Fimmtudagshittingur

Nú ætlum við að hittast á Melgerðismelum á fimmtudagskvöldum eins og undanfarin ár.  Við fljúgum fyrir austan Hyrnuna ef það er veður en fáum okkur vöfflur og kaffi ef ekki.

Sjáumst.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fimmtudagshittingur

Upphafshátíð Flugklúbbs Íslands

Flugklúbbur Íslands auglýsir „Grand Opening“ eða upphafshátíð á Melgerðismelum laugardaginn 25. maí klukkan 7.  Boðið verður upp á grillmat og bjór.  Grillið kostar kr. 1.000,- og bjórinn kr. 500,-.

Módelmenn eru hvattir til að fjölmenna.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Upphafshátíð Flugklúbbs Íslands

Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum

Gengur þú með flugbakteruna vilt þú gera eithvað með hana kannski bara sjá og njóta

  •  Vélflugfélagið
  • Svifflugfélagið
  • Flugmódelfélagið
  • Fisfélagar

Bjóðum alla velkomna Sumardaginn fyrsta í rjómavöfflur og kakó í   félagsaðstöðu okkar Hyrnunni á opnum degi á Melgerðismelum frá 10 til 16 þar sem öll félöginn taka á móti gestum og kynna starfsemi  sína og jafnvel boðið upp á flug.

Frábær aðstaða

Frábær útivera

Frábær félagsskapur

 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Sumardagurinn fyrsti á Melgerðismelum

Melgerðismelar 1. apríl

Nokkrir félagar fóru þann 1. apríl að kanna aðstæður á Melunum og höfðu að sjálfsögðu með sér nokkrar flugvélar. Eins og stundum áður var hrært í vídeó af viðburðum dagsins.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Melgerðismelar 1. apríl

Kassagramsið tókst vel

Kassagramsið tókst ljómandi vel eins og meðfylgjandi myndir sýna:

Grams2

Grams3

Grams4

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Kassagramsið tókst vel

Kassagrams í slippnum

Það verður eins konar kassagrams í slippnum á fimmtudag. Jón Pétursson sendir okkur nokkur módel til að skoða og eitthvað dót með. Það verður hægt að skoða það sem hann sendir og hugsanlega gera góð kaup.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Kassagrams í slippnum

Aðalfundur FMFA haldinn

Í dag var aðalfundur FMFA haldinn í kaffistofunni í Slippnum. Mjög góð mæting var á fundinn og venjuleg aðalfundarstörf kláruð á góðum millitíma. Klúbburinn er í góðum málum og framtíðin björt.

Árni Hrólfur hætti í stjórn af heilsufarsástæðum, en í stað hans var Jóm Guðmundur Stefánsson (Mummi) kosinn einróma.

Fundargerð og myndir af fundinum verða gerð aðgengileg fljótlega.

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Aðalfundur FMFA

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar verður haldinn laugardaginn 2. febrúar 2013 klukkan 14:00 í kaffistofunni í Slippnum.

Fundarefni venjulega aðalfundarstörf:

  • Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  • Kosning stjórnar og endurskoðanda.
  • Kosning í nefndir.
  • Tillögur teknar til meðferðar.
  • Önnur mál

Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar.

Lög félagsins eru aðgengileg á vef félagsins.

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Gleðileg jól!

Flugmódelfélag Akureyrar óskar öllum, nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Bestu þakkir fá allir þeir, sem lögðu hönd á plóg við starfsemi félagsins eða styrktu það á einn eða annan hátt á árinu sem er að líða!

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Litlu jólin

Litlu jólin

Litlu jólin heppnuðust alveg stórkostlega.

Flugmódelfélag Akureyrar hélt upp á Litlu Jólin á laugardaginn 8. desember á smíðaverkstæðinu í Slippnum. Sveinbjörn kom með heimagerðar snittur og snakk, klúbburinn bauð upp á smá snafs en að öðru leiti kom hver og einn með það sem hann vildi drekka.

Sjá má nokkar líflegar myndir á Feisbúkkinni.

Birt í Fréttir | 7 athugasemdir