Haustið ætlar að fara vel með okkur hér í Eyjafirði og í dag skruppum við Gummi, Sveinbjörn og Gaui á Melana og flugum í haustblíðunni: stafalogni og fimm stiga hita. Það verður vonandi hægt að fljúga svona í allan vetur.
Haustið ætlar að fara vel með okkur hér í Eyjafirði og í dag skruppum við Gummi, Sveinbjörn og Gaui á Melana og flugum í haustblíðunni: stafalogni og fimm stiga hita. Það verður vonandi hægt að fljúga svona í allan vetur.
Það er stundum mikið fjör í smíðaaðstöðu félagsins í Slippnum. Í kvöld var margmenni samankomið og m,ikið fjör eins og sést á myndinni.
Það var tveim módelum prufuflogið á Melgerðismelum í morgun. Guðjón og Árni prufuðu SKY-40 og tóku upp vídeó í sambandi við það og Kjartan prófaði ónefnda svifflugu sem hann var að setja saman. Bæði flug tókust með ágætum.
Þeir sem vilja æfa IMAC geta byrjað – nú er basic known 2012 komið út og ekki neitt því til fyrirstöðu að fara að æfa sig. Smellið á linkinn hér að neðan og sækið skjalið með æfingunum.
2012_BASIC
Fyrir þá, sem ekki vita hvað IMAC er, þá er um að ræða listflug þar sem flogið eftir ákveðnum reglum en listflugferlarnir breytast frá ári til árs. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu IMAC: http://www.mini-iac.com/

Skrapp inná flugvöll í morgun til að kíkja á DH Dragon Rapid flugvélina sem nokkrir flugáhugamenn á Akureyri eru að gera upp.Fékk að mynda og smíða smá líka. Þar var einnig Dúi Eðvaldsson okkar heiðurs meðlimur í FMFA og afmælisbarn dagsinns að vinna, þar sem þetta var hans áttugasti afmælisdagur þá þurfti hann að sinna fjölskyldu vinum líka og staldraði stutt. Við óskum honum hjartalega til hamingju með daginn




Kv Guðmundur Hér er hægt að skoða fleiri myndir
Það viðrar vel til flugs á Melgerðismelum helgi eftir helgi og sumarið virðist loksins vera að koma. Við mættum nokkrir í morgun og skemmtum okkur konunglega í alveg frábæru veðri:
Sjálfur ætlaði ég að fljúga Stick, en mótorinn fór í verkfall og brotnaði af í berjamó.
Uppi á lofti á Grísará hafði þessi undarlega tunna gegnt hlutverki vatnskúts um áratugaskeið. Þegar hlutverki hennar uppi á loftinu var lokið fóru módelmenn að rýna í þessa merkilegu tunnu og kom í ljós eftir nokkra rannsóknarvinnu að þarna er um að ræða eldsneytistunnu, trúlega frá breska hernum. Var tunnunni því snarað upp í bíl og færð Flugsafni Íslands að gjöf. Til bráðabirgða var henni fundinn staður við braggann, sem er inni á safninu og var ekki annað að sjá en hún færi vel þar, enda komin til föðurhúsanna eftir áratuga fjarveru.
Á myndinni er starfsmaður Flugsafns Íslands, Hjörtur Steinbergsson, að veita tunnunni viðtöku.

Laugardaginn 10. september var logn og blíða á Melunum og kjöraðstæður til flugs. Nokkrir félagar úr FMFA mættu á völlinn, flugu, drukku kaffi og spjölluðu í blíðunni. Það eina sem skyggði á sólu var gríðarstór rússnesk flutningavél, Ilyushin Il-76TD (UR-BXS) frá Maximus Air Cargo í aðflugi að Akureyrarvelli.
Þá er veturinn að byrja og það þýðir að kvöldin verða dimm og því ekki hægt að fljúga. Á fimmtudaginn hittumst við því á smíðaverkstæði félagsin í Slippnum og spjölluðum um það sem framundan er, ræddum ýmis verkefni og drukkum kaffi. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi félagsins geta kíkt inn í Slippinn á fimmtudögum, en þá er líklegast að einhver sé að smíða, og séð hvað við erum að gera.
Það var logn á Melunum í dag, skýjað og sæmilega hlýtt. Rigningin byrjaði ekki fyrr en eftir klukkan þrjú, svo það var mikið flogið og ýmislegt gert sér til dundurs. Hér er smá vídeó af atburðum dagsins.