JA-109 floginn

Gummi flaug JA 109 Cardinal í morgun á Melunum. Hér er mynd af tveim Cardinölum í felulitum:

Tveir flottir


Hér er Gummi að gera sig kláran:

Allt að verða klárt


Því er ekki að neita að þessi vél er falleg á flugi:


falleg á flugi


Lending


Svo í lokin þessi venjulega montmynd:


Gummi og Cardinal


Davíð Freyr kom líka með Piper Cub og tók nokkur flug:


Flugtak!

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Cardial JA+109

Hér eru svo tvær closeup myndir af JA+109 sem bíður eftir góðu veðri:

 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Cardial JA+109

Cardinal a’la Kjartan

Minn Kardínáll „Snjórinn“ hefur gengið í gegnum smá breytingaskeið, en hann er alveg að verða til:
kjartancardin3 kjartancardin1 kjartancardin2
Kv, Kjartan

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Cardinal a’la Kjartan

Meira um „Kardínálana“

Hérna er svo mynd af raðsmíðaverkefninu hálfkláruðu:
cardinalar.jpg
Nú eru þeir vitanlega lengra komnir enda nokkrar vikur liðnar síðan myndin var tekin. T.d. er appelsínugulur 1 að
verða klár:
img_0263.JPG
Fyrir þá sem reka augun í rósott straubretti, þá skal tekið fram að þau eru ágæt föndurborð…

ÁHH

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Meira um „Kardínálana“

Sea Fury reynsluflug

seafuryreynsl.jpgÍ gær var flogið hinum og þessum flugvélum á Melgerðismelum. Þröstur mætti með stæðilega rafmagnsvél og Sverrir með bensínvél. Þá var Guðjón með Cardinal sem klikkar aldrei og Þorsteinn og Kjartan með sínar klassísku. Þá bar til tíðinda er Kjartan birtist með Sea Fury vél. Þessi vél var áður knúin af rafmagni en er nú kominm eð glóðmótor. Enginn hjólabúnaður er á vélinni. Hér má sjá vídeó af fyrsta fluginu: http://youtube.com/watch?v=t9l8qzsDRZU

jappalenogaui.jpgÍslenski jappalenomaðurinn mætti á svæðið og sýndi þessum svíum að við erum engir eftirbátar þeirra í þessum málum né öðrum. Allt partur af alþjóðlegu stórgríni ættað frá Magnúsi Wesse. Læt fylgja skemmtilegt vídeo sem Gaui fann þar sem Bill Hempel flýgur klipptum Cub the hard män style. http://www.youtube.com/watch?v=tBsBKb150pM 

Birt í Fréttir | 3 athugasemdir

Cardinal æði

Gaui að setja saman cardinalÞessa dagana hefur gripið um sig mikið æði í félaginu þar sem félagsmenn fjárfesta hver á eftir öðrum í Cessna Cardinal, ítölsk plastmódel í uþb. 50% skala. Helsta einkenni þessara módela er einfaldleiki í samsetningu og styrkleiki en þeim má rúlla á jörðinni fram og til baka án þess að tjón hljótist af. Þó fara hjólastell og proppar í massavís en það er víst í lagi. Þess má geta að allir félagsmenn hafa sprautað Cardinalana sína í „camoflash“ eða feluliti á íslensku. Þetta ku vera komið af því að vilja ekki sjást vera fljúgandi svona plast-örfum þannig að þá er gripið til felulitanna! Reyndar er undirritaður nokkuð öfundsjúkur en lætur sér nægja minni vél sem kallast „Ready to“. Hún er frá sama framleiðanda og er úr plasti, alveg fyrirtaks sterkur trainer. kv Kip.

Birt í Fréttir | 73 athugasemdir

Gægst á glugga…

Neðangreind mynd náðist með því að laumast sunnan að bílskúrnum á Grísará og smella af inn um gluggann. Eins og sjá má eru þarna á ferð klónar sem aðstoða Gaua við smíðarnar og þar er sem sagt komin skýringin á smíðahraða hans! Spurning hvort þessi þarna lengst til vinstri sé síðasta afritið – hann virðist verri viðureignar en hinir…

gaui-multi1-copy.jpg

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Gægst á glugga…

Það er kominn mótor

Hér sést Árni setja mótor í Cardinalinn. Með þessu áframhaldi verður ekki langt í jómfrúarflugið.

Árni skrúfar mótorinn íÁrni skrúfar mótorinn í

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Það er kominn mótor

Grísará í janúar.

Kardínállinn kominn á lappirnar

picture-004.jpg picture-005.jpg picture-010.jpg picture-012.jpg
Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Grísará í janúar.

29. desember á Melunum

Eins og alla daga ársins var mikil umferð á Melunum!
Þrátt fyrir mannþröngina tókst að ná eftirfarandi myndum af nokkrum félögum í FMFA:

Gaui dró gömlu gönguskíðin fram.

  picture-054.jpg

Þröstur var rafmagnaður.

  Þröstur prédikaði um rafmagnsflug…

Snjórinn var blásinn af brautinni.

  picture-098.jpg

Gaui drakk of mikið kaffi!

  picture-057.jpg

Þröstur rósemin ein þrátt fyrir jólin.

  picture-076.jpg

Oberl. Gummi hafði vakandi auga með öllu, velklæddur enda nýkominn af austurvígstöðvunum!

  picture-102.jpg

Birt í Fréttir | 7 athugasemdir