Airfield Models (http://www.airfieldmodels.com)Pússikubbar

Notaðu alltaf pússikubb

Pússikubbar eru með mikilvægustu verkfærum sem þú getur átt. Jafnvel smá bútur af 2 x 4 uppistöðu sem búið er að slétta er betra en bara nota hendina.

Í næstum öllum nýjum verkefnum verð ég að búa til nýja gerð af pússikubbi til nota við einhverjar sérstakar aðstæður. Oftast er það lika svo að það má láta hluta passa betur með því að saga hann of stóran og síðan pússa hann í rétta stærð..


Heimagerðir pússikubbar

Flatir pússikubbar

Ég á milli 20 og 30 pússikubba ef með eru taldir litlir pússipinnar sem ég bý til, en aðeins fáir slíkir eru mikið notaðir. Kubbarnir sem ég nota mest eru um 12mm x 50mm x 120mm MDF plötur. Hver slíkur kubbur er með sama grófleika af pappír báðum megi. Ég er með u.þ.b. 8 til 10 slíka kubba með 80 til 400 korna pappír.

Annar kubbur sem ég nota er gerður úr eik sem er um 20mm þykk. Ég pússaði hann sléttan á báðum hliðum og límdi síðan 1/16” neoprene á aðra hliðina hliðar til að mýkja hana örlítið. Það er sú hlið sem ég nota oftast. Á hina hliðina límdi ég 12mm svartan frauðsvamp sem er tiltölulega stýfur. Ég nota þá hlið þegar ég pússa fjölboga svæði eins og skrokka og vængenda.

A variety of sanding blocks.  Choosing the best block will make the job go faster and increase accuracy.

Ýmsar gerðir pússikubba

Efst t. vinstri Eikarkubbur með 1/16" neoprene öðrum megin og 12mm hörðum svampi hinum megin.

Efst t. hægri Fjórar T-stangir úr áli með sandpappír.

Neðri röð frá vinstri:

Mjór pinni með sandpappír vafinn utanum hann.

Pússispaði.

Flex-I-Files bogapússarar Frábærir á plastmódel og svæði sem erfitt er að ná til á módelum.

12mm MDF plötur með sandpappír límdan á báðar hliðar. Þessa kubba nota ég til að pússa stélfleti úr balsaborðum.

Ýmsir pússikubbar til sérhæfðra nota, s.s. pússa vængbitaraufar o.s.frv.

1/2" MDF Sanding Blocks.  Each block is double-faced with the same grade of sandpaper held on with spray glue. Þetta eru pússikubbarnir sem ég útbý til almennrar notkunnar. Hver kubbur er búinn til úr 12mm MDF plötu og síðan lími ég sama grófleika af pappír báðum megin á þá.

Ég festi kubbana í skrúfstykki og nota svo hitabyssu og sköfu til að ná gamla pappírnum af.

Eftir að pappírinn er farinn af nota ég lakkþynni til að ná restinni af líminu af. Þegar þynnirinn hefur gufað upp set ég nýjan pappír á. Mér finnst ekkert gaman að gera þetta, en finnst það nauðsynlegt.

Í venjulegri notkun endast kubbarnir í u.þ.b. mánuð. Það var jafnvel verra þegar ég var með mismunandi grófa pappíra á hvorri hlið. Það kom að því að ég bjó til fleiri kubba til að geta haft sama grófleikann á báðum hliðum og þar með skipt sjaldnar um pappír.

Pússikubbar búnir til

Ég saga pússikubbana mína úr 12mm MDF plötu. Eftir að þú sagar kubbana, þá skaltu pússa þá slétta. Besta aðferðin til að slétta pússikubb er að sprauta lími á glerblötu og líma heila örk af sandpappír á hana. Síðan getur þú sléttað kubbinn á pappírnum.

MDF plöturnar sem ég nota eru sléttar fyrir, þannig að ég þarf yfirleitt aldrei að slétta þær. Renndu sandpappír á allar brúnir til að taka mestu skerpuna af þeim og rúnna þær pínulítið.

Stærð kubbanna er valfrjáls. Flestir kubbarnir mínir eru u.þ.b. 5 x 10 sentimetrar á kant. Þá get ég skorið sex búta úr hverri örk af sandpappír með nægilegan pappír upp á að hlaupa til að stilla honum á kubbinn án þess að mikið fari til spillis.

