17th April 2017

Aðalfundi 2017 lokið

Aðalfundur flugmódelsfélags Akureyrar haldin í aðstöðu félagsins 16. febrúar 2017

Fundur settur kl. 20.15 og Guðjón Ólafsson fengin til að sinna fundarstjórn, fundarstjóri lýsir fundin löglegan án mótmæla eða athugasemda. þar með hófst formleg dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

1. Skýrsla stjórnar.
Sigurður og Guðmundur sögðu frá því helsta sem fram fór árið 2016 svo sem hag félagsins minnkuðum auglýsingakostnaði vegna flugdags. Fremur lélegu flugsumri, en þokkalegum mætingum á fimmtudags-hittinga í smíða-aðstöðunni , litlujólum félaganna, hugsanlegu samverkefni á smíði flugbáts að frumkvæði flugsafnsmanna og fleira markvert úr flugmódelstarfi félaga út um landið. Skýrslan samþykkt.

2. Reikningar félagsins.
Gjaldkeri Sigurður Jóhannsson les yfir reikninga félagsins sem fundurinn samþykkir og lýsir ánægju með góða stöðu klúbbsins. Birni Sigmundssyni finnst að um áramót eigi ekki að vera útistandi skuldir

3. Kosning stjórnar
Í stjórn voru kjörnir:
Formaður. Guðmundur Haraldsson, Gjaldkeri Sigurður Jóhannsson, Ritari Árni Hrólfur Helgason, aðrir í stjórn eru Finnur Helgason, Tómas Jónsson og varamaður er Grétar Skarphéðinsson.
Endurskoðandi Kjartan Guðmundsson.

4. Kosning í nefndir.
Hyrnunefnd, Ásgrímur Karlsson
Flugsafn, Guðjón Ólafsson og til vara Sigurður Jóhannsson
Húsnefnd vallarhús, Kjartan Guðmundsson og Ólafur Óskarsson
Húsnefnd smíðaaðstöðu, Sigurður Jóhannsson

5. Tillögur um lagabreytingar og þh.
Engar tillögur höfðu borist eða voru lagðar fyrir fundinn.

6. Önnur mál.
Baldvin Stefánsson spyr um stöðu húsnæðismála í slipphúsinu hvert það sé einhverjar breytingar hugsanlegar þar, Sigurður segist ekki vita til þess og segir leigusamning vera með þriggja mánaða uppsagnafest.
Kjartan vekur máls á ferðum á mót hjá öðrum klúbbum, rætt um ýmsar leiðir til hópferða án niðurstöðu.
Bergmundur afhendir klúbbnum “háborð/lágborð” til eignar
Rætt um flug næstu helgi og talað um að endurvekja einhverskonar boðunarkerfi svo hægt sé að láta vita með góðu móti þegar farið er á melanna og ætlar Árni að skoða hugsanlega útfærslu á því.
Finnur fær orðið og segir frá hyrnusjóð og að þar séu til rúm 100þús, telur einnig að meindýra eitranir hafi gengið vel í vetur, eldvarnir hafa verið bættar í Hyrnu með nýjum slökkvitækjum og reyk-skynjurum, en kvartar yfir að einhverjir séu að rjúfa innsigli slökkvutækja að ástæðulausu.
Sigurður spyr Finn um myndavélamál á melunum og skapaði það fjöruga umræðu möguleikana sem hugsanlegir eru í þeim efnum.
Finnur segir þörf á að taka upp neysluvatnsdæluna og hreinsa borholuna til að losna við brúna litinn á vatninu og verði sennilega farið í það með vorinu.

Fundi slitið kl 21.15

posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundi 2017 lokið

9th February 2017

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar verður haldinn í aðstöðu félagsins í Slippnum fimmtudaginn 16. febrúar klukkan 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:

Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
Reikningar lagðir fram til samþykktar.
Kosning stjórnar og endurskoðanda.
Kosning í nefndir.
Tillögur teknar til meðferðar.
Önnur mál. Engin mál eru enn komin á borð stjórnar, en bera má upp mál á fundinum.
Ef einhverjar tillögur eru til lagabreytinga óskast þær sendar til stjórnarinnar fyrir fundinn.

