Og enn mjakast

Það er greinilega pláss fyrir nokkra kaffibrúsakalla á þessari verönd.

Það er greinilega pláss fyrir nokkra kaffibrúsakalla á þessari verönd.

Í dag voru ég, Kjartan, Mummi og Ásgrímur á Melunum að reyna að mjaka húsinu áfram. Það sem nú fékk áhersluna var þakið og þakpappinn. Hann er nú kominn á að mestu (nokkur blöð höfðu greinilega fokið út í buskann) og á morgun er ætlunin að klára það og gera húsið tilbúið undir fúavörn. Þeir sem vilja taka þátt mega láta sjá sig uppúr átta annað kvöld.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.