Arkir af sandpappír eru u.þ.b. 23 x 28 sm. Það er skynsamlegt að hafa kubbana af þeirri stærð að það nýti pappírinn sem best. Notaðu bitlítið rakvélarblað til að skera pappírinn og síðan getur þú trimmað hann til eftir að þú ert búinn að líma hann á kubbinn.

Úðaðu létta, jafna umferð af úðalími bæði á kubbinn og pappírinn. Leyfði líminu að taka sig (frá 30 sekúndum upp í mínútu). Settu pappírinn á kubbinn og snúðu síðan kubbnum við þannig að pappírinn sé undir honum Settu farg á kubbinn eða festu hann með þvingu í un 15 mínútur.

Trimmaðu af það sem útaf stendur allan hringinn. Síðasta skrefið er að rúlla hverju horni og brúnim kubbsins fast á borðið til að vera viss m að hornin á pappírnum skagi ekki niður og geti þannig skaðað viðinn. Það var þess vegna sem þú rúnnaðir brúnirnar lítillega.

Ég skrifa grófleika pappírsins með tússi á alla kanta kubbsins svo ég geti auðveldlega séð hvaða pappír er hvar. Lakkþynnirinn sem ég nota til að leysa upp límið leysir því miður einnig upp tússið.

Vel á minnst, þá nefndi ég á síðunni um lím að ég noti bara ódýrasta úðalímið til að búa til hluti eins og pússikubba. Það var rétt hér einu sinni, en pappírinn átti það til að losna. Laus pappír er pirrandi og getur skaðað viðinn sem verið er að pússa. Ég nota bara 3M 77 úðalím núna. Það kostar meira, en það losnar ekki, svo það borgar sig.


Búðarkeyptir kubbar

Ein ástæða fyrir því að ég er ekki hrifinn af búðarkeyptum pússikubbum er að þeir nota yfirleitt of mikið af sandpappír. Pappírinn er vafinn utan um kubbinn og festur niður á einhvern hátt, en þá aldrei þannig að pappírinn sé strekktur og fastur eða slettur á kubbnum.

Vegna þess að pappírinn er laus á kubbnum, þá geta ryk og ýmis stærri korn komist á milli kubbs og pappírs. Þetta ryk kemur í veg fyrir að pappírinn sitji sléttur, verður til þess að hann eyðist fyrr og gerir möguleikann á skemmdum miklu líklegri. Sandpappír á ekki að gera yfirborðið ósléttara en það var fyrir!

Þess vegna lími ég alltaf sandpappír á kubba með úðalími. Ég nota bara rétt nægan sandpappír til að hylja hliðina á kubbnum og þannig fer lítið af pappírnum til spillis. Þegar ég þarf að losa pappírinn af, þá nota ég hitabyssu til að mýkja límið svo ég geti náð pappírnum af. Lakkþynnir hreinsar restina af líminu af kubbnum.

Annað vandamál við pússikubba sem maður kaupir í búð er að þeir eru aldrei af réttri þyngd. Til að pússa rétt, þá verður kubburinn að vera nógu þungur til að hann sitji vel, en um leið nægilega léttur til að láta mann vita hvað er að gerast undir honum á meðan maður notar hann.

Það er erfitt að lýsa þessu, en þegar maður notar pússikubb af réttri þyngd, þá finnur maður þetta. Notaðu alltaf stærsta pússikubb sem þú getur. Auðvitað verða ýmis atriði til að takmarka stærðina (eins og pláss til að halda því sem verið er að pússa), en stærri kubbur gerir það auðveldara að pússa hluti slétta.

Einu skiptin sem ég nota ekki pússikubba er þegar ég er að pússa allra síðustu umferðirnar á fjölboga stykki eins og vængenda og ég vil losna við kanta og brúnir sem hafa komið með notkun á kubbunum. Þá nota ég mjög fínan pappír (600 – 800) sem breytir ekki mikið því sem ég er að pússa. 400 pappír er ekkert sérlega fínn þegar maður er að pússa mjúkan balsa og getur fljótt reytt lögun þess sem maður er að vinna við.

Eitt ráð sem ég nota þegar ég er að pússa litla flata hluti eða að í staðinn fyrir að reyna að alda á honum, þá legg ég hann á einn pússikubb og nota svo annan til að pússa með. Ef maður gerir þetta rétt, þá getur neðri kubburinn haldið hlutnum alveg kyrrum á meðan maður pússar hann.

