Skroppið á Melgerðismela

Árni Hrólfur sendi SMS á fjölda manns en bara við Árni og Gummi mættum. Þeir sem ekki fengu SMS, endilega láta Árna vita og endurnýja símanúmerin sín hjá honum 690-4748.
Logn og blíða var með örlitlum rigningar skúrum annarsslagið sem varla náði að bleyta vélarnar okkar
Árni var með blá stikkinn sinn og ég með gamla góða Super Lowley, tókum við mörg flug í blíðunni og Árni prófaði ljúflinginn og var mjög hrifinn. Eftir c.a. 3 klst fórum við svo heim

Birt í Fréttir | 85 athugasemdir

Myndbandasýning frá Melunum

Á fimmtudagskvöldið 5. apríl ætlar Bragi Snædal að frumsýna myndbönd úr starfsemi flugklúbbana frá liðnum árum.Myndböndin eru flest tekin af Húni Snædal og Kristjáni Víkingssyni á gamlar 8 mm filmur en hefur núna verið komið yfir á mynddiska. Þarna er eflaust um fágætar perlur að ræða og fróðlegt efni í alla staði.
Myndirnar hafa verið teknar jafnt úr svifflugi og vélflugi en ekki hvað sýst úr módelfluginu og gat Bragi þess að módelmenn ættu ekki hvað sýst eftir að hafa gaman af þessu. Myndasýningin hefst kl 20:00 í húsnæði Flugskóla Akureyrar. Mjöður verður látinn af hendi á kostnaðarverði (ca 300 kr) þannig að mönnum er bent á að koma með reiðufé. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Félagið fær góða gjöf

Flugmódelfélagið fékk í dag góða gjöf, en það er bandslípivél með diski af Einhell gerð sem nýtist vel við módelsmíðina. Það var Haukur Þórðarson framkvæmdastjóri Raflampa, sem færði okkur þessa gjöf og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Birt í Fréttir | 2 athugasemdir

Námskeiðið farið af stað

Námskeiðið byrjað

Námskeiðið byrjað

Námskeið í flugmódelsmíði fór af stað í dag. Fimm nemendur sóttu um að taka þátt og þau byrjuðu á því að skoða innihald kassans með módelinu, merkja öll stykkin og byrja að setja saman skrokkinn. Þetta gekk vonum framar og þrír skrokkar eru langt komnir.

Birt í Fréttir | 4 athugasemdir

Námskeiðið undirbúið

Tekið til

Módelmenn taka til fyrir námskeiðið

Vaskur hópur flugmódelmanna mætti í Slippinn í kvöld og tók til á svæðinu sem við höfum fengið til afnota fyrir námskeiðið. Við settum líka smíðabrettin saman, svo að nú verður hægt að byrja að smíða á fullu á laugardaginn.

Birt í Fréttir | 94 athugasemdir

Góður aðalfundur

Aðalfundur FMFA var haldinn laugardaginn 28. janúar í Flugsafninu á Akureyri. Góð mæting var á fundinn og miklar og fjörugar umræður.

Á fundinum baðst Guðmundur Haraldsson undan því að vera gjaldkeri félagsins og í hans stað var kosinn Sigurður B. Jóhannsson. Við þökkum Guðmundi vel unnin störf í þágu félagsins, Á hans tíma sem gjaldkeri hefur félagið eflst og dafnað og náð að koma sér upp stór bættri aðstöðu á Melgerðismelum.

Nánar verður hægt að lesa um aðalfundinn þegar fundargerðin verður komin á sinn stað á vefnum.

Birt í Fréttir | 5 athugasemdir

Námskeið í módelsmíði

Viltu smíða flugmódel

SKY-40, módelið sem við smíðum

Flugmódelfélag Akureyrar ætlar að standa fyrir námskeiði í smíði flugmódela fyrir byrjendur ef næg þátttaka fæst. Módelið sem smíðað verður kallast Sky 40og er hannað af Tony Nijhuis og framleitt af SLEC í Englandi. Þetta er afar vel hannað og vel út fært módel sem auðvelt er að smíða og fljúga.

Námskeiðið verður tvisvar í viku, kl. 8-10 á fimmtudögum og klukkan 1-5 á laugardögum. Námskeiðið byrjar laugardaginn 18. febrúar klukkan 1 eftir hádegi í húsnæði gamla slippsins við Skipatanga. Gengið er inn að austan frá bílastæðinu.

Við erum hér

Hér sést hvar námskeiðið er

Verð á námskeiðinu er kr. 29.500,- og er þá módelið, kennslan og árs aðild ad FMFA innifalin.

Þeir sem hafa áhuga geta haft samband í tölvupósti á gaui@vma.is

 

 

Hérna er smíðaþráður um Sky40 á Íslensku eftir Guðjón Ólafsson

Birt í Fréttir | 2 athugasemdir

FMFA félagar vinna á Flugsafninu

Þrír félagar úr Flugmódelfélagi Akureyrar mættu á Flugsafnið í dag og fóru í gengum all marga kassa af dóti sem þurfti að flokka og frumskrá. Þetta ver hluti af sjálfboðavinnu sem Hollvinafélag Flugsafnsins skipuleggur.
Þetta var ansi skemmtileg vinna og ótrúlegt hvaða dót hefur borist safninu, sem þarf að skoða og ákveða hvað á að gera við það.
Vonandi koma fleiri næst.

Birt í Fréttir | 85 athugasemdir

Síðasta flug ársins

Harðir kallar Það voru fjórir harðir kallar sem mættu inn á Mela í morgun og tóku nokkur flug í logni og blíðu.

Það var auðvitað gert smá vídeó:


Birt í Fréttir | 2 athugasemdir

Skammdegisflug.

Laugardaginn 19. nóvember var skemmtilegur dagur á Melunum í kulda og nokkrum blæstri. Auðvitað var hrært í eitt lítið vídeó frá deginum:

Birt í Fréttir | 3 athugasemdir