Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Skroppið á Melgerðismela
Árni Hrólfur sendi SMS á fjölda manns en bara við Árni og Gummi mættum. Þeir sem ekki fengu SMS, endilega láta Árna vita og endurnýja símanúmerin sín hjá honum 690-4748. Logn og blíða var með örlitlum rigningar skúrum annarsslagið sem … Halda áfram að lesa
Myndbandasýning frá Melunum
Á fimmtudagskvöldið 5. apríl ætlar Bragi Snædal að frumsýna myndbönd úr starfsemi flugklúbbana frá liðnum árum.Myndböndin eru flest tekin af Húni Snædal og Kristjáni Víkingssyni á gamlar 8 mm filmur en hefur núna verið komið yfir á mynddiska. Þarna er … Halda áfram að lesa
Félagið fær góða gjöf
Flugmódelfélagið fékk í dag góða gjöf, en það er bandslípivél með diski af Einhell gerð sem nýtist vel við módelsmíðina. Það var Haukur Þórðarson framkvæmdastjóri Raflampa, sem færði okkur þessa gjöf og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Námskeiðið farið af stað
Námskeið í flugmódelsmíði fór af stað í dag. Fimm nemendur sóttu um að taka þátt og þau byrjuðu á því að skoða innihald kassans með módelinu, merkja öll stykkin og byrja að setja saman skrokkinn. Þetta gekk vonum framar og … Halda áfram að lesa
Námskeiðið undirbúið
Vaskur hópur flugmódelmanna mætti í Slippinn í kvöld og tók til á svæðinu sem við höfum fengið til afnota fyrir námskeiðið. Við settum líka smíðabrettin saman, svo að nú verður hægt að byrja að smíða á fullu á laugardaginn.
Góður aðalfundur
Aðalfundur FMFA var haldinn laugardaginn 28. janúar í Flugsafninu á Akureyri. Góð mæting var á fundinn og miklar og fjörugar umræður. Á fundinum baðst Guðmundur Haraldsson undan því að vera gjaldkeri félagsins og í hans stað var kosinn Sigurður B. … Halda áfram að lesa
Námskeið í módelsmíði
Flugmódelfélag Akureyrar ætlar að standa fyrir námskeiði í smíði flugmódela fyrir byrjendur ef næg þátttaka fæst. Módelið sem smíðað verður kallast Sky 40og er hannað af Tony Nijhuis og framleitt af SLEC í Englandi. Þetta er afar vel hannað og … Halda áfram að lesa
FMFA félagar vinna á Flugsafninu
Þrír félagar úr Flugmódelfélagi Akureyrar mættu á Flugsafnið í dag og fóru í gengum all marga kassa af dóti sem þurfti að flokka og frumskrá. Þetta ver hluti af sjálfboðavinnu sem Hollvinafélag Flugsafnsins skipuleggur. Þetta var ansi skemmtileg vinna og … Halda áfram að lesa
Síðasta flug ársins
Það voru fjórir harðir kallar sem mættu inn á Mela í morgun og tóku nokkur flug í logni og blíðu. Það var auðvitað gert smá vídeó:
Skammdegisflug.
Laugardaginn 19. nóvember var skemmtilegur dagur á Melunum í kulda og nokkrum blæstri. Auðvitað var hrært í eitt lítið vídeó frá deginum: