
Fleiri myndir á Fréttavefnum

Fleiri myndir á Fréttavefnum

Þetta er farið að verða bara flott.
Komið með pensla, dollur undir fúavörnina og módel.

Það er greinilega pláss fyrir nokkra kaffibrúsakalla á þessari verönd.

Húsið nokkurn vegin fokhelt. Takið eftir að stiginn sem Gummi og Kjartan notuðu til að byrja þakið er inní húsinu.

Vallarhúsið tekur á sig mynd
Og bara svo allir viti það, við gátum flogið líka!ú
Módelmenn nú er komið að því að klára að reisa góðærishöllina okkar á Melgerðismelum og það vantar sárlega margar hendur til að klára þetta. Laugardagur og Sunnudagur 27 og 28 Júní hafa verið ákveðnir í þetta og vinnan byrjar kl 10:00 báða morgna og fram eftir degi. Takið með ykkur verkfæri og nesti. (og flugmódel líka auðvitað)

Stjórnin
20 ár eru liðin frá vígslu Flugstöðvar Þórunnar Hyrnu inná Melgerðismelum og ætlar hinn víðfrægi Flugklúbbur Íslands að halda kaffisamsæti miðvikudaginn 24 júní kl 20:00 og eru allir flugáhugamenn velkomnir. Mætum og njótum þess að vera í sveitinni kveðja Stjórnin

GH
Fyrsti fimmtudagshittingur á Melunum var í kvöld og það verður að segjast að hann heppnaðist alveg frábærlega. Þegar við komum inneftir um áttaleitið var stólparok af norðan, 20 hnútar og ekki minnsti möguleiki að fljúga. Þá var farið í að hella á könnuna og baka vöfflur.
Þegar vöfflurnar voru búnar og farið að minnka á könnunni hafði vindinn lægt í 10 hnúta og fljótlega upp úr því skall á dúnalogn. Þá voru módelin tekin fram og flogið til klukkan að verða ellefu. Árni Hrólfur prófaði nýjan Ugly Stik, sem flaug bara frábærlega.
Fleiri myndir á Fréttavefnum. Sjáumst næsta fimmtudag með módel og góð sköp.
Nú hefur verið ákveðið að halda félagsfundi í FMFA á Melgerðismelum á hverju fimmtudagskvöldi í sumar, út águst. Við ætlum að mæta á Melunum upp úr klukkan 20:00 og fljúga ef veður og birta leyfa, en annars verður hrært í eitt vöfflumix og hellt upp á könnuna.
Látið sjá ykkur og hafið góðu sköpin og módelin með.
Hún er orðin aðgengileg frá Internetinu, vefmyndavélin í Hyrnu sem vísar í norður. Veljið „myndir“ hér að ofan og „Vefmyndavél Hyrnu“ eða hreinlega smellið hér: http://flugmodel.is/myndavel/