Aðalfundi 2007 lokið

Aðalfundur Flugmódelfélags Akureyrar fór fram í gærkveldi og fóru fundarhöld vel fram að allra mati. Það var fámennt og góðmennt en mættir voru 12.

Kosin var ný stjórn en helsta breytingin var sú að Þröstur Gylfason gaf ekki kost á sér í sæti formanns og var Guðjón Ólafsson kosinn nýr formaður félagsins.

Stjórn félagsins kosin á aðalfundi 6. mars 2007:

Formaður:
Guðjón Ólafsson

Stjórn:
Árni Hrólfur Helgason ritari
Guðmundur Haraldsson gjaldkeri
Knútur Henrýsson meðstjórnandi
Þröstur Gylfason meðstjórnandi

Einnig var gerð sú breyting að Kristinn Ingi Pétursson tekur við starfi vefstjóra heimasíðu félagsins, flugmodel.is.

Smellið hér til að lesa fundargerð aðalfundar 2007.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.