AÐALFUNDUR

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 1. febrúar klukkan 20:00 í Flugsafninu á Akureyrarflugvelli.

Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.

Kaffi og meððí, ný módel til sýnis og hugsanlega einhver skemmtiatriði.

Mætum allir og drögum aðra áhugasama með.

stjórnin

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við AÐALFUNDUR

Balsa land í Byko

Nú geta módelsmiðir á Akureyri og nærsveitum komist í góðan lager af Balsa viði á góðu verði. Kjartan Guðmundsson okkar maður er búinn að koma upp smá Balsa útibúi í BYKO þar sem hann vinnur og sér um að lagerinn aldrei tæmist.
Þetta eru Balsa plötur og ferkanntaðir renningar sem eru 1 meter á lengd sjá Myndir.
Dæmi um verð:
3mm x 100mm x 1000mm balsa plata kostar 241 krónur
6mm x 100mm x 1000mm balsa plata kostar 423 krónur
8mm x 100mm x 1000mm balsa plata kostar 551 krónur
5mm x 8mm x 1000mm balsa ferkanntur kostar 108 krónur
8mm x 8mm x 1000mm balsa ferkanntur kostar 120 krónur
10mm x 10mm x 1000mm balsa ferkanntur kostar 133 krónur

Messarinn

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Balsa land í Byko

Góður dagur á Melunum

Kardínálinn hans Kjartans

Nýr Kardínáli

Félagsmenn voru boðaðir á Melana í dag til að dytta að húsinu okkar fyrir veturinn og reyna að fljúga. Átta fræknir módelmenn mættu á staðinn, þar af fjórir með módel. Það var ekki mikið sem þurfti að gera við húsið, enda voru Gummi og Kjartan eiginlega búnir með það allt þegar aðrir komu. Þá var bara farið að fljúga, enda logn fram undir hálf fjögur. Kjartan prófaði nýjan Kardínála, sem auðvitað virkaði fínt. Svo var bara skellt í nokkrar vöfflur og málin rædd. Góður dagur.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Góður dagur á Melunum

Júlíkvöld á Melgerðismelum.

Hérna er stutt „myndband“ frá skemmtilegu kvöldi á Melunum í júlímánuði.

Smellið hér!

Myndavélin er nauðavenjuleg Samsung jammvasavél í eigu dótturinnar – merkilegt hvað hægt er þó að gera með svona litlum vélum.

Árni H

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Júlíkvöld á Melgerðismelum.

Næst-síðasta klúbbkvöldið

Næst síðasta klúbbkvöldið heppnaðist einstaklega vel þó ekki væri hægt að fljúga neitt. Gummi hrærði upp í nokkrar vöfflur og við sötruðum kaffi og sögðum sögur fram eftir kvöldi. Vonandi verður jafn góð mæting næst þegar síðasta klúbbkvöldið á Melunum verður þetta árið – og jafnvel hægt að fljúga !

Gummi bakar vöfflur

Gummi bakar vöfflur

Drukkið kaffi

Við hinir drukkum kaffi

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Næst-síðasta klúbbkvöldið

Styrktaraðilar Flugkomunnar 2010

Flugmódelfélag Akureyrar þakkar eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn:

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Styrktaraðilar Flugkomunnar 2010

Flugkoma 8. ágúst 2010

Flugdagurinn okkar var haldinn 8. ágúst sl. og tókst með ágætum. Þáttaka var í minni kantinum þetta árið en dagurinn byrjaði með rigningu í logni mest allan morguninn og sátum menn hjá sér þangað til stytti upp um kl. 11:00 og flugsýningin hófst.

Menn voru duglegir að fljúga módelum sínum og nánast flugmódel sleitulaust í loftinu til 17:00. Lognið og blíðan hélst allan daginn og fram á kvöldið og við Grilluðum svo í lokin um kl. 20:00, 40 skammta í 28 manns þannig að óhætt er að segja að enginn hafi farið að sofa svangur.

FMFA þakkar öllum sem tóku þátt í þessari frábæru skemmtun og þakkar sérstaklega  félögum sínum í Flugmódelfélaginu Smástund, Flugmódelfélaginu Þyt og Flugmódelfélagi Suðurnesja fyrir komuna.

Myndir komnar á myndasíðuna.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugkoma 8. ágúst 2010

Árleg flugkoma FMFA

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Árleg flugkoma FMFA

Þjóðverjinn náði mér

Skrapp inn í Hyrnu til að ganga frá routernum, sendinum, síma og rafmagnstengil á vegginn aftur og til að koma Internetmálum í gott lag. Það er gjört en þráðlausa myndavélin er kaputt og þarf ég að taka hana með mér til Akureyrar og stilla þar upp á nýtt. Tók nokkur flug á P-51D Mustang áður en ég fór en var svo skotinn niður af Messerschmitt Bf 109. Ég sá Mersserschmittinn aldrei. kv, KIP

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Þjóðverjinn náði mér

Flogið í blíðunni

Í dag var hlýtt og gott á Melunum – mikið flogið og spjallað.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flogið í blíðunni