Myndir frá smíðasamkomum í Slippnum má sjá á andlitsbókarsíðum klúbbsins.
Líf í Slippnum
Nokkrar myndir frá flugkomunni:
Flugkoma FMFA 2012 gekk vel þrátt fyrir að mikill vindur úr suðvestri hamlaði nokkuð flugi. Steve Holland og Sharon Stiles mættu á svæðið með skemmtilegar flugvélar og flugu mikið. Hérna eru nokkrar myndir af fólki og flugvélum:
Góðir gestir á leiðinni
Það er staðfest og frá gengið að Steve, vinur okkar, Holland og Sharon Stiles vinkona hans ætla að koma og fljúga með okkur á flugkomunni 11. ágúst. Þau koma með Norrænu og með í för verða nokkur módel. Þau helstu eru þessi:
Og hugsanlega eitthvað meira sem hægt er að skemmta sér yfir. Ég er farinn að hlakka til.
Flugdagur á Akureyrarflugvelli
FMFA tók þátt í Flugdeginum að þessu sinni með því að sýna flugmódel og módelsmíði. Þetta vakti mikla athygli og var nóg að gera við að svara spurningum gesta og gangandi. Hérna eru nokkrar myndir af flugmódelum og þeim Gumma og Gauja eftir mikla spurningatörn:
Hér eru nokkrar í viðbót og meðal annars sést hvar Gauji og Kjartan eru með smíðaverkefni
Svifflugfélag Akureyrar býður í partí
Og sýnir nýju mótor sviffluguna sína á föstudags kvöldið 15 Júní kl 20.00 í skýli 13
Eftir aðalfund félagsins klukkan 20 munum við skipta um gír og bjóðum alla flugáhugamenn að koma og halda upp á það með okkur að nýr kafli er að hefjast í 75 ára sögu SFA með glæsilegu nýju vélinni okkar PH-1101
Super Dimona verður til sýnis og hægt að bóka eða jafnvel skreppa stutt prufuflug.
Athugið að bæði flugmenn með svifflugskirteini og vélflugskirteini geta flogið vélinni og hafa vélflugmenn fyrir sunnan nýtt sér þann kost í mörg ár hjá félögum okkar í Svifflugfélagi Íslands.
Bjór verður seldur á kostnaðaverði svo menn geti skálað fyrir nýju vélinni.
Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.svifflug.is og einnig facebook síðu félagsins (leitið að Svifflugfélag Akureyrar)
GH
Fyrsti fimmtudagur ársins á Melunum
Það var flottur hópur sem hittist á Melunum í gærkvöldi á fyrsta fimmtudagshittingi sumarsins. Það var talsvert flogið, Gaui flaug ný-uppgerðum Kwikfly í nýjum litum og Emil frumflaug Sky-40. Vel gert hjá honum. Eftir flugið fórum við inn í Hyrnuna og fengum okkur kaffi og ræddum alvarleg málefni.
Fimmtudagshittingur á Melunum
Nú ætlum við að hittast á Melunum á fimmtudagskvöldum í sumar og byrjum á morgun. Stefnt er að því að hittast upp úr klukkan 8 og fljúga á meðan bjart er og gott veður. Ef ekki er bjart og blítt, þá bara setjumst við inn í Hyrnu og fáum okkur kaffi og hugsanlega meððí.
Smíðaverkstæðið í nýtt húsnæði
Þetta nýja herbergi er næstum þrefalt stærra, svo það verður ekki þröngt um þá fimm kalla sem þarna höfðu smíða-aðstöðu og það verður líkast til pláss fyrir allt að fimm eða sex í viðbót. Einnig verður möguleiki að koma fyrir almennilegum smíðabekkjum fyrir þau tæki og tól sem við eigum.
Við setjum inn fleiri myndir þegar búið er að koma öllu haganlega og vel fyrir.
Hang í Eyjafirði
Við Árni Hrólfur skruppum út með Eyjafirði í dag til að athuga hvort ekki mætti fljúga hang einhversstaðar og fundum alveg frábæran stað: Garðsvík.
Það var frekar kalt, en stöðugur norðan vindur beint á bakkana við Garðsvík. Við fengum heimild til að aka niður eftir túninu, en það er bílastæði við sjóðveginn akkúrat við víkina og ekki nema 200 metra gangur niður á flugstaðinn. Við skemmtum okkur heilmikið við að fljúga hang við fullkomnar aðstæður.