Aðalfundur FMFA var haldinn laugardaginn 28. janúar í Flugsafninu á Akureyri. Góð mæting var á fundinn og miklar og fjörugar umræður.
Á fundinum baðst Guðmundur Haraldsson undan því að vera gjaldkeri félagsins og í hans stað var kosinn Sigurður B. Jóhannsson. Við þökkum Guðmundi vel unnin störf í þágu félagsins, Á hans tíma sem gjaldkeri hefur félagið eflst og dafnað og náð að koma sér upp stór bættri aðstöðu á Melgerðismelum.
Nánar verður hægt að lesa um aðalfundinn þegar fundargerðin verður komin á sinn stað á vefnum.