Knútur í Vienna

Sælir! Þótt að ég komist ekki í klúbbinn hér í Vienna allveg strax,þó að ég borgaði glaður 35.000 kr til að komast inn og geta flogið eitthvað. en málið er að hann er enn fullur.:)

En ég lét það svo sem ekki stoppa mig allveg og fór í gaungutúr til að skoða eina flugmódel búð og viti menn labbaði út úr þeirri verslunarferð með tvær þyrlur T-REX 450 rafmagns og T-REX 600 nitro og allt sem þarf til flugs nema fernsteuerung því að ég tók Spektruna mína með mér (sem er allveg frábær Auðvita)

Setti þetta samann og er ekki búinn að geta verið í rólegur síðan allt var klárt!!!!! Og í dag sprakk ég og ákvað að viðra T-REX 450 rafmagns þyrluna mína, og viti menn haldið þið að ég hafa ekki fundið auðann blett (park) hér rétt þar sem ég bý,og ekki hræður á ferðinni.

Auðvita flaug ég tvö batt sem hefðu mátt vera fleiri. En það var ekki hægt annað en að taka samann og halda heim og hlaða. þetta ætti kanski að halda manni rólegum framm að áramótum:) Hver veit.

Kv Knútur……… auf wiedersehen ………..

[flickr id=“2131111769″ thumbnail=“medium“ align=“left“]

Frábært Knútur endilega setja inn landslagsmyndir af þyrlunum á flug. Áramótakveðjur.

auf wiedersehen

Gummi

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Fundin

Það sést örlítill blettur þarna inní hringnum spurning hvort að það sé flugvélin hans Kjartans?

felumynd-litil2.jpg

Kv Gummi

Og það er rétt! En þetta er ekki vélin hans Kjartans, heldur Sveinbjörns.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fundin

Felumyndin


Hvert eru mennirnir að horfa? Hvar er flugvélin? Hver getur bent á réttan stað?

Felumyndin 
Smellið á myndina til að fá stærri útgáfu.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Felumyndin

Flugkoman 2007

Flugkoman 2007 fór vel fram þetta árið þó að veðurguðirnir hafi ekki alveg verið samvinnufúsir til að byrja með.

Vegna smá úrkomu og lágra skýja var ekki hægt að byrja flug klukkan níu eins og áætlað var. Það var ekki fyrr en rúmlega 10 sem rofaði nægilega til til að hægt væri að senda módel í loftið. Þá voru allmargir hugrakkir módelmenn mættir á svæðið og tilbúnir að setja saman. Sumir höfðu reyndar komið daginn áður og tjölduðu við Hyrnuna til að missa ekki af neinu.

Harmony Um hálf ellefu voru komnir nokkrir tugir módela á svæðið og mikið flogið. Dagskráin sem við höfðum útbúið fór aldrei í gang vegna þess að ekki var hægt að byrja á réttum tíma, en það gerði ekki mikið til, því allir fengu tækifæri til að fljúga og þó nokkur sýningarflug voru flogin. Mesta athygli vakti þotan hans Kalla. Þegar hann tók á loft með fulla inngjöf fór kliður um áhorfendaskarann. Hljóðið í módelinu var svo magnað að fólk talaði um það lengi.

Önnur módel sem vöktu athygli voru lisfflugsvélarnar hans Þrastar, hver annarri stærri, CAPinn hans Reynis, sem flaug verulega flott listflug og listflugsvélin hans Hjartar, sem hvarf í reykjarmekki hangandi á spaðanum.

Pétur og Kameldýrið Nokkrir nýliðar flugu á Melunum þetta árið og var framganga þeirra sérlega ánægjuleg. Heimamennirnir Teddi og Þórir flugu treinerunum sínum og Pétur (a.k.a. Kölski) flaug hinu margfræga Kameldýri af stakri snilld.

Áhorfendur voru álíka fjölmennir og í fyrra og Guðfinna hans Didda og fjölskyldan hans Kjartans sáu um vöfflubakstur og kaffiuppáhellingar svo að af bar. Við erum þeim sérlega þakklátir * án þeirra hefði ekkert orðið úr þessu.

Ég lýg engu ef ég segi að það hafi varla liðið tvær mínútur samfellt án þess að módel væri í loftinu allan daginn frá hálf ellefu til sex. Stundum voru jafnvel mörg módel í lofti í einu, eins og þegar Guðni og Diddi flugu tveim Big Stikkum saman í hópi tveggja eða þriggja annarra módela.

