Aðalfundur 2015

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar verður haldinn í Bragganum í Flugsafni Íslands laugardaginn 7. mars klukkan 13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:

  • Skýrsla um starfsemi á síðasta ári.
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  • Kosning stjórnar og endurskoðanda.
  • Kosning í nefndir.
  • Tillögur teknar til meðferðar.
  • Önnur mál. Komin eru 2 mál á borð stjórnar, en bera má upp mál á fundinum.
    • Lyklar að Hyrnu og Grasrót.
    • Aðgangur að aðstöðu og tækjum félagsins.

Ef einhverjar tillögur eru til lagabreytinga óskast þær sendar til stjórnarinnar fyrir fundinn.

Sjá lög félagsins: http://www.flugmodel.is/?page_id=3

Stjórnin.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.