Flugkoman 2023

Um helgina var haldinn árlegur flugdagur Flugmódelfelaga Akureyrar en hann hefur verið haldin á Melgerðismelum óslitið síðan 1986, áður þveráreyrum 1981. Aðeins einu sinni öll þessi ár hefur ekki verið hægt að fljúga vegna veðurs.Eins og alltaf var mikið flogið frá morgni til kvölds, og mikið um góða gesti að venju frá suðvestur horninu, takk fyrir komuna félagar.

(texti: Kjartan, mynd: Guðni)

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugkoman 2023

Melgerðismelar 8.7.23

Laugardagurinn var óvenju góður á Melgerðismelum: stafalogn, sól og hiti, hugsanlega of mikill hiti. Sveinbjörn, Gaui, Þorsteinn og Kjartan flugu, enda, stanslaust frá um hálf tíu til fram yfir hádegi. Þá var hitinn farinn að segja til sín og við tíndumst heim.

Fyrir utan okkur voru nokkrir fallhlífastökkvarar með flugvél til afnota á Melunum og þau stukku nokkrum sinnum, sjálfum sér og okkur til mikillar gleði. Auðvitað tókum við tillit til þeirra og höfðum engin módel á lofti þar til þau voru komin niður aftur.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Melgerðismelar 8.7.23

Góður dagur á Melum

Sjómannadagurinn var góður dagur á Melgerðismelum. Vindurinn virtist ekki ætla að vera góður, svona til að byrja með, en svo rættist úr. Mæting var sæmileg, meira segja kom Gaui alla leið frá Dalvík. Engar alvarlegar skemmdir urðu og Kjartan flaug Porter Pilatur í fyrsta sinn. Þó kom í ljós að hann þurfti aðeins stærri mótor.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Góður dagur á Melum

Ófærð á flugbrautina á Dalvík

Við nýlega skoðun kom í ljós að allur snjór er farinn af flugbrautinni á Dalvík, nema á akbrautinni niður að flugbrautinni. Þar er mjög djúpur skafl, rúmur metri á dýpt, sem virðist ekki ætla að gefa eftir.

Það er lítil bleyta á staðnum, nema þar sem skaflarnir eru, svo að ef við fáum nokkra þurra og hlýja daga, þá ætti að vera hægt að nota þessa skemmtilegu flugbraut til módelflugs.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Ófærð á flugbrautina á Dalvík

Melarnir þurrir

Kjartan fór á Melana síðastliðinn sunnudag og þótti þeir orðnir nógu þurrir til að þola ágang og umferð flugmódelmanna. Nú er um að gera að nota Melana og láta vita af því þegar farið er þangað með því að senda skilaboð í gegnum Messenger.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Melarnir þurrir

Flugvöllur á Ólafsfirði

Dalvíkingar fóru á Ólafsfjörð að prófa flugbrautina sem er þar. Brautin er malarbraut, dálítið sporuð, en algerlega nothæf. Þeir sem ætla til Ólafsfjarðar ættu að hafa módel með sér og prófa að fljúga þar.

SKY 120 á Ólafsfirði

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugvöllur á Ólafsfirði

Aðalfundur haldinn

Stjórn FMFA

Stjórn FMFA að störfum á aðalfundi 2015

Aðalfundur FMFA var haldinn laugardaginn 7. mars í bragganum í Flugsafni íslands.  Ásgrímur Karlsson gaf ekki lengur kost á sér sem formaður félagsins og ekki reyndist mögulegt að finna annan á fundinum.  Samþykkt var að núverandi stjórn sæti áfram, en myndi halda stjórnarfund innan mánaðar þar sem þeir myndu velja nýjan formann úr sínum röðum, en Ásgrímur héldi áfram sem meðstjórnandi.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur haldinn

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar verður haldinn í Bragganum í Flugsafni Íslands laugardaginn 7. mars klukkan 13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:

  • Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  • Kosning stjórnar og endurskoðanda.
  • Kosning í nefndir.
  • Tillögur teknar til meðferðar.
  • Önnur mál. Komin eru 2 mál á borð stjórnar, en bera má upp mál á fundinum.
    • Lyklar að Hyrnu og Grasrót.
    • Aðgangur að aðstöðu og tækjum félagsins.

Ef einhverjar tillögur eru til lagabreytinga óskast þær sendar til stjórnarinnar fyrir fundinn.

Sjá lög félagsins: http://www.flugmodel.is/?page_id=3

Stjórnin.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2015

Flugkoma FMFA 2014

auglysing-14-FMFAÁ meðan á samkomunni stendur verður sölubúð opin.  Þar verða seldar veitingar sem hér segir:

Vöfflur    kr 300
Kaffi        kr 200
Pylsur    kr 300
Gos        kr 200

Um kvöldið verður okkar víðfræga grill þar sem miðinn kostar aðeins krónur 2500.  Með því er hægt að fá sér bjór fyrir 500 krónur og/eða vín á 300 krónur.

skilti

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugkoma FMFA 2014

Fundur í Slippnum

Fundur í Slippnum í kvöld kl. 20.00. Aðalefni fundar: Flugkoma FMFA.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fundur í Slippnum