Reykingar bannaðarKlukkan sex var sendagæslu hætt og hver mátti fljúga eins og hann vildi, en þá sagði veðrið stopp, því klukkan hálf sjö rigndi eins og hellt væri úr fötu. Það er ekki ofsögum sagt, að veðrið er alltaf til fyrirmyndar á flugkomunni á Melgerðismelum.

Sjáumst aftur 9. ágúst 2008.

Myndir af Flugkomunni má sjá í myndasafninu.

(Guðjón Ólafsson, formaður FMFA skrifaði.)

spons2007flugkoma4.jpg

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugkoman 2007

Tveir nýliðar

Tveir nýliðar í félaginu hafa byrjað flug í sumar, þó að báðir hafi þeir borgað félagsgjöld í tvö ár. Þetta eru Sigurður Rúnar Ingþórsson og Sveinbjörn Daníelsson.

Siggi er búinn að fljúga mikið í sumar og orðinn mjög fær. Hann flýgur listflugsvélum af miklu kappi og er afar duglegur að fara inn á Mela, jafnvel um nætur þegar veður gefst.

Sveinbjörn er rólegri í tíðinni og er enn að reyna að ná tökum á byrjendamódelinu sínu, en gengur mjög vel.

Sigurður Rúnar Ingþórsson Sveinbjörn Daníelsson

Birt í Fréttir | 20 athugasemdir

Fjölskyldu og skerjahátíðin í Hrísey 20-22 júlí 2007

Við nokkrir félagarnir skruppum út í Hrísey laugardaginn 21 júlí til að sýna fólki módelflug að beiðni Narfa F Narfasonar, eins félaga okkar sem býr þar. Mæting var á bryggjunni á Árskógsandi kl9:00 þar sem við biðum eftir ferjunni. Narfi kom með henni og hjálpaði okkur að koma módelunum fyrir á dekki hennar og tók siglinginn yfir um 12 mín. Þar var svo öllu dótinu staflað á kerru og í sendibíl. Ekki var mikið af fólki komið í eyjuna svona snemma enn það rættist úr því. Ekið var í gegnum bæinn og upp á flugvöll í blíðviðri og við byrjaðir að fljúga um kl 10:00. Okkur tókst að hafa alltaf eina vél á lofti allt til kl 14:00 þegar norðanáttin var farin að vera býsna sterk með leiðinlegum sviftivindum við suðurenda brautarinnar. Narfi tók eitt flug með okkur en hlekktist lítilega á í lendingu og var úr leik. Fólkið kom í heyvögnum aftan í traktorum heimamanna til að fylgjast með og Elvar Antons frá Dalvík kom með dóttur sinni í heimsókn á Fis flugvél sinni. Tókum við saman dótið okkar og þegar við vorum svo að koma aftur að Árskógsandi með ferjunni þá voru hundruðir manna á bryggjunni á leið út í Hrísey. Viljum við svo þakka Narfa fyrir góðar viðtökur.

dsc04494small1.JPGdsc04495small2.JPGdsc04496small3.JPGdsc04497small4.JPGdsc04502small5.JPGdsc04509small6.JPGdsc04508small7.JPGdsc04507small8.JPGdsc04520smallelvar.JPGdsc04521small9.JPG

Birt í Fréttir | 6 athugasemdir

Flugkoma FMFA á Melgerðismelum 11. ágúst 2007

Hin árlega flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar verður haldin samkvæmt venju á Melgerðismelum helgina eftir verslunarmannahelgina, laugardaginn 11. ágúst 2007. Sendagæsla byrjar kl. 09:00 og stendur til kl. 18:00. Að venju verður boðið upp á einhvejar veitingar fyrir vægt gjald á meðan á flugkomunni stendur og síðan um kvöldið verður gómsætu kjöti skellt á grillið og það síðan borðað (kjötið, ekki grillið) við ljúfan undirleik og athyglisverðar umræður.

panorama-litil.jpg

Allir módelmenn á Íslandi og nágrannalöndum eru boðnir velkomnir.

Í ár verða teknar up tvær nýjungar. Í fyrsta lagi, þá erum við búnir að skipta deginum upp í tímabelti, sem hvert um sig tekur 15 mínútur og úthluta þeim til ákveðinna hópa innan módelgeirans. Það þýðir að viðkomandi módelflug á forgang á þeim tíma og aðrir mega ekki fljúga. Til dæmis eru byrjendur settir á milli klukkan 09:45 og 10:00. Þá er ekki ætlast til að sjóðheitir listflugkappar séu að fljúga á meðan, enda fá þeir sitt tækifæri á öðruim tímum og þá eiga byrjendur ekki að vera að þvælast fyrir. Sama á við um þyrluflugmenn og svifflugugaura.

