Módelflug: Kafli 3


FLUGEÐLISFRÆÐI

Flugeðlisfræði
Fjórir kraftar sem verka á flugvél

Skilgreining þeirra fjögurra krafta sem verka á flugvél á flugi er grundvöllur allrar umræðu um flugeðlisfræði.

Lyft er kraftur sem heldur a móti þunga flugvélar, en vængirnir sjá um lyftið ef við knýjum þá gegnum loftið þannig að loftstraumur sé ofan við þá og neðan.

Knýr er sá kraftur sem þarf til að færa flugvélina úr stað og hann togast á við dragið sem felst í viðnámi flugvélarinnar við loftið. Tregðu þarf einnig að yfirvinna meðan hröðun er.

Þessi samverkun er ekki alltaf svona einföld, til dæmis notum við stundum þunga flugvélarinnar til að knýja hana og látum lyftið lönd og leið svona rétt á meðan, og hinsvegar er flugvélin stundum borin uppi af vélaraflinu einu saman og lyft sameinast þyngdarkrafti á móti. Fyrra dæmið er brött dýfa en hið síðara bratt klifur á hvolfi.

Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Úr „Módelflug“