Aðalfundur 2008

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar 19. mars 2008.

 

Mættir á fundinn voru Björn Á Brynjarsson, Daggeir Pálsson, Dúi Eðvaldsson, Guðjón Ólafsson, Guðmundur Haraldsson, Þorsteinn Eiríksson. Fundurinn var lýstur löglegur þar sem löglega hafði verið til hans boðað.

 

Guðjón Ólafsson formaður settir fundinn og tók að sér fundarstjórn og fundarritun að áeggjan fundarmanna.

 

Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.

Guðjón Ólafsson formaður las skýrslu stjórnar og kom þar meðal annars að byggingu húss á Melgerðismelum, flugkomunni á ágúst og tilraunum til að stofna Bandalag flugmódelfélaga. Einnig nefndi hann að vinna er nú í gangi við að fá Ali Machinchi til landsins í júní.

 

Reikningar lagðir fram til samþykktar.

Guðmundur Haraldsson gjaldkeri félagsins lagði fram reikninga félagsins og voru þeir samþykktir.

 

Kosning stjórnar.

Enginn stjórnarmanna hafði haft á orði að hann vildi hætta og því var stjórnin endurskjörin eins og hún laggði sig.

 

Kosning í nefndir.

Guðmundur nefndi að hann vildi fá annan í staðinn fyrir sig í Hyrnunefndina, en enginn bauð sig fram í það. Björn Brynjarsson bauðst til að vera Guðmundi innan handar í nefndarstörfunum og telst hann vera aðstorðarmaður og varamaður Guðmundar.

 

Tillögur teknar til meðferðar.

Guðjón formaður lagði fram eftirfarandi lagabreytingar:

 

 

Lög Flugmódelfélags Akureyrar

Tillögur til lagabreytinga mars 2008

3. grein

Félagar geta orðið allir áhugamenn um módelflug. Umsækjandi telst félagi er félagsfundur hefur staðfest umsókn hans og hann greitt félagsgjald.

3. grein

Félagar geta orðið allir áhugamenn um módelflug. Umsókn skal vera skrifleg eða í gegnum vefsíðu félagsins. Umsækjandi telst félagi er stjórn hefur staðfest umsókn hans og hann greitt félagsgjald.

4. grein

Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málum félagsins. Aðalfundur skal haldinn í mars ár hvert og boðaður með viku fyrirvara.

4. grein

Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málum félagsins. Aðalfundur skal haldinn í janúar ár hvert og boðaður með viku fyrirvara.

6. grein

Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin til meðferðar:

     Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.

     Reikningar lagðir fram til samþykktar.

     Kosning stjórnar.

     Kosning í nefndir.

     Tillögur teknar til meðferðar.

     Önnur mál

Aðalfundur ákveður inntökugjald og árgjald félagsins. Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar. Kosningar skulu vera skriflegar nema fundurinn samþykki annað.

6. grein

Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin til meðferðar:

     Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.

     Reikningar lagðir fram til samþykktar.

     Kosning stjórnar og endurskoðanda.

     Kosning í nefndir.

     Tillögur teknar til meðferðar.

     Önnur mál

Aðalfundur ákveður árgjald félagsins. Kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar. Kosningar skulu vera skriflegar nema fundurinn samþykki annað.

11. grein

Félagsfund skal halda er stjórn telur þurfa og skal hann boðaður með viku fyrirvara.

11. grein

Félagsfund skal halda minnst einu sinn á mánuði frá september til maí, eða þegar stjórn telur þurfa og skal hann boðaður með viku fyrirvara á vef félagsins.

 

Þessar tillögur voru samþykktar

 

Önnur mál

Guðmundur Haraldsson lagði til að haldinn yrði almennur félagsfundur fljótlega þar sem starfsemi sumarsins yrði á dagskrá.