Húsið nokkurn vegin fokhelt. Takið eftir að stiginn sem Gummi og Kjartan notuðu til að byrja þakið er inní húsinu.
Það er ekki langt í það að húsið verði klárt. Í gær settu Gummi og Kjartan þakið á húsið og Árni, Óli og Gaui settu sólpallinn á. Á morgun ætti að komast langt með að ljúka því sem hægt er að ljúka núna. Ef margmenni mætir, þá er jafnvel hægt að taka til í kringum húsið líka.