Föstudagurinn langi.

Svolítið hörð lending. Nýliðarnir öðluðust aukið sjálfstraust. img_0150.JPG Svolítil skrokkskjóða hjá Beina. Kafteinn Beini í góðum fílingi. Kafteinn beini bíður flugtaksheimildar. TF-UFO orðin að ufo. Kjartan og Citabria. Gummi gerir Beina kláran. Árni að kasta fyrir Kjartan Diddi reynir að þurrka Mustanginn

Föstudagurinn langi var góður dagur til að fljúga: veðrið stillt, kalt, en þó ekki of kalt. Því miður varð lítið um almennilegt flug. Gaui byrjaði á því að krasa og gersamlega mauka CAP 10 og Gummi skemmdi Lowleyinn sinn dálítið mikið. Hann er þó ekki alveg ónýtur og Gummi er strax byrjaður að gera við hann. Kjartan var verulega spældur þegar þetta gerðist, þvi hann var tilbúinn með sviffluguna sína og ætlaði sko aldeilis að láta Gumma draga sig á loft og fljúga henni almennilega, en auðvitað varð ekkert úr því. Hann varð að láta það nægja að Árni kastaði henni nokkrum sinnum duglega fyrir hann. Kjartan var líka með fallega litla rauða Citabríu sem hann ætlaði að prufufljúga, en stýringarvandamál á brautinni urði til þess að hún gerði ekki meira en að rífa undan sér stellið. Diddi (Kip) var heldur ekki laus við vandræði. Eftir lendingu á Mustang sá hann að það lak eldsneyti út á milli vængs og skrokks. Við nánari skoðun kom í ljós að framhluti skrokksins var fullur af eldsneyti: tankurinn hafði rofnað og eldsneytið fór í allt sem hægt var að fara í. Nú þarf Diddi að reyna að ná olíu og drullu út úr skrokknum og setja nýjan tank áður en hann getur flogið aftur. Eini sólargeislinn var Hríseyingurinn Narfi, sem flaug tvö virkilega fín og lærdómsrík flug með aðstoð Guðjóns. Þarna er efnilegur nýliði að læra að fljúga.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.