Nýr félagi

aero40-1.jpgTheodór Kristján Gunnarsson hefur gengið til liðs við Flugmódelfélag Akureyrar eftir langa hvíld frá sportinu. Undirritaður fór í heimsókn í gær og skoðaði flugvélakostinn en þar státar Theodór (Teddi) af AERO 40 trainer og ýmsu góðgæti til að nota á vellinum. Undirritaður og Teddi settum trainerinn í gang og hann rauk í gang eftir nokkra snúninga. Nú er stefnan sett á að fljúga um helgina og ætla undirritaður og Teddi á melana með trainerinn og einnig á að fljúga í fyrsta skipti Christen Eagle tvíþekju. Kv, KIP.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.