Námskeið í módelsmíði

Viltu smíða flugmódel

SKY-40, módelið sem við smíðum

Flugmódelfélag Akureyrar ætlar að standa fyrir námskeiði í smíði flugmódela fyrir byrjendur ef næg þátttaka fæst. Módelið sem smíðað verður kallast Sky 40og er hannað af Tony Nijhuis og framleitt af SLEC í Englandi. Þetta er afar vel hannað og vel út fært módel sem auðvelt er að smíða og fljúga.

Námskeiðið verður tvisvar í viku, kl. 8-10 á fimmtudögum og klukkan 1-5 á laugardögum. Námskeiðið byrjar laugardaginn 18. febrúar klukkan 1 eftir hádegi í húsnæði gamla slippsins við Skipatanga. Gengið er inn að austan frá bílastæðinu.

Við erum hér

Hér sést hvar námskeiðið er

Verð á námskeiðinu er kr. 29.500,- og er þá módelið, kennslan og árs aðild ad FMFA innifalin.

Þeir sem hafa áhuga geta haft samband í tölvupósti á gaui@vma.is

 

 

Hérna er smíðaþráður um Sky40 á Íslensku eftir Guðjón Ólafsson

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.