Melarnir 23. nóvember

Gummi með nýja módeliðVið skruppum á Melana í dag í heljarinnar kulda. Kjartan Gummi og Þorsteinn flugu Kardinálum og Gummi prófaði nýtt módel, gulan Jakka. Sjá fleiri myndir á spjallvef flugmódelmanna.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Melarnir 23. nóvember

Í gegnum snjó og hríð…

Þrátt fyrir snjókomu og fannfergi skyrrist nýliðinn Mummi ekki við að vaða snjóinn í klof til þess að komast í balsakikkið í ónefndum skúr einhvers staðar á Norðurlandi…

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Í gegnum snjó og hríð…

Kaffikvöld á fimmtudögum

Kaffi á GrísaráNú eru byrjuð aftur kaffikvöld heima hjá formanninum á fimmtudagskvöldum og eru allir félagsmenn velkomnir að koma eftir klukkan 20:00 og fá sér kaffi og ræða flugmódel í bílskúrnum á Grísará. Árni Hrólfur og Jón Guðmundur, nýr bróðir í flugi hafa undanfarið setið einir að kaffinu á Grísará og Jón Guðmundur, eða Mummi, er langt kominn með a setja saman einn Das Ugly Stick, þó hann hafi aldrei flogið flugmódeli nema á tölvuskjá og í draumum sínum. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar, þá er áhuginn mismunandi, þar sem Mummi gefur sér ekki tíma til a líta upp úr Ugly Stick smíði en Árni geispar oní kaffibollann sinn.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Kaffikvöld á fimmtudögum

Mela slúttið Laugardaginn 27 September

Jæja þá er komið að því!  Við höldum melaslútt laugardagskvöldið 27 sep, mæting í Flugstöð Þórunnar Hyrnu upp úr kl.20.00.  Mætum öll og sláum við frábærri mætingu síðasta árs og sem áður… allir velkomnir/ar, sama hvar í sportinu þeir/þær eru staddir/stödd.. vélflug, svifflug eða módelflug.. allir deila nú einu sinni svipaðri dellu. Boðið verður upp á grill og eitthvað til að koma því niður með. Og svo… ALLIR AÐ MÆTA!!

(texti stæltur og stolinn af síðu Vélflugsmanna  ) Það var mjög gaman í fyrra og ég mæti sko aftur núna

kveðja Gummi

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Mela slúttið Laugardaginn 27 September

Skemmtileg flugatvik

Helgin 30. til 31. ágúst var sérlega skemmtileg á Melunum og það urðu nokkur skemmtileg flugatvik. Cardinalarnir skutu niður tvær vélar:

Spittfire í valnum Pitts bítur drulluna

Diddi reyndi að fljúga sláttuvél og Þorsteinn hallaði undir flatt.

60 CC og fjögurra blaða spaði Hægri slagsíða

Fleiri myndir á umræðuvef Fréttavefsins.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Skemmtileg flugatvik

Skemmtileg flugkoma

Það voru allir smmála um að flugkoman 2008 hafi verið afar skemmtileg. Það var næstum aldrei hlé á flugi og 30 flugmenn með hátt í 100 flugmódel gerðu heimsóknir fjölmargra gesta áhugaverðar og spennandi. Hér eru nokkrar myndir af Melunum. Fleir myndir má sjá á umræðuvef flugmódelmanna á Fréttavefur.net.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Skemmtileg flugkoma

Loksins flaug hún

Glens Cap flaug loksinsKjartan flaug Cap módelinu sínu loksins í dag eftir að vera búinn að raða því saman í hátt í tíu ár. Það er styst frá því að segja að það flaug alveg frábærlega, var dálítið viðkvæmt á stýrunum, en var stöðugt og fallegt á flugi

Til hamingju Kjartan

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Flugkoman 2008

Flugmódelfélag Akureyrar býður módelmönnum landsins og öðrum áhugamönnum um flug til módelflugkomu á Melgerðismelum laugardaginn 9. ágúst.

Melarnir úr loftiÍ þetta sinn ætlum við að færa flugsvæðið aðeins suður eftir Melunum og staðsetja það austan við flugstöð Þórunnar hyrnu (sjá mynd). Ástæðan er sú að nú er búið að setja Hyrnuna í svo gott stand að við getum notað hana sem bækistöð í stað þess að setja upp tjald. Þar verða seldar vöfflur og kaffi og grillað verður um kvöldið á pallinum.

Tjaldstæði verður sunnan við Hyrnuna eins og venjulega og bílastæði fyrir gesti og gangandi norðan og austan við hana. Gemslusvæði fyrir módel verður afmarkað með gyrðingu eins og áður og tjald fyrir sendagæslu verður staðsett við pittinn. Uppsetning á flugsvæðinu verður þannig að hægt verður að leggja út teygjur eða spil fyrir svifflugur samsíða flugtaksbrautinni.

Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar flugkoman byrjar:

  • Sendagæsla byrjar klukkan 09:00 og flugmenn eru hvattir til að afhenda senda sína eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir óhöpp. Þetta á líka við um senda á tíðninni 2,4 gHz, þar sem það sést ekki úr fjarlægð á hvaða tíðni sendir er og það getur orsakað óþægindi fyrir aðra að vita af sendum utan gæslu.
  • Módel skal geyma á sérmerktum svæðum sem staðsett eru vestan við startboxið. Þannig geta áhorfendur skoðað módelin handan girðingar án þess að eiga á hættu að ganga á þau.
  • Hver flugmaður verður að hafa aðstoðarmann með sér sem getur sagt honum til um það sem er að gerast annars staðar og aðstoðað hann við að færa til módel og starttæki fyrir og eftir flug. Ætlast er til að flugmenn eða aðstoðarmenn fjarlægi módel og starttæki úr startboxinu þegar flugi er lokið.
  • Ekki má ræsa mótora nema módelið sé statt í startboxinu. Módelum má aðeins aka á merktri braut á milli flugbrautar og startsboxins. Aðstoðarmaður skal þá vera til taks til að hafa hemil á módelinu og forða árekstrum.
  • Flugmenn skulu standa á hliðarlínu flugbrautar á meðan þeir fljúga. Þeir skulu bara fljúga yfir flugbraut og austan megin við hana. Þegar tvö eða fleiri módel eru á lofti í einu skulu allir fljúga sama umferðarhring.
  • Algerlega er bannað að fljúga yfir sýningarsvæði, startbox og bílastæði.
    Eftir flug verður að drepa á mótor þegar módel kemur inn í startboxið.

Við sjáumst á Melunum.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Flugkoman 2008

Nýjasta djásnið í flugflota GH Flugwerk

GH flugverk hefur fjárfest í forláta P51 Mustang smíðaðan eftir Meistara Skjöld Sigurðsson og reynt verður að gera hann flughæfan fyrir flugdag módelfélagsins í Ágúst ef tími vinnst til

Ég sá Richard Rawle fljúga þessum Mustang á Cosford 2004 og féll kylliflatur fyrir honum þá. (Mustang-num sko) Hérna stend ég með hann.

Kveðja Messarinn

Birt í Fréttir | 2 athugasemdir

Nokkrar myndir frá heimsókn Ali Machinchy

Ali setur TurboRaven saman.
Flottur túrbóproppur!
Lagt af stað (einhverra hluta vegna voru engar flugmyndir í fókus...)
Drepið á túrbínunni.
Flogið inn í miðnætursólina.
Propphang.

Svo var flogið á flugdeginum á Akureyrarflugvelli. Það náði svo sannarlega athygli áhorfenda, svo ekki sé meira sagt!

Birt í Fréttir | 10 athugasemdir