Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Melarnir 23. nóvember
Við skruppum á Melana í dag í heljarinnar kulda. Kjartan Gummi og Þorsteinn flugu Kardinálum og Gummi prófaði nýtt módel, gulan Jakka. Sjá fleiri myndir á spjallvef flugmódelmanna.
Í gegnum snjó og hríð…
Þrátt fyrir snjókomu og fannfergi skyrrist nýliðinn Mummi ekki við að vaða snjóinn í klof til þess að komast í balsakikkið í ónefndum skúr einhvers staðar á Norðurlandi…
Kaffikvöld á fimmtudögum
Nú eru byrjuð aftur kaffikvöld heima hjá formanninum á fimmtudagskvöldum og eru allir félagsmenn velkomnir að koma eftir klukkan 20:00 og fá sér kaffi og ræða flugmódel í bílskúrnum á Grísará. Árni Hrólfur og Jón Guðmundur, nýr bróðir í flugi … Halda áfram að lesa
Mela slúttið Laugardaginn 27 September
Jæja þá er komið að því! Við höldum melaslútt laugardagskvöldið 27 sep, mæting í Flugstöð Þórunnar Hyrnu upp úr kl.20.00. Mætum öll og sláum við frábærri mætingu síðasta árs og sem áður… allir velkomnir/ar, sama hvar í sportinu þeir/þær eru staddir/stödd.. vélflug, … Halda áfram að lesa
Skemmtileg flugatvik
Helgin 30. til 31. ágúst var sérlega skemmtileg á Melunum og það urðu nokkur skemmtileg flugatvik. Cardinalarnir skutu niður tvær vélar: Diddi reyndi að fljúga sláttuvél og Þorsteinn hallaði undir flatt. Fleiri myndir á umræðuvef Fréttavefsins.
Skemmtileg flugkoma
Það voru allir smmála um að flugkoman 2008 hafi verið afar skemmtileg. Það var næstum aldrei hlé á flugi og 30 flugmenn með hátt í 100 flugmódel gerðu heimsóknir fjölmargra gesta áhugaverðar og spennandi. Hér eru nokkrar myndir af Melunum. … Halda áfram að lesa
Loksins flaug hún
Kjartan flaug Cap módelinu sínu loksins í dag eftir að vera búinn að raða því saman í hátt í tíu ár. Það er styst frá því að segja að það flaug alveg frábærlega, var dálítið viðkvæmt á stýrunum, en var … Halda áfram að lesa
Flugkoman 2008
Flugmódelfélag Akureyrar býður módelmönnum landsins og öðrum áhugamönnum um flug til módelflugkomu á Melgerðismelum laugardaginn 9. ágúst. Í þetta sinn ætlum við að færa flugsvæðið aðeins suður eftir Melunum og staðsetja það austan við flugstöð Þórunnar hyrnu (sjá mynd). Ástæðan … Halda áfram að lesa
Nýjasta djásnið í flugflota GH Flugwerk
GH flugverk hefur fjárfest í forláta P51 Mustang smíðaðan eftir Meistara Skjöld Sigurðsson og reynt verður að gera hann flughæfan fyrir flugdag módelfélagsins í Ágúst ef tími vinnst til Ég sá Richard Rawle fljúga þessum Mustang á Cosford 2004 og … Halda áfram að lesa