Ali Machinchy að koma

Flugdagurinn á Akureyrar flugvelli verður haldin laugardaginn 21 júní með listflugskeppni fyrir hádegi og settningu flugdagsins á milli 12:00 og 13:00 . heimsklassa flugmenn verða á svæðinu og sýna listir sínar fram eftir degi og Ali verður okkar framlag til að koma okkur módelflugáhugamenn á framfæri hér á skerinu

Ekki láta þetta tækifæri til að sjá módelmann í heimsklassa fram hjá þér fara.

Það er ekki ódýrt að fá svona menn hingað til landssins og söfnun fyrir flutningi á flugvélum Ali´s hefur gengið vel og þá sérstaklega hjá sunnan mönnum. Ég hvet norðan menn til að leggja sitt af mörkum þar sem aðeins tveir norðan menn hafa látið fé af hendi rakna , ennþá.
Þeir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á reikning 542-26-120639 kennitala 530194-2139, vinsamlegast sendið tilkynningar á netfangið sofnun@frettavefur.net.

Módelfélagið óskar módelmönnum og öðrum landsmönnum gleðilegs þjóðhátíðardags.

Hér eru svo meiri upplýsingar um atburðinn http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=2054

Hér eru nokkrar myndir af Ali.

Birt í Fréttir | 51 athugasemdir

Vorbörd á Melunum

Veðrið var svo gott á Melunum í dag það það hefði mátt taka upp myndband fyrir Sigurrós! Gummi mætti með Hurricane frá YT og flaug alveg meistaralega — flottHurricane í lágflugi módel Gummi.

Birt í Fréttir | 2 athugasemdir

Fyrstu flug hjá feðgum

Feðgar á ferðFeðgarnir Finnur og Viktor flugu sín fyrstu flug nýlega og þessi mynd var tekin af þeim á Melunum í dag. Módelið sem þeir eru með er Aircore 40 með OS mótor. Þeir feðgar sameinast um Futaba fjarstýringuna og það er kominn upp metingur á milli þeira hvor flýgur betur. Við óskum þeim til hamingju emð flugið og vonumst til að sjá þá mikið og oft í sumar.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fyrstu flug hjá feðgum

Og þá voru þeir fimm !

Í dag kom Árni Hrólfur með sinn Cardinal á Melana og flaug honum og þá eru þeir orðnir fimm Cardinalarnir í þýskum felulitum, eða Kamó-Kardinalarnir, eins og sumir kalla þá.

Hérna er Árni Hrólfur fullur stolts með sína:

Árni með fimmta Cardinalinn

Og hér eru allir fimm:

Fimm Kardinálar

Fyrir þá sem vilja fá staðtölur, þá eru hér upplýsingar um mótora og stýringar:
Gaui: núna YS FZ 63 S fjórgengismótor með 11×7 spaða. Áður Jen .91 tvígengismótor. Futaba.
Gummi: Saito FA82 GK með 14×10 spaða. JR
Kjartan: YS 45 tvígengismótor með dælu og 11×7 spaða. Futaba.
Þorsteinn: OS .61 FX tvígengismótor með 12×8 spaða. JR
Árni: GMS .61 tvígengismótor með 11×7 spaða. JR

Það sem er athyglisvert er að allar vélarnar fljúga nokkuð jafn hratt, en munur á mótorunum kemur í ljós þegar reynt er að fljúga beint upp.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Og þá voru þeir fimm !

