Ófærð á flugbrautina á Dalvík

Við nýlega skoðun kom í ljós að allur snjór er farinn af flugbrautinni á Dalvík, nema á akbrautinni niður að flugbrautinni. Þar er mjög djúpur skafl, rúmur metri á dýpt, sem virðist ekki ætla að gefa eftir.

Það er lítil bleyta á staðnum, nema þar sem skaflarnir eru, svo að ef við fáum nokkra þurra og hlýja daga, þá ætti að vera hægt að nota þessa skemmtilegu flugbraut til módelflugs.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Ófærð á flugbrautina á Dalvík

Melarnir þurrir

Kjartan fór á Melana síðastliðinn sunnudag og þótti þeir orðnir nógu þurrir til að þola ágang og umferð flugmódelmanna. Nú er um að gera að nota Melana og láta vita af því þegar farið er þangað með því að senda skilaboð í gegnum Messenger.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Melarnir þurrir

Flugvöllur á Ólafsfirði

Dalvíkingar fóru á Ólafsfjörð að prófa flugbrautina sem er þar. Brautin er malarbraut, dálítið sporuð, en algerlega nothæf. Þeir sem ætla til Ólafsfjarðar ættu að hafa módel með sér og prófa að fljúga þar.

SKY 120 á Ólafsfirði

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugvöllur á Ólafsfirði

Aðalfundur haldinn

Stjórn FMFA

Stjórn FMFA að störfum á aðalfundi 2015

Aðalfundur FMFA var haldinn laugardaginn 7. mars í bragganum í Flugsafni íslands.  Ásgrímur Karlsson gaf ekki lengur kost á sér sem formaður félagsins og ekki reyndist mögulegt að finna annan á fundinum.  Samþykkt var að núverandi stjórn sæti áfram, en myndi halda stjórnarfund innan mánaðar þar sem þeir myndu velja nýjan formann úr sínum röðum, en Ásgrímur héldi áfram sem meðstjórnandi.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur haldinn

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar verður haldinn í Bragganum í Flugsafni Íslands laugardaginn 7. mars klukkan 13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:

  • Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  • Kosning stjórnar og endurskoðanda.
  • Kosning í nefndir.
  • Tillögur teknar til meðferðar.
  • Önnur mál. Komin eru 2 mál á borð stjórnar, en bera má upp mál á fundinum.
    • Lyklar að Hyrnu og Grasrót.
    • Aðgangur að aðstöðu og tækjum félagsins.

Ef einhverjar tillögur eru til lagabreytinga óskast þær sendar til stjórnarinnar fyrir fundinn.

Sjá lög félagsins: http://www.flugmodel.is/?page_id=3

Stjórnin.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2015

Flugkoma FMFA 2014

auglysing-14-FMFAÁ meðan á samkomunni stendur verður sölubúð opin.  Þar verða seldar veitingar sem hér segir:

Vöfflur    kr 300
Kaffi        kr 200
Pylsur    kr 300
Gos        kr 200

Um kvöldið verður okkar víðfræga grill þar sem miðinn kostar aðeins krónur 2500.  Með því er hægt að fá sér bjór fyrir 500 krónur og/eða vín á 300 krónur.

skilti

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugkoma FMFA 2014

Fundur í Slippnum

Fundur í Slippnum í kvöld kl. 20.00. Aðalefni fundar: Flugkoma FMFA.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fundur í Slippnum

Vel heppnaður flugdagur

20140621_151510Á laugardaginn 21. júní tóku félagar í FMFA þátt í flugdegi hjá Flugsafni Íslands.  Við stilltum upp nokkrum módelum, Gaui dútlaði við Ögnina og tveir módelhermar voru í gangi.

Það má segja með sanni að okkar framlag til sýningarinnar hafi vakið mikla athyggli.  Fólk var að venju hissa á hversu stór flugmódel eru og bæði börn og fullorðnir reyndu sig í hermunum.20140621_151358

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Vel heppnaður flugdagur

Húsið málað

IMG_3178Í dag tóku nokkrir módelkallar undir stjórn Kjartans það að sér að sletta fúavörn á húsið okkar.  Og ekki veitti af, því það var orðið svo þurrt og þurfandi að á tímabili var óvíst að málningin dygði.  En nú er húsið orðið eins og nýtt og félaginu til sóma.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Húsið málað

Flugmódelmenn duglegir í Flugsafninu

Í gær, laugardaginn 14. júní mætti handfylli af módelmönnum á flugsafnið og settu saman sýningarkassa fyrir safnið.  Þetta var skemmtilegt verk og gefandi og ljóst að þetta kemur sér vel fyrir safnið að hafa svona kassa.20140614_134937

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugmódelmenn duglegir í Flugsafninu