Dagur eitt

Jæja þá erum við loksins byrjaðir á félagsheimilinu á melunum. Dagurinn byrjaði á því að fara í Býkó og Húsó að ná í það sem vantaði í grunninn, -Timbur, steypu, steypuhrærivél og ýmislegt fleira. Hann Knútur okkar Henryson var búinn að grafa fyrir undirstöðunum um síðustu helgi með Bobcat gröfu, svo næst var að steypa undirstöðurna í 12 stk 350mm hólka og stinga 100x100x1500mm sólpalla staurum í þá fyrir grindina undir húsið. Ekkert af þessu fylgir með þessu bjálkahúsi „LilleVilla50“ svo þetta er allger heimasmíði sem ekki veitir af því það getur orðið býsna vindasamt á melunum.

dsc04427small.JPG dsc04428small.JPG dsc04429small.JPG dsc04430small.JPG dsc04431small.JPG dsc04432small.JPG Gummi og Leibbi Piper cub
2-Þröstur kom og mokaði undir leiðsögn Guðjóns áður enn hann fór í vinnuna til saudi arabíu. 3-Allt efnið í húsið er ó-fúavarið svo það þarf að verja það með C-TOX fúavörn. Gummi með pensilinn. 4-Grindin að koma saman og Gaui mokar að hólkunum Leibbi burðast með 100×100 sólpalla bitann. 5-Leibbi, Guðjón og Kjartan með hjólbörurnar að keyra möl í holurnar, mikið puð. 6-Grindin, bitarnir og hólkarnir stilltir af og loks hægt að steypa í hólkana 12. 7-Gummi, Guðjón, Kjartan og Hjörleifur. 8-Loks búið að steypa. Gummi og Leibbi. 9-Mikið var um flug hjá vélflugfélagi Akureyrar og TF-KAT lenti hjá okkur á módel flugbrautinni.

GH

Birt í Fréttir | 1.992 athugasemdir

Flugtog og fleira

Það var ágætt veður í dag á Melunum og nokkrir félagar mættir með flygildi af ýmsum toga eins og sjá má!

drattarvel.jpgflugtog.jpgflugtog2.jpgimg_2164.jpgimg_2228.jpgjenna.jpgtekist-i-hendur.jpg

Birt í Fréttir | 5 athugasemdir

Ljúflingurinn fer í bíó

Í kvöld verður frumsýnd bíómyndin með sjóræningja skipstjóranum Capt. Jack Sparrow, Pirates of the Caribbean og heitir hún „At the worlds end“. Þar sem ég smíðaði þessa flugvél eftir að fyrsta myndin var sýnd og gerði hana í sjóræningja þema, þá var alveg upplagt að hengja ljúfarann upp í Nýja Bíó-Sambíóin og tengja hana betur við myndina. Ég gerði smá breytingar henni, nú heitir hún ekki lengur „Oblt.GH Tote“ heldur „Capt. Jack Sparrow“ og stendur nafnið undir Cockpit-inum. Myndirnar sem gerðar hafa verið um Jack Sparrow heita:

Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl (2003)
Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest (2006)
Pirates of the Caribbean: At World’s End (2007)

Það gekk bara vel að hengja flugvélina upp en hún sést ekki vel út af svart máluðu lofti og myrkri sem alltaf er í bíóum.

pirates-of-the-caribbean.jpgdsc04384.JPGdsc04385.JPGdsc04386.JPGdsc04387.JPG

Arrh Matey Kveðja Gummi

Birt í Fréttir | 9 athugasemdir

Bond mættur á Melana!

Gaui byrjaði óvenjusnemma að smsast í morgun en ástæðan var einmunablíða í Hrafnagilshreppi hinum forna og hann óþreyjufullur að ræsa Piper Cub. Sjá um smíðina hér: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=805 Allt gekk vel og það verður að segjast að í þetta sinn á vel við þegar maður segir að sjón er sögu ríkari. Til hamingju með sérlega velheppnaða vél, Gaui!

Gaui gerir lágtSett samanFlott vélsuper-cub-taxi.jpgGaui

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Bond mættur á Melana!

Ný græja á Melgerðismela

Tvö sett af hjálparhöndumÍ dag var tekin í notkun ný græja á Melgerðismelum, en það eru færanlegar hjálparhendur sem hægt er að nota þegar verið er að starta mótor. Hjálparhendurnar eru þykkar stálplötur með öxulstáli sem stendur um 70sm upp í loftið. Á öxlana er sett einangrunarefni þannig að þegar verið er að starta þá er vængurinn settur upp að öxlinum og þá er engin hætta á að módelið renni fram þegar mótorinn fer í gang. Ég er ekki enn farinn að vigta þessar hendur, en þær eru þungar!

Hjálparhendur við startGuðmundur Haraldsson smíðaði þessar hjálpahendur og gefur klúbbnum þær. Þess má geta að verðmæti þessara hjálparhanda er um eða yfir 30.000 krónur ef vinna og efni eru reiknuð saman. Klúbburinn er sérlega þakklátur Guðmundi fyrir þessa rausnarlegu gjöf og ekki vafi á að þetta á eftir að bjarga mörgum fingrum í framtíðinni.