Hyrnu vinna Laugardaginn 3 Maí

Breytingarnar í Flugstöð Þórunnar Hyrnu ganga vel og eru mætingar hjá VFA. SFA. og FMFA nokkuð góðar nema hjá okkur og við þurfum endilega að bæta úr því. Mæting í morgun var kl 10:00 og unnið fram eftir degi eins og menn gátu Ásgeir Braga skellti keti á grillið og svo kom Lúlli á Yak11 og tók geðveika flugsýningu handa okkur sem sjá má á Youtube. Áfram haldandi vinnudagar í Hyrnu verða á morgun Sunnudaginn 4 maí frá kl 10:00 . Fimmtudaginn 8 Maí kl20:00 og svo á laugardaginn 17 Maí og Sunnudaginn 18 Maí kl 10:00 og ég vona að módelmenn sjái sér fært á að mæta því þetta er fyrir okkur líka og það eru ekki margir dagar eftir til að taka þátt og sýna dug því þetta mun enda fyrr enn varir.

Kveðja Gummi

http://www.youtube.com/watch?v=SXVZGZ8M75o

http://www.youtube.com/watch?v=gnQVurSPwgw

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Kardinal núme 4

Þá eru þeir orðnir fjórir, Kardinalarnir í kamóflassinu. Þorsteinn flaug sínum í dag við mikinn fögnuð. Nú er bara beðið eftir Árna með þann fimmta. Það gæti náðst í næstu viku!
Þorsteinn gerir klárt fyrir fyrsta flug

Birt í Fréttir | Merkt | Slökkt á athugasemdum við Kardinal núme 4

Yak 11 er loksins kominn og er geggjaður….

Ég var viðstaddur á mánudagskvöldið 21 Apríl þegar Yakovlev Yak-c11 sem Þorvaldur Sigurjónsson (Lúlli) keypti á dögunum kom til Akureyrar og er óhætt að segja að hér sé kominn hinn mesti dýrgripur og kemst næst því að vera hin fullkomni „Warbird“. Við módel menn verðum að fá Lúlla til að taka fyrir okkur smá flugsýningu á flugdaginn okkar í ágúst það er sko víst. Georg tók tvær myndir af mér rétt eftir að Yak-inn var lentur.

Við óskum Þorvaldi auðvitað til hamingju með gripinn

Kv Gummi

Birt í Fréttir | 114 athugasemdir

Melarnir í stand fyrir Grand!

Nú er komið að árlegu viðhaldi melanna

Hyrnunefndin hefur ákveðið að byrja tiltekt og standsetningu á BIMM næsta fimmtudags kvöld (24 APR) kl 20:00. Verkefni kvöldsins verða m.a. að klippa runna, huga að spildunni og jafnvel ráðast í niðurrif á milliveggjum, og þar með hefja þær framkvæmdir sem ræddar voru á síðasta aðalfundi.

Vinnu kvöld verða á fimmtudögum e-hvað fram í mai, og tvær til þrjár helgar í mai líka. Áætluð verklok verða fyrir „grand operning“ BIMM, seinnipart mai mánaðar.

Við skulum ekki láta á okkur standa, stjórnin hvetur alla félaga til að mæta og endilega að taka með sér verkfæri.

Við segjum því „Melarnir í stand fyrir Grand!“

Stjórnin

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Melarnir í stand fyrir Grand!

Þriðji Kardínálinn

Þá voru þeir þrír! Kjartan mætti á Melana í dag og flaug sínum Kamó Kardínála. Hann er með vetrarútlit á honum: felulitir yfirpenslaðir með hvítu. FLOTTUR !

Kjartan me Kardinal

Birt í Fréttir | Merkt | 6 athugasemdir

Meira Melaflug

Við fórum aftur á Melana í dag og nú flaug Gummi fleiri flugvélum, t.d Super Stearmann:
Stinson á flugi

Hér er svo þröstur að fljúga tveim flugvélum sem báðar eru eins, nema að önnur er lítil og gengur fyrir rafmagni, en hin er stór og er með DA 50 mótor. Hvor er hvað?
Stór eða lítil?
Þröstur að monta sig

Davíð flaug Piper Cub aftur í dag:

Davíð Freyr með Piper Cub

Og Gummi lét sér líða vel. Það er kominn tími til að fleiri geri klárt og láti sjá sig á Melunum.
Það er blíðan !

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Meira Melaflug