Laugardagur 23 Apríl

Ótrúlegt enn satt þá var stafalogn á Melgerðismelunum í gær sem við nýttum eftir bestu getu. SMS-inn flugu á milli og vorum við Kjartan og Gummi mættir inn eftir um 12 leitið. Fyrir voru og byrjaðir að fljúga,Sveinbjörn, Árni, og Mummi. Árni og Kjartan voru síðar í loftinu þegar vindurinn rauk upp allt í einu að Austan þvert á brautina (um 20 knots) og áttu þeir skemmtileg flug og lendingar sem tókust bara vel. Þá var ekkert að gera nema fara inn í Hyrnu og hita sér kaffi og spjalla , og þegar við vorum að fara þá datt aftur í dúna logn og flugum við aðeins meira . Melarnir eru nánast orðnir þurrir og hægt að keyra veginn án þess að sökkva í drullu. Frábær dagur.

 

 

 

 

 

Kv Gummi

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Smíðakvöld í slippnum

Mætum nokkrir á flugmódel fund í Slippnum í kvöld og dunduðum við smíðar og flugvéla umræður. Kjartan er að setja saman X-it svifflugs væng , Ég er að gera upp gamla trainerinn minn Nova 40.  Þorsteinn kom og talaði um Farmhand flugvélina sína sem hann er að setja saman heima hjá sér. Ólafur er byrjaður á að saga út rifin í Cessna L-19 Birddog flugvél sem hann er að smíða eftir teikningu.

Kv Gummi

Birt í Fréttir | 7 athugasemdir

Sunnudags flug á Melgerðismelum

Skruppum inn á Melgerðismela um 11 leitið í gærmorgun þar sem það gerði frost um nóttina og jörð var frosinn (engin drulla). Þorðum samt ekkki að keyra alla leið að flugbrautinni þannig að við skildum bílinn aftir á veginum og löbbuðum með draslið á völlinn sem betur fer því þegar við fórum aftur heim um 14:30 þá var komin þíða í jörðu. Ekki var hægt að biðja um betra veður til módelflugs og algert logn var allan tíman sem við vorum þarna og skemmtum okkur konunglega með Cardinálana. Sendum SMS á liðið enn Árni var sá eini sem svaraði
Kv Gummi og Kjartan

 

 

 

 

Smá myndband

 

Kv. Gummi

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Sunnudags flug á Melgerðismelum

Melar suðvestan 13 hiti 2 gráður kl 14:00

Skruppum inná Melgerðismela Guðmundur og Kjartan til að kanna aðstæður,með 2 módel enn vindurinn var suðvestan 25 knútar svo ekkert varð úr flugi. Við kíktum inn í Hyrnu og þar var allt í góðu standi, þar inni eru 2 músagildur og í þeim voru 2 uppþornaðar mýs. Við spenntum upp gildrunar aftur og löbbuðum að vallar húsinu okkar sem einnig var í góðu standi. Veruleg bleyta er yfir öllu og frost ennþá í jörðu svo ekki er ráðlegt að keyra neitt um svæðið.

 

 

 

 

 

 

Kv Gummi

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Smíðaaðstaða komin

Þá er komin upp aðstaða fyrir félagsmenn FMFA í húsnæði Siglingaklúbbsins í Slippnum þar sem hægt er að smíða og setja saman flugmódel. Nokkrir hraustir félagsmenn mættu í dag og settu saman borð sem sex manns geta smíðað við. Siggi á Grenivík kom með hillustæður sem hann átti og þær voru líka settar upp. Sex félagsmenn eru þegar búnir að panta pláss og þarna er líka aðstaða til að halda félagsfundi og námskeið. Nú verður spennandi að fylgjast með því sem smíðað verður þarna niður frá.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Smíðaaðstaða komin

Félagsfundur Fimmtudag 17 Mars

Mætum allir á fimmtudags fund í nýju aðstöðunni okkar í slippnum.
Ræðum hvernig við setjum upp aðstöðuna og Gjaldkeri útbýttir lyklum til þeirra sem ætla að leigja vinnuaðstöðu.

Kv Gjaldkeri FMFA

 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Félagsfundur Fimmtudag 17 Mars

Félagsfundur 10.03.11

Félagsfundur í Flugmódelfélagi Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 10. mars klukkan 20:00 í húsnæði Siglingaklúbbs Akureyrar við Krossanesbraut. Hægt er að leggja bílum á bílastæði sunnan við húsið og ganga inn að sunnan.

Á fundinum verður rætt hvort félagið á að taka á leigu herbergi í húsinu sem aðstöðu fyrir félagið og einhverja félagsmenn sem vantar smíðaaðstöðu.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Félagsfundur 10.03.11

Lögmál Murphy’s

Það er ekki alltaf sem allt gengur sem smurt á Melunum! Á milli jóla og nýárs átti að nýta stutta skammdegisbirtuna til flugs en frostið reyndist of mikið.

[kml_flashembed movie="http://www.youtube.com/v/Jte6sp8V92s" width="425" height="350" wmode="transparent" /]

Birt í Fréttir | 44 athugasemdir

Fyrsta flug ársins

Árni Hrólfur og Mummi skruppu á Melana í gær með Cardinal og flugu nokkur flug í sæmilegum hita og logni. Ekki hefur gefið til flugs fyrr og varla hægt að segja að Melarnir séu tilbúnir fyrir umferð, enda átti Árni í vandræðum með að ná Cardinal á loft upp úr pollunum og drullunni.

Birt í Fréttir | 4 athugasemdir

Aðalfundur 2011

Nokkrir fundarmenn spjalla

Aðalfundur FMFA var haldinn í Flugsafni Íslands í gær, 1. febrúar. Mjög góð mæting var á fundinn og góðir gestur komu einnig. Eftir venjuleg aðalfundarstörf sýndi Sveinn Ásgeirsson okkur skipulag á Melunum og hvernig skýlið hans verður staðsett og byggt og Hörður Geirsson flutti fyrirlestur með myndum um Geysisslysið og þátt Akureyringa í björgun áhafnarinnar.

Lesa fundargerð aðalfundarins

Sjá myndir af aðalfundinum

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2011