Sjá lög félagsins.

Stjórnin.

posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundur 2017

16th December 2016

Litlu jólin 2016

Nú er komið að Litlu-jólum FMFA laugardaginn 17. desember. Þau verða haldin í aðstöðu félagsins í Slippnum, húsið opnar kl. 18. Vonumst til að sjá sem flesta. Kv. Stjórnin.

posted in Fréttir | Comments Off on Litlu jólin 2016

19th February 2016

Aðalfundi 2016 lokið

Aðalfundur FMFA 2016 var haldinn í kaffistofu Slippsins 21. janúar 2016 kl 20.00. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður setti fundinn og bauð viðstadda velkomna. Fundarstjóri var kosinn Guðjón Ólafsson (GÓ) og fundarritari Jón Guðmundur Stefánsson (JGS).

Ásmundur Karlsson (ÁK) formaður kom með skýrslu formanns, en sökum gleraugnaleysis las Sigurður Bjarni Jóhannsson (SBJ) skýrsluna fyrir hann.

SBJ gjaldkeri lagði fram reikninga til samþykktar og kynnti stöðuna eftir síðasta ár. Reikningar voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

Því næst var farið í kosningu stjórnar. Þar sem engin mótframboð bárust var stjórnin endurkosin með lófataki. Í stjórn sitja þá ÁK formaður, SBJ gjaldkeri, JGS ritari, Tómas Jónsson og Finnur Helgason (FH) meðstjórnendur.

Kjartan Guðmundsson (KG) var kosinn skoðunarmaður reikninga.

ÁK var kosinn í Hyrnunefnd.

KG var kosinn í Húsnæðisnefnd.

GÓ var kosinn sem fulltrúi FMFA í Flugsafni Íslands.

GÓ var kosinn sem fulltrúi FMFA í LÍM.

Bergmundur Stefánsson og ÁK voru kosnir í Félagsheimilanefnd.

Að lokum voru önnur mál tekin fyrir.

 • SBJ talaði um ásýnd félagsaðstöðunar okkar í Slippnum, þ.e.a.s. gluggann sem snýr að götunni. Hann er forljótur með froðuplast o.fl. til að skýla áköfum smiðum fyrir sólargeislum. Var ákveðið að fyrsta verkefni Félagsheimilanefndar væri að koma upp fallegri gardínum eða öðrum búnaði.
 • Nokkrar umræður spunnust um félagsgjöldin og var ákveðið með öllum greiddum atkvæðum að hækka árgjaldið upp í 12.000,- kr.
 • Kristján Víkingsson (KV) tók fyrir nokkur mál, fyrst af þeim var fyrirspurn og umræður um unglingastarf og hvort væri hægt að fá ÍBA styrk eða annað slíkt.
 • KV spurði því næst út í Melana og hvað gera ætti við ruslið þar. FH var til svara og sagði ekkert hægt að gera.
 • KV kynnti hugmyndir um að gera útsýnisglugga á Hyrnunni sem myndi snúa til vesturs.
 • KV kom með hugmynd um “flugmódelbás” á Flugsafni Íslands, þar sem sýnt væri hvernig smíðar færu fram, flugmódel á nokkrum byggingastigum væru til sýnis sem og teikningar. Mögulega væri svo hægt að smíða þar á Safnadegi o.s.frv.
 • KV sagði frá Junkerinum sem hafði hangið uppi á Flugsafni Íslands og skýrði frá ástæðum þess að hann hefði verið tekinn niður.
 • Björn Sigmundsson lýsti því að hann væri ekki nógu ánægður með að netvirknin væri orðin svona mikið á facebook í stað þess að vera á vefsíðu okkar.
 • GÓ gerði það að tillögu sinni að FMFA myndi setja upp vefmyndavél við völlinn okkar og nota til þess gamlan farsíma eins og gert hefur verið á Suður-Íslandi. Hann lagði því til að stjórnin hefði frumkvæði að því að hafa samband við Ágúst Bjarnason og bjóðast til að ráða hann í uppsetningu. Út frá þessari tillögu spunnust líflegar umræður um vefmyndavélar og öryggismyndavélar. Ekki var kosið um þessa tillögu né aðrar sem spunnust út frá henni.
 • Almenn umræða um að setja gras við vallarsvæðið okkar og kringum pyttinn. Stungið var upp á að setja hellur þar í stað grass.
 • GÓ ræddi um námskeiðshald, kynnti stuttlega flugvélarnar frá flitetest.com. KV stakk upp á að flugfræði gæti verið hluti af námskeiði, t.d. 1 klst kynning. FH tók þetta lengra og velti fyrir sér tengingu við flugskóla, svifflugfélagið og flugsafnið. Byggja flugmódel og kynna flugstarfsemina almennt. Sagði að mögulega væri hægt að nota Grástein til að halda 1-2 helga námskeið. Spunnust ýmsar umræður um þessar hugleiðingar.