Ef fljótlega er ljóst að enginn sem hefur forgang ætlar að nýtra sér hann, þá breytist tímabeltið í svokallað „Hvað sem er“, en þá má hvað sem er fara í loftið.

Átta sinnum yfir daginn (á heila tímanum – byrjar kl. 10:00) er sett á sýning. Hér er ætlast til að þeir sem hafa sérlega áhugaverð módel og vilja sýna hvað þau geta, geti pantað sér heilt kortér þar sem enginn annar er að fljúga og munu þá allra augu beinast að viðkomandi. Þetta getur verið listflug á sérlega stórri listflugsvél, samflug tveggja eða fleiri eða hvað annað sem gestunum dettur í hug. Dagskrána má finna neðar á þessari síðu.

Önnur nýjung sem við ætlum að prófa er listflugskeppni fyrir byrjendur. Einu kröfurnar sem gerðar eru í þessum flokki eru þær að viðkomandi flugmaður hafi byrjað að fljúga (eða byrjað aftur eftir langt hlé) fyrir ekki meira en tveim árum. Það þýðir að þeir sem byrjuðu 2005 eða síðar mega taka þátt. Flognar verða tvær umferðir klukkan 13:15 og 16:15. Skráning í keppnina getur farið fram á keppnisdegi, en lokað verður fyrir hana á hádegi. Keppnisæfingarnar eru birtar hér á vefnum.

Flugmódelfélag Akureyrar hlakkar til að sjá flugmódelkappa landsins safnast saman í góða veðrinu á Melgerðismelum.

Nánari upplýsingar varðandi dagskrá Flugkomunnar 2007 og reglur gefur Guðjón Ólafsson, formaður FMFA.

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Testflug

Þá er búið að testfljúga Harmony, enn einn arfinn í loftið, aðstoðarmaður Guðjón.
Græjan er með tveimur OS 46AX mótorum, og uppdraganlegum hjólum, í Harmony eru 8 servo.
Örfá klikk á hallastýrunum og græjan flýgur eins og engill.
Kjartan G.

HarmonyogKjartanHarmony

Video af jómfrúarfluginu:

kjartan.wmv 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Testflug

Dagur Þrjú 14 júní

Jæja þetta var nú viðburðarríkur dagur sem endaði með miklum vonbrigðum. enn nú var loks hægt að fara setja upp veggina og klára þetta.Útveggja plankarnir neðstu voru hornamældir og skrúfaðir niður á bitana í kítti svo og næstu á eftir líka. Gólf panillinn var síðan heftaður niður á bitana,þetta virtist ætla að ganga vel þegar litlu framkvæmdirnar okka voru stöðvaðar af Jósavin Byggingafulltrúa Eyjafjarðar og vildi hann fá meiri pappira yfir þetta sem er ekkert mál. Einnig stöðvaði Flug klúbbur íslands allar framkvæmdir Flugmódelfélagsins á þessu svæði , þannig að ekkert annað er hægt að gera enn að plasta húsgrunninn og allt timbrið svo að þetta verði ekki ónýtt. Vegna anna hjá okkur smiðunum þá eru verklok ekki áætluð fyrr enn seint í haust því þettað var eini tímin sem var laus .

dsc04450small.JPGdsc04454small.JPGdsc04455small.JPGdsc04456small.JPGdsc04458small.JPGdsc04459small.JPGdsc04460small.JPGdsc04462small.JPGdsc04463small.JPG

GH

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Dagur Þrjú 14 júní

Dagur tvö

Það virtist ekki mikið gerast í dag, en þó púluðum við allan daginn. Við settum músanet á undirstöðuna sem var komin, festum niður gólfbitum (sem sumir voru svo skakkir að það lá við að hægt væri að nota þá sem spaða framan á flugvélar), settum einangrun í gólfið og klæddum yfir með plasti.

Kristinn Ingi kom og negldi nokkra nagla og Sigurður Rúnar bar fúavörn á helminginn af öllu timbrinu á tvöföldum hraða. Eins og sést, þá voru nokkrar skemmdir á timbrinu, aðallega vegna lélegrar pakkningar.

dagur-2-1 dagur-2-2 dagur-2-3 dagur-s-4 dagur-2-5

dsc04437small.JPG dsc04441small.JPG dsc04435small.JPG dsc04442small.JPG dsc04447small.JPG

Birt í Fréttir | 12 athugasemdir