Aðalfundur FMFA 2013
Á dagskrá voru venjuleg aðalfunarstörf. Formaður setti fund, bauð alla velkomna og gekkst síðan fyrir kosningu fundarstjóra, sem var kosinn Sigurður Bjarni Jóhannsson. Síðan var gengið til dagskrár.
Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 2012. Skýrslan var samþykkt með lófataki.
Gjaldkeri lagði fram reiknginga til samþykktar. Nokkrar umræður urðu um einstaka liði reikninganna en engar athugasemdir gerðar áður en þeir voru samþykktir samhljóða.
Kosning stjórnar, endurskoðanda og nefnda. Árni Hrólfur Helgason hætti í stjórn og í hans stað var kosinn Jón Guðmundur Stefánsson. Aðrir í stjórn sitja áfram. Stjórnin er þá skipuð eftirfarandi:
Guðjón Ólafsson formaður
Sigurður Bjarni Jóhannsson gjaldkeri
Jón Guðmundur Stefánsson ritari
Tómas Jónsson meðstjórnandi
Ásgrímur Karlsson meðstjórnandi
Kjartan Guðmundsson var valinn endurskoðandi.
Þorsteinn Eríksson hættir að sinna Flugsafni Íslands fyrir hönd FMFA og tók Guðjón Ólafsson við því hlutverki. Voru þessi skipti samþykkt samhljóða.
Fulltrúi FMFA í stjórn Flugklúbbs Íslands hefur verið Finnur Helgason. Hann gaf ekki kost á sér áfram og í hans stað var kosinn Ásgrímur Karlsson.
Flugvallarstjóri og umsjónarmaður fasteigna við flugbraut FMFA var endurkjörinn Kjartan Guðmundsson.
Fulltrúi FMFA í Grasrót var Sigurður Bjarni Jóhannsson en í hans stað var Bergmundur Stefánsson kjörinn.
Ritari tók að sér að tilkynna þessar breytingar til Flugsafnsins, Flugklúbbs Íslands og Grasrótar.
Breytingar á lögum. Guðjón Ólafsson lagði til breytingu eða lagfæringu á hluta 5. greinar laga félagsins sem er svohljóðandi: “Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og sker hann úr um öll atriði mála.” Orðið “hann” verður tekið út og hljóma þá setningin svona: “Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og sker úr um öll atriði mála.” Var þessi breytingatillaga samþykkt samhljóða.
Félagsgjald var ákveðið óbreytt eða kr. 10000.
Önnur mál. Ýmislegt var rætt um rekstur Melgerðismela og um flugsvæðið allt, sem ekki er ástæða til að bóka hér. Ásgrímur Karlsson dró úr pússi sínu kolsýruslökkvitæki mikið, sem félaginu hafði verið fært að gjöf og afhenti það Kjartani Guðmundssyni vallarverði. Slökkvitækið verður staðsett í húsi félagsins við flugbrautina. Guðjón Ólafsson ræddi um að keyptur verði sjúkrakassi til að hafa á Melunum og annar til þess að hafa í aðstöðu félagsins í Slippnum. Var það samþykkt. Guðjón ræddi einnig um stofnun Landssambands Íslanskra Flugmódelfélaga, LÍM, sem verður stofnað í dag að Tungubökkum í Mosfellsbæ. Nokkrar umræður urðu um orðalag laga LÍM og almennan tilgang félagsins. Bergmundur Stefánsson færði félaginu að gjöf tölvubúnað, sem hann hefur sett saman fyrir flughermi og var honum þakkað framtakið með góðu lófataki.
Ýmislegt fleira var rætt, sem ekki þótti ástæða til að bóka hér.
Fleira ekki fært til bókar,
fundi slitið.
Árni H Helgason ritari