Viðgerð á vallarhúsi FMFA og leitin að Kassos

Kjartan og Guðmundur fóru inná Melgerðismela í dag með kósangas kút og brennara til að bræða niður tjörupappan á þakinu. Sólskin og hiti lék um okkur nema að það var 20 knúta suðsuð vestan rok svo við nenntum ekki að setja saman módelin okkar til að fljúga.
Um síðustu helgi þegar grand opening var í Hyrnu þá barst í tal sagan um stríðsflugvöllinn „Kassos field“ sem eru Melgerðismelar, Amerikanarnir nefndu flugvelli sína eftir föllnum flugmönnum. John G Kassos fórst á Melgerðismelum í Bell P39 Airacobra þegar hann crassaði í hólunum um 1000 metra frá flugbrautinni okkar í svarta þoku.
Við Kjartan ákváðum að reyna að finna staðin sem flakið átti að hafa legið.Eftir að hafa strunsað fram og aftur um svæðið þá var afraksturinn ekki mikill,
smá álbútur kramin bremsurör (giska ég á) og skothylki frá 1941 sjá mynd. enn einnig fundum við svaka stóran dósa haug sem virðist vera gamlar olíudollur.
tímin leið hratt frá okkur þannig að við gátum ekki rannsakað svæðið lengur og fórum við heim.

Sjá fleiri myndir hér

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Viðgerð á vallarhúsi FMFA og leitin að Kassos

Grand Open á Melunum á laugardag

Grand Open á Melunum sem átti að vera laugardaginn 22. maí, verður haldið þann 12 júní n.k. Ástæða þessarar frestunar á opnun var sú að verið var að vinna í nauðsynlegum endurbótum á norðurgafli Flugstöðvar Þórunnar Hyrnu.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Grand Open á Melunum á laugardag

Frábær fyrsti fimmtudags fundur

Gremlin flaug

Það var sannarlega veður til að fljúga í gærkvöldi á fyrsta fimmtudagsfundi inna Melum. Þegar við mættum uppúr átta var um 15 til 20 hnúta vindur, en hann lægði fljótlega og það varð alveg dauða-logn alveg fram undir 11 þegar við fórum.

Átta módelkallar höfðu það gott og flugu sig hása. Árni Hrólfur flaug Gremlin í fyrsta sinn og hann var svi hrifinn að hann brosti hringinn eftir flugið. „Nýji“ Trainer 60 sem Ásgrímur á flaug eins og draumur og hann tók í og flaug honum nokkra hringi.

Skoðið frekari umfjöllun um kvöldið og myndir á spjallvef módelmanna á Fréttavefur.net.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Frábær fyrsti fimmtudags fundur

Fimmtudagar á Melunum

Das Ugly Stick

Das Ugly Stick

Jæja, þá er sumarið (vonandi) komið. Nú ætlum við að hafa þetta eins og í fyrrasumar og hittast á Melgerðismelum á fimmtudagskvöldum klukkan 20:00. Ef það er veður til að fljúga, þá fljúgum við af krafti á meðan dagsbirtan leyfir. Ef ekki er veður til aðfljúga, þá bara gerum við eitthvað annað: hellum á kaffi, opnum poka af kleinum, dittum að skúrnum okkar o.s.frv.

Sjáumst á morgun.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fimmtudagar á Melunum

Hyrnan að klárast

Kjartan og Gummir mála ofarlega

Þá er að draga að verklokum í Hyrnunni. Það er búið að mála tvær umferðir af hvítu og eina af gráu. Nu vantar bara eina (hugsanlega tvær) umferðir í viðbót og Hyrnan er mönnum bjóðandi í sumar.

Ágætis flugveður í dag.

Þegar við vorum búnir að mála í dag, þá flugum við nokkur flug í smá strekkingi milli þess sem fallhlífarstökkvarar svifu yfir okkur.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Hyrnan að klárast

Flugstöð Þórunnar Hyrnu farin að fúna.

Í dag mætti vaskur hópur frá Flugmódelfélaginu fram á Mela til þess að skipta um nokkrar fúaspýtur í Hyrnu. Þegar farið var að rífa kom hins vegar því miður í ljós að fúaskemmdirnar voru orðnar mun meiri en búist var við þannig að meiri aðgerða er þörf.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugstöð Þórunnar Hyrnu farin að fúna.

Módelflug og fornleifa leiðangur Sunnudaginn 9 Maí

Einhverjir flugmódel menn voru búnir að vera á melunum á undan okkur, Guðmundi og Tómasi enn við komum c.a. kl 14:00 og þá var norð austan stinnings kaldi,10 til 15 knútar og ekki sála sjáanleg.Þegar leið á daginn minnkaði vindurinn niður fyrir 10 knútana og var frábært að fljúga þá. Veðrið var svo gott að við ákváðum að fara í fornleifa leiðangur uppá kambana til að skoða rústirnar frá því úr stríðinu. Hörður Geirsson var búinn að segja mér frá flugvélaflaki úr stríðinu og áttu að vera einhverjir bútar eftir úr flugvélinni þarna. ekki fundum við neitt af því og flest allt frá tíma hersins þarna að hverfa. Frábær dagur á Melgerðismelum og fórum við heim glaðir í lund kl 18:30

Hérna eru svo allar myndirnar sem við tókum

Kveðja Gummi og Tommi.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Módelflug og fornleifa leiðangur Sunnudaginn 9 Maí

Viðgerð á Hyrnunni 16. maí

Sunnudaginn 16. maí verður unnið við að lagfæra norðugafl Hyrnu.

  • Smári sér um að redda vinnupöllum hjá Óla
  • Svenni kemur með sögina sína fínu
  • Kjartan sér um timbur, skrúfur, nagla og fúavörn sem og annað úr BYKO
  • Georg sér um að koma með kaffinu eða vöfflubakstur
  • Gummi verður skemmtilegur!!
  • Guðjón sér um að kyssa á bágtið þegar Kjartan lemur á puttann á sér!!
  • Allir komi með verkfæri
Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Viðgerð á Hyrnunni 16. maí

Flogið á Melgerðismelum 5. apríl 2010

Um hádegið var hægur norðan andvari og hiti um frostmark þannig að ákveðið var að fara á Melana og viðra flugmódel og flugmenn eftir veturinn. Það var hins vegar eins og við manninn mælt, þegar allt var klárt jókst norðanáttin og hríðarélin stungu í augun. Þrátt fyrir kulda og hríð voru samt flogin nokkur flug sem tókust í flesta staði nokkuð vel.

Gremlin frumflogið stutta vegalengd! (Youtube)

Sjá líka á fréttavefnum: www.frettavefur.net

ÁHH

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flogið á Melgerðismelum 5. apríl 2010

Nýjustu fréttir

Flugmódelfélagið var að eignast að gjöf tvo stóra rafgeyma til að hafa á Melgerðismelum og nota við að starta flugmódelum og hlaða batterýin. Þessir rafgeymar eru gjöf frá KFJ Kranabílum (Stjáni Júl) og eigum við von á tveimur til viðbótar. Þó að þeir séu orðnir slappir við að starta stórum 500 hestafla trukkum þá duga þeir vel í að koma í gang 2 hestafla glóðarhaus mótorum. FMFA þakkar Kristjáni Júlíussyni vel fyrir hugulsemina.

GH

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Nýjustu fréttir