Maður getur líka sett flata örk af pappír á vinnuborðið og síðan rennt hlutnum fram og aftur á henni. Þú skalt hinsvegar snúa hlutnum reglulega, því það er erfitt að halda réttum og jöfnum þrýstingi og þannig getur maður pússað hlutinn misþykkan fyrir mistök.

Pússikubbburinn sem ég nota næst mest er T-stöng úr áli sem er rúmlega 50 sm löng. Hún er sótt þegar ég þarf að pússa vænghluta. Ég nota líka úðalím til að setja pappírinn á hana. Sandpappír með límbak er ekki mjög góður og hann á það til að losna upp við notkun. Hann kostar líka mikið meira en venjulegur pappír í sama magni..

Það er sama hvernig pappír þú notar, þá skaltu nota leysiefni til að ná líminu af kubbnum þegar þú skiptir um pappír. Ég nota venjulega lakkþynni eða aseton.

Sérsmíðaðir pússikubbar

Ég á lítinn spaða með sandpappír á sem ég bjó einu sinni til til þess að pússa rétta lögun á millivængjastýfur þar sem stærri kubbur komst ekki að. Ég bý til pússikubba sem gera bitaraufar á vængrifjum nákvæmlega réttar. Ég fæ mér harðviðarstöng sem er örlítið grennri en bitinn og passa mig á að hún sé nákvæmlega hornrétt. Síðan lími ég sandpappír á aðra hlið hennar og pússa raufina hægt og varlega með rifin klemmd saman þangað til vængbitinn passar í – ekki of þröngt, en ekki heldur of laust

Purpose-made sanding blocks can save a lot of time. Þakkir til Mervin Friesen sem sendi mér ljósmyndir af sérsmíðuðum pússikubbi sem hann bjó til, til þess að pússa réttan halla á frambrúnir.

Kubburinn er gerður úr 19mm spónaplötu. Á honum er 30° halli öðrum megin og 45° halli hinum megin.

Mervin er núna a smíða Sonex í fullri stærð. Skoðaðu vefinn hans hér:

http://mefriese.hsd.ca/

This block sands consistent bevels - a great idea! Mjög einfalt tól sem er nákvæmt og rétt.

Að síðustu er til tól sem hægt er að nota tiul að komast að stöðum sem annars er erfittt að komast að, en það er aðallega ætlað fyrir plastmódelsmíði. Þetta eru litlir bogar úr málmi með mjöum sandpappírsræmum úr plasti sem hægt er að nota til að pússa í kringum sívala eða bogadregna hluti. Sandpappírinn er því miður ekki nema um 6mm breiður, þannig að það þyrfti mikla leikni og þolinmæði að pússa langt, beint yfirborð með þeim. Mér fannst aftur á móti frábært að nota þá til að pússa þann hluta millivængjastoðanna sem alls ekki var hægt að nálgast með öðrum pússikubbum. Þessir bogar kallast Flex-I-Files og það er hægt að kaupa þá í búðum sem selja plastmódel og vörur til samsetningar á þeim, eins og Squadron póstversluninni.

Ef þú átt vírbeygjingavél, þá getur þú auðveldelega búið til þína eigin boga úr álstöngum.  Búðu bara til boga í þeirri stærð sem þú þarft. Síðan getur þú skorið ræmur af sandpappír í þeirri breidd sem þú vilt og límt endana á þeim utanum endana á boganum. Þú þarft líklega að snitta enada á boganum fyrir rær eins og er á Flex-I-Files bogunum til að koma í veg fyrir að sandpappírinn renni fram af eða uppá bogann.


Varanlegir (Tungsten Carbide) pússikubbar

Það hafa verið ýmis konar tungsten carbide pússikubbar á markaðnum undanfarið. Vinsælastir meðal módelmanna eru kubbar í ýmsum stærðum og gerðum frá Permagrit.  Ég hef ekki notað þá vegna þess að mér finnst formin sem þeir fást í ekki henta mér. Margir aðrir módelsmiðir eru hrifnir ef þeim og, fyrir utan það sem ég hef áður sagt, þá sé ég enga ástæðu til að nota þá ekki.


Höfundarréttur © 2002 Paul K. Johnson
Þýtt með leyfi höfundar: Guðjón Ólafsson