Greinasafn eftir: Gaui

Fyrsti fimmtudagur ársins á Melunum

Það var flottur hópur sem hittist á Melunum í gærkvöldi á fyrsta fimmtudagshittingi sumarsins. Það var talsvert flogið, Gaui flaug ný-uppgerðum Kwikfly í nýjum litum og Emil frumflaug Sky-40. Vel gert hjá honum. Eftir flugið fórum við inn í Hyrnuna … Halda áfram að lesa

Birt í Fréttir | 242 athugasemdir

Fimmtudagshittingur á Melunum

Nú ætlum við að hittast á Melunum á fimmtudagskvöldum í sumar og byrjum á morgun. Stefnt er að því að hittast upp úr klukkan 8 og fljúga á meðan bjart er og gott veður. Ef ekki er bjart og blítt, … Halda áfram að lesa

Birt í Fréttir | 390 athugasemdir

Smíðaverkstæðið í nýtt húsnæði

Smíðaverkstæði Flugmódelfélags Akureyrar hefur nú flutt í nýtt húsnæði. Við fórum ekki lang í þetta sinn, bara á milli herbergja í Slippnum. Við erum nú búnir að fá endaherbergið í kjallara Slippsins, við hliðina á því sem við höfðum áður. … Halda áfram að lesa

Birt í Fréttir | 559 athugasemdir

Hang í Eyjafirði

Við Árni Hrólfur skruppum út með Eyjafirði í dag til að athuga hvort ekki mætti fljúga hang einhversstaðar og fundum alveg frábæran stað: Garðsvík. Það var frekar kalt, en stöðugur norðan vindur beint á bakkana við Garðsvík. Við fengum heimild … Halda áfram að lesa

Birt í Fréttir | 645 athugasemdir

Nýliðar farnir að fljúga

Smíðanámskeiðið okkar fer bráðum að renna sitt skeið á enda og nýliðarnir eru farnir að huga að flugi, þó módelin þeirra séu ekki enn tilbúin. Undanfarna sunnudaga hafa Annetta og Bergmundur komið inn á Mela og fengið að taka í … Halda áfram að lesa

Birt í Fréttir | 1.252 athugasemdir

Myndbandasýning frá Melunum

Á fimmtudagskvöldið 5. apríl ætlar Bragi Snædal að frumsýna myndbönd úr starfsemi flugklúbbana frá liðnum árum.Myndböndin eru flest tekin af Húni Snædal og Kristjáni Víkingssyni á gamlar 8 mm filmur en hefur núna verið komið yfir á mynddiska. Þarna er … Halda áfram að lesa

Birt í Fréttir | Ein athugasemd

Félagið fær góða gjöf

Flugmódelfélagið fékk í dag góða gjöf, en það er bandslípivél með diski af Einhell gerð sem nýtist vel við módelsmíðina. Það var Haukur Þórðarson framkvæmdastjóri Raflampa, sem færði okkur þessa gjöf og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Birt í Fréttir | 2 athugasemdir

Námskeiðið farið af stað

Námskeið í flugmódelsmíði fór af stað í dag. Fimm nemendur sóttu um að taka þátt og þau byrjuðu á því að skoða innihald kassans með módelinu, merkja öll stykkin og byrja að setja saman skrokkinn. Þetta gekk vonum framar og … Halda áfram að lesa

Birt í Fréttir | 4 athugasemdir

Námskeiðið undirbúið

Vaskur hópur flugmódelmanna mætti í Slippinn í kvöld og tók til á svæðinu sem við höfum fengið til afnota fyrir námskeiðið. Við settum líka smíðabrettin saman, svo að nú verður hægt að byrja að smíða á fullu á laugardaginn.

Birt í Fréttir | 94 athugasemdir

Góður aðalfundur

Aðalfundur FMFA var haldinn laugardaginn 28. janúar í Flugsafninu á Akureyri. Góð mæting var á fundinn og miklar og fjörugar umræður. Á fundinum baðst Guðmundur Haraldsson undan því að vera gjaldkeri félagsins og í hans stað var kosinn Sigurður B. … Halda áfram að lesa

Birt í Fréttir | 5 athugasemdir