sé 28 sm og endabreiddin sé 15 sm, þá er

t = 15 / 28 = 0,5357

Nú getum við sett t inn í formúluna til að finna MAC. Athugaðu að vænghaf og aftursveigja skipta ekki máli. Það er sama hvert vænghafið er og hversu mikið vængurinn er aftursveigður, meðal loftaflsfræðileg breidd verður alltaf sú sama.

MAC = 28 x 2/3 x (( 1 + 0,5357 + 0,53572 ) / ( 1 + 0,5357 ))
MAC = 56 / 3 x ( 1,8227 / 1,5357 )
MAC = 18,6666 x ( 1,8227 / 1,5357)
MAC = 18,6666 x 1,1869
MAC = 22,1547 sm

Meðal loftaflsfræðileg breidd fundin á sporöskjuvæng

MAC fyrir sporöskjuvæng er 85% af rótarbreiddinni og finnst alltaf 53% af hafi vænghelmingsins frá rótinni. Flötur vænghelmingsins = 0,785 x vænghaf x rótarbreidd. Þeta virkar líka fyrir vængi sem eru ekki hreinar sporöskjur.

 

mac_ellipse

a = vænghaf / 2
b = rótarbreidd / 2


Höfundarréttur © 2003 Paul K. Johnson
Þýtt með leyfi höfundar – g