Í dag var haldin flugkoma í Filskov í Danaveldi. Þegar betur er að gáð sést bregða fyrir kunnuglegu andliti á einni myndinni. Jú, þarna er fulltrúi FMFA í DK lifandi kominn og farinn að spá í smíði og veðranir á dönskum herflugvélum.
Hægt er að lesa meira um þessa flugkomu hér: http://modelflyvning.dk/forum/showthread.php?t=51443
Birt íFréttir|Slökkt á athugasemdum við Warbirds Over Filskov 2011
Flugkoma FMFA gekk vel og fjöldi flugmanna með mýmörg módel mættu til leiks. Veðrið var þokkalegt, norðan 8 – 14 hnútar, hálfskýjað og ekki of kalt. Vegna vindsins var minnstu froðuflugvélunum ekki flogið en annars var flogið linnulítið allan daginn. Ein brotlending átti sér stað þegar Hjörtur Björnsson reif stýrifletina af Magnum í hröðu framhjáflugi með stórbrotnum afleiðingum. Um kvöldið var svo grillað í húddinu á gamla Fordinum hans Björgúlfs eldri og deginum skolað niður með ýmsum guðaveigum, óáfengum sem áfengum.
Þegar tölur um flugmenn senda og módel eru skoðaðar, þá koma ýmsar skemmtilegar staðreyndir í ljós. Við slógum tölu á módelin upp úr miðjum degi og þá voru um 50 módel á svæðinu, þó þeim hafi nú ekki öllum verið flogið. Að meðaltali kom hver flugmaður með 2 módel, því 25 nöfn var að finna á listanum okkar. 31 sendir var skráður inn og af þeim voru 15 á 35 MHz, 15 á 2,4 GHz og einn á 40 MHz. Þetta er líklega í síðasta sinn sem 2,4gig verða færri en 35-40 MHz.
Flugmódelfélag Akureyrar þakkar þeim fyrirtækjum sem lögðu sitt af mörkum fyrir flugkomuna.
Hér má svo sjá stutta samantekt lifandi mynda af mannlífi og módelum á Melgerðismelum:
Flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar 2011 verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 6. ágúst. Flug byrjar klukkan 09:00 og endar klukkan 18:00.
Allar gerðir flugmódela frá gömlum tvíþekjum upp í nýtísku þotur, frá byrjendavélum upp í listflugvélar.
Veitingar seldar á staðnum. Grill um kvöldið.
Það fór lítið fyrir módelflugi í gærkvöldi vegna þess að Vélflugfélagið var með lendingarkeppni og það var bara of gaman að fylgjast með þeim reyna að lenda á 0-línunni til að vera að stússa me módelin. Við ætluðum svo að fljúga þegar þeir voru búnir, en þá var bara svo hvasst að það freystaði manns ekki. Kristinn Ingi lét sig þó hafa það, en annað hjolið á módelinu hans datt af í flugtakinu, svo allir biðu með eftirvæntingu eftir lendingunni. Hún tókst þó óaðfinnanlega og hjólið og módelið verða sameinuð á ný og fljúga aftur síðar.
Kjartan Guðmundsson skrapp inná mela síðasta mánudag og tók til í vallar húsinu okkar og setti saman nýju hillurnar, einnig hreinsaði hann og málaði handriðin sem áður voru þakin af fugladriti. kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Flugdagur Vélflugsfélags Akureyrar tókst með ágætum Laugardaginn 25 júní 2011. Margar myndir og vídeó tekin og meðal þess er þetta vídeó af Yak 52 TF-BCX, gangsetning og keyrir af stað. Þessi flugvél er með 9 sylendra 360 hestafla stjörnuhreyfli og flottara vélarhljóð er varla til. Flugmaður er Snorri Bjarnvin Jónsson.
Nú ætlum við að hafa fundi á hverju fimmtudagskvöldi á Melgerðismelum. Ef veðrið er gott, þá verður hægt að fljúga, ef veðrið er ekki gott, þá fáum við okkur kaffi og kex í Hyrnunni.
Sjáumst á Melunum á fimmtidögum í sumar.
Birt íFréttir|Slökkt á athugasemdum við Fimmtudagsfundir á Melunum
Aðstæður voru ekki eins og best var á kosið en samt var flestu tiltæku flogið og testflogið þrátt fyrir 15 – 20 hnúta vind. Tveimur Farmhand og einni Me109 var testflogið með ágætum árangri og einnig var öðrum vélum flogið í gríð og erg.
Gremlin flaug eftir hrakfarir síðasta sumars og virkaði vel eftir að hafa þegið ný líffæri úr ýmsum áttum.