Vinnukvöld á Melgerðismelum næstu þrjú fimmtudagskvöld

Vinnukvöld í Hyrnu á Melgerðismelum næstu þrjú fimmtudagskvöld þ.e. 14., 21. og 28.maí.
Vinsamlegast hafið með ykkur pensla því klára skal að mála girðinguna ef veður leyfir, einnig á að bera á pallinn og klára að panelklæða austurhliðina inní Hyrnu.

Sýnið nú sannan félagsanda og mætið því hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa.

Ekki eru fyrirhuguð fleiri vinnukvöld en þessi.

Hyrna 2008

Stjórn Flugklúbbs Íslands

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Vinnukvöld á Melgerðismelum næstu þrjú fimmtudagskvöld

Vel heppnuð módelsýning

Módel í miðjum salnum

Módel í miðjum salnum

FMFA tók á helginni þátt í sýningu á Flugsafni Íslands, annars vegar vegna 10 ára afmælis safnsins, sem var 1. maí, og hinsvegar vegna eyfirska safnadagsins, sem var 2. maí. Hátt á fimmta þúsund manns komu í safnið þessa tvo daga og höfðum við mikið að gera við að útskýra fyrir fólki hvernig módelin virkuðu, hvernig þau væru smíðuð og hvernig þeim er stýrt. Vonandi fáum við einhverja nýja meðlimi í félagið vegna þessa, en almenningur er orðinn mun meðvitaðri um hvernig flugmódel líta út eftir þessa helgi.

Myndir hérna!

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Vel heppnuð módelsýning

Sumardagurinn fyrsti 23 Apríl 2009

Góð mæting var á Melgerðismela í morgun og mættu fyrstu menn um kl 8:00. Vindur var að suð suð vestan 8-10 knútar og snérist síðan í norðan átt þegar leið á daginn og það glitti í sólina af og til.  Frábær mæting var og voru um 20 módel saman kominn við flugbrautina.

dsc05992small1

Til hamingju með daginn.

Myndir Hér

Vídeó Hér

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Sumardagurinn fyrsti 23 Apríl 2009

Loksins hægt að fljúga á melunum

Mættum nokkrir flugmódelmenn um hádegisbilið og flugum í nokkra klukkutíma. Fínt veður var á okkur með þó nokkrum suðvestan strekkingi (um og yfir 10 knots) en allir í kuldagöllum svo það sakaði ekki Gaui test flaug Kwik Fli sem tókst með ágætum. Sveinbjörn flaug trainernum sínum og víð Kjartan vorum með Cardinal-ana okkar. semsagt frábær dagur.
dsc05943small

Vídeó hér

Myndir hér

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Loksins hægt að fljúga á melunum

Skemmdir á brautinni

Þegar ég kom á Melana í morgun blasti þetta við:

Ljótt að sjá

Ljótt að sjá


Einhver hafði ekið yfir brautarendann hjá okkur of gert djúp för í hann. Þetta er auðvitað algerlega bannað og enginn ætti að aka utan vegar, sérstaklega núna þegar Melarnir eru svona mjúkir.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Skemmdir á brautinni

Messerschmitt Me410 Plastmódel

Sælir Jæja þá er Chuck nokkur Wojtkiewicz frá Los Angeles, byrjaður aftur með nýtt plastmódel í 1/48 scalanum. Messerschmit Me410 og nýja karektera sjá mynd,hann er búinn að setja inn slatta af myndum og það verður spennandi að fylgjast með þessu hjá honum þar sem hann ætlar að setja inn póst á hverjum Sunnudegi á næstuni. (Mánudögum hjá okkur vegna tímamismunar)

Höf: Gummi

Birt í Fréttir | 6 athugasemdir

Aviator á Melunum

[flickr id=“3373080478″ thumbnail=“medium“ align=“left“]
Jómfrúarflug
fór fram á Melunum í dag á Aviator40, lítil vél gerð fyrir 0.40 mótor en í henni er 0.46 OS AX mótor. Eigandi vélarinnar er Pétur Ívar Kristinsson. Það voru 20 hnútar þegar flugið fór fram en allt fór það vel. Vegurinn að vellinum er með versta móti og sennilega best að láta það vera að keyra hann vegna myndunar hjólfara. Það þyrfti að gera uppbyggðan veg norður-suður kaflann frá Hyrnu að módelafleggjaranum. Við fengum óvænta fylgd tveggja F-16 orustuþotna á leið okkar inn á Melgerðismela sem var flott. Kv, KIP

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Aviator á Melunum

Nýtt á vefnum

[flickr id=“3324078796″ thumbnail=“medium“ align=“right“]
Myndir af Flugkomuni 2005 eru komin inn. Sjá tengil að ofan „Flugkoman 2005“ ásamt nokkrum vídeóum. Ég setti líka inn slóð á frábæran smíðaþráð sem er um SBD2C Helldiver plastmódel í 1/48 scala. Smáatriðin hjá þessum módelsmið eru þvílík að orð fá engu lýst. Hann byrjar að skreyta og skrifa inná myndirnar á þriðju síðu sem gerir lesninguna fyndna og skemmtilega. Höf Gummi

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Nýtt á vefnum

Hvað þarf marga módelmenn til að …?

Hvað þarf marga ....

Hér eru nokkrir módelmenn að sameinast um það að setja saman eldsneytistank.
Er hægt að nota fleiri?

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Hvað þarf marga módelmenn til að …?

Hvað þarf marga flugmódelmenn til að negla einn nagla?


Mummi og Gaui taka fyrstu handtökin í næsta warbirdverkefni að Grisará.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Hvað þarf marga flugmódelmenn til að negla einn nagla?