Fundi slitið kl. 21.30.

Jón G Stefánsson fundarritari.

posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundi 2016 lokið

13th January 2016

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar verður haldinn í kaffistofu Slippsins fimmtudaginn 21. janúar klukkan 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:

 • Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
 • Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 • Kosning stjórnar og endurskoðanda.
 • Kosning í nefndir.
 • Tillögur teknar til meðferðar.
 • Önnur mál. Engin mál eru enn komin á borð stjórnar, en bera má upp mál á fundinum.

Ef einhverjar tillögur eru til lagabreytinga óskast þær sendar til stjórnarinnar fyrir fundinn.

Sjá lög félagsins.

Stjórnin.

posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundur 2016

4th August 2015

Flugkoma FMFA 2015

Flugkoma FMFA 8. ágúst 2015

Flugkoma FMFA 8. ágúst 2015

posted in Fréttir | Comments Off on Flugkoma FMFA 2015

8th March 2015

Aðalfundur haldinn

Stjórn FMFA

Stjórn FMFA að störfum á aðalfundi 2015

Aðalfundur FMFA var haldinn laugardaginn 7. mars í bragganum í Flugsafni íslands.  Ásgrímur Karlsson gaf ekki lengur kost á sér sem formaður félagsins og ekki reyndist mögulegt að finna annan á fundinum.  Samþykkt var að núverandi stjórn sæti áfram, en myndi halda stjórnarfund innan mánaðar þar sem þeir myndu velja nýjan formann úr sínum röðum, en Ásgrímur héldi áfram sem meðstjórnandi.

posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundur haldinn

27th February 2015

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar verður haldinn í Bragganum í Flugsafni Íslands laugardaginn 7. mars klukkan 13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:

 • Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
 • Reikningar lagðir fram til samþykktar.
 • Kosning stjórnar og endurskoðanda.
 • Kosning í nefndir.
 • Tillögur teknar til meðferðar.
 • Önnur mál. Komin eru 2 mál á borð stjórnar, en bera má upp mál á fundinum.
  • Lyklar að Hyrnu og Grasrót.
  • Aðgangur að aðstöðu og tækjum félagsins.

Ef einhverjar tillögur eru til lagabreytinga óskast þær sendar til stjórnarinnar fyrir fundinn.

Sjá lög félagsins: http://www.flugmodel.is/?page_id=3

Stjórnin.

posted in Fréttir | Comments Off on Aðalfundur 2015

1st August 2014

Flugkoma FMFA 2014

auglysing-14-FMFAÁ meðan á samkomunni stendur verður sölubúð opin.  Þar verða seldar veitingar sem hér segir:

Vöfflur    kr 300
Kaffi        kr 200
Pylsur    kr 300
Gos        kr 200

Um kvöldið verður okkar víðfræga grill þar sem miðinn kostar aðeins krónur 2500.  Með því er hægt að fá sér bjór fyrir 500 krónur og/eða vín á 300 krónur.

skilti

posted in Fréttir | Comments Off on Flugkoma FMFA 2014

31st July 2014

Fundur í Slippnum

Fundur í Slippnum í kvöld kl. 20.00. Aðalefni fundar: Flugkoma FMFA.

posted in Fréttir | Comments Off on Fundur í Slippnum