Birt í Fréttir | 5 athugasemdir

Blíðviðri í Eyjafirði

icecam.is 3 góðar ljúflingurinn1 ljúflingurinn2 ljúflingurinn3 futana40 gummi og diddi

Talsvert var flogið síðustu helgi og í dag 1. maí á Melgerðismelum. Það er óhætt að segja að veðurblíðan hafi leikið við okkur sunnudaginn og í dag þó vindasamt hafi verið þegar líða fór á daginn. Flug gekk vel og t.a.m. flaug Gummi ljúflingnum aftur eftir mikla viðgerð. Árni Hrólfur lenti í óhappi þegar Giles-inn lenti lóðrétt. Ég hvet alla sem tóku myndir um helgina á Melunum að senda þær inn á myndasíðuna okkar og endilega skrifið frá reynslu ykkar hér á síðuna. Að lokum er líklega gott að minnast á að talsvert var um að áhorfendur og fleiri sem heimsóttu Melana um helgina og í dag styttu sér leið yfir grasið suðaustan við brautina en það er slæmt vegna þess að hjólför myndast um leið. Endilega ef þið sjáið einhvern gera þetta látið viðkomandi vita að ætlast er til að fólk aki veginn alla leið upp að pyttinum. Kv, Kip

Birt í Fréttir | 2 athugasemdir

24 og 28 apríl

Ready2 Ready2 - 2 finndu 1 villu TF-FAC mustang hlid mustang low pass mustang og diddi


24 og 28 apríl fórum við diddi út á melgerðismela, Ready2 var flogið mikið fyrra kvöldið en við vorum þarna til að verða 22.. þá vorum við hættir að sjá vélina.. en í dag fórum við aftur, nú voru 3 vélar með í för. Við stoppuðum hjá Gaua í Grísará til að fá lánaða plastskrúfu fyrir Ready2 og fórum svo út á mela, en þegar við opnuðum svo skottið þá fattaðist að vængurinn af Ready2 hafði gleymst í bænum, en Mustang var bara flogið í staðinn. Það var of hvasst fyrir trainerinn minn.. en það verður bara reynt aftur á morgun : – )

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við 24 og 28 apríl

Sumardagurinn fyrsti

sumardagurfyrsti2007.jpgÞað var flogið inn á melum sumardaginn fyrsta í kulda og vindi. Það voru aðalega nemendur fjarstýriflugskóla Guðjóns sem flugu þennan daginn. Ekkert óhapp varð en gangtruflanir og almenn mótorvandræði hrelltu flesta.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Sumardagurinn fyrsti

Föstudagurinn langi.

Svolítið hörð lending. Nýliðarnir öðluðust aukið sjálfstraust. img_0150.JPG Svolítil skrokkskjóða hjá Beina. Kafteinn Beini í góðum fílingi. Kafteinn beini bíður flugtaksheimildar. TF-UFO orðin að ufo. Kjartan og Citabria. Gummi gerir Beina kláran. Árni að kasta fyrir Kjartan Diddi reynir að þurrka Mustanginn

Föstudagurinn langi var góður dagur til að fljúga: veðrið stillt, kalt, en þó ekki of kalt. Því miður varð lítið um almennilegt flug. Gaui byrjaði á því að krasa og gersamlega mauka CAP 10 og Gummi skemmdi Lowleyinn sinn dálítið mikið. Hann er þó ekki alveg ónýtur og Gummi er strax byrjaður að gera við hann. Kjartan var verulega spældur þegar þetta gerðist, þvi hann var tilbúinn með sviffluguna sína og ætlaði sko aldeilis að láta Gumma draga sig á loft og fljúga henni almennilega, en auðvitað varð ekkert úr því. Hann varð að láta það nægja að Árni kastaði henni nokkrum sinnum duglega fyrir hann. Kjartan var líka með fallega litla rauða Citabríu sem hann ætlaði að prufufljúga, en stýringarvandamál á brautinni urði til þess að hún gerði ekki meira en að rífa undan sér stellið. Diddi (Kip) var heldur ekki laus við vandræði. Eftir lendingu á Mustang sá hann að það lak eldsneyti út á milli vængs og skrokks. Við nánari skoðun kom í ljós að framhluti skrokksins var fullur af eldsneyti: tankurinn hafði rofnað og eldsneytið fór í allt sem hægt var að fara í. Nú þarf Diddi að reyna að ná olíu og drullu út úr skrokknum og setja nýjan tank áður en hann getur flogið aftur. Eini sólargeislinn var Hríseyingurinn Narfi, sem flaug tvö virkilega fín og lærdómsrík flug með aðstoð Guðjóns. Þarna er efnilegur nýliði að læra að fljúga.

Birt í Fréttir | 2 athugasemdir

Testflug

kjartasvif1.jpgkjartansvif2.jpgJæja þá kom að því, svifflugan fór í loftið, Guðjón fór með mér á melana í dag 04.04. í suðvestan beljanda en þetta tókst samt.Hún flaug þótt flugið færi stutt, gripurinn er Club IIIb frá Rödelmodel vængur 3.37m lengd 1.45m og 3.2kg. Þá er allt klárt fyrir flugtog sem Guðmundur ætlar að sjá um á Beina (Ljúflingnum) þagar veður verður hagstætt. Kjartan G.

Birt í Fréttir | Ein athugasemd