Lím sem notuð eru við flugmódelsmíði

eftir Paul K Johnson


Airfield Models (http://www.airfieldmodels.com/)Það eru til margar gerðir líma.  Hvert þeirra er hægt að nota á nytsaman hátt og það er líka hægt að nota hvert þeirra rangt. Á þessari síðu verður reynt að gefa lista yfir algengustu lím sem notuð eru í módelsmíði og sýna hvernig best er að velja og nota rétta límið.

Ef þú ert byrjandi í módelsmíði, þá er stutta svarið að þú þarft að nota trélím, hægharðnandi epoxý og litla flösku af sekúndulími (e. Cyanoacrylate eða CA).

Ef þú ert að setja saman formíðað módel (e ARF), þá þarftu hægharðnandi epoxý lím og þunnt og milliþykkt sekúndulím. Hin límin sem hér eru listuð má kaupa þegar þeirra er þörf.


Eiginleikar líma

Typical adhesives used to build models.

Þetta eru atriði sem þú verður að vita um lím sem þú ert að nota. Ef þú veist hvaða eiginleik alím hefur, þá er einfalt að velja rétta límið fyrir verkið. Á hinn boginn þá skalt þú sem byrjandi ekki láta límin flækjast fyrir þér. Með góðu trélími eða sekúndulími og smá epoxýlími má byggja fyrstu byrjendavélina.

Gerð

Flest lím eru af annarri af tveim gerðum:

Límið er með leysiefni eða vatn í sér og það harðnar þegar þau gufa upp.

Þessi lím harðna þegar aefnahvarf á sér stað í þeim. Þeim er aftur skipt í eins þáttar og tveggja þátta lím. Tveggja þátta lím verður að blanda saman í réttum hlutföllum áður en hægt er að nota límið. Tveggja þátta lím rýrna lítið sem ekki neitt. Eins þáttar lím geta sum rýrnað.

Of mikið lím má þurrka burt með leysiefnum á meðan þau eru blaut eða skafa burt með hnífsblaði eftir að þau harðna. Stærri skammtar eru blandaðir í einnota ílátum eins og jógúrt dollum, sardínudósum eða þannig. Sum þessara líma bræða plast, en ég hef ekki lent í vandræðum með að blanda epoxýlím í plastdollum..

Eins þáttar lím sem harðna við efnahvarf eru t.d. sekúndulím (einnig þekkt sem tonnatak eða blásýrulím) og sílikon. Tveggja þátt alím eru til dæmir epoxý lím.

Ef þú segir „þorna“ þegar þú ættir að segja „harðna“, þá mun einhver án efa leiðrétta þig. Þó hann hafi rétt fyrir sér, þá skaltu bara hunsa hann. Við allar venjulegar aðstæður þá þýða „þorna“ og „harðna“ það sama..

Ráð:  Fjölþátta lím ætti að blanda á sléttum fleti sem drekkur ekki í sig. Pappi og aðrir gljúpir fletir koma í veg fyrir að límið blandist rétt þegar hluti þess sogast inn í hann. Það getur orðið til þess að límið harðnar ekki almennilega.

Styrkur

Það er þumalputtaregla að sterkari límin eru þyngri. Þess vegna skaltu velja lím sem er nógu sterkt fyrir það sem er verið að líma, en varast að ganga of langt. Til dæmis er engin góð ástæða til að nota epoxýlím til að líma vængklæðningu saman, en margar góðar ástæður til að gera það ekki. Seinþornandi lím eru yfirleitt sterkari en hraðþornandi vegna þess að þau hafa meiri tíma til að dragst inn í viðinn.

Efni sem hægt er að líma

Flest lím eru hugsuð fyrir sérstaka tegund efna. Notkun á röngu lími getur orsakað ýmis vandamál, s.s of mikinn þunga, erfiðleika við málun og límingar detta í sundur.

Eldsneytisþol

Eldsneyti ætti alls ekki að komast inn í flugmódel og það hvort lím þolir það ætti ekki að valda smiðum áhyggjum. Eldsneytistankar geta og hafa hafa þó rifnað ef þeir eru ekki rétt settir saman, ef þeir eru gallaðir eða eftir brotlendingu. Hólfið sem tankurinn er í ætti auðvitað að vera þakið með efni sem þolir eldsneyti, svo sem epoxýlími eða pˇlř˙retan (málningu).  Samsetningar við eldvegginn ætti bara að líma með eldneytisþolnu lími.

Pússimöguleikar

Það kemur oft fyrir að maður þarf að pússa samskeyti milli tveggja hluta. Ef límið er tiltölulega mikið harðara en viðurinn í kring, þá pússast límið ekki jafn hratt og viðurinn sem það heldur í. Þetta orsakar venjulega ljótan hrygg sem maður sér undir málningunni..

Dollulíf

Hversu lengi límið er nothæft eftir að búið er að hella því eða blanda í opinni dollu.

Vinnutími

Þetta er ekki það sama og dollulíf. Lím sem harðna hitna venjulega. Í dollunni hitna þau hraðar og meira en sem þunn filma. Þess vegna er oft hægt að vinna með lím sem búið er að dreyfa þó að límið í dolluni sé farið að herðna.

Ráð: Tíminn sem gefin er fyrir epoxý lím er vinnutíminn, ekki herslutíminn. Til dæmis hefur 15 mínútna epoxý 15 mínútna vinnutíma. Herslutíminn er venjulega 30 til 60 mínútur, eftir vörumerki og hitastigi.

Herslutími

Hversu langan tíma það tekur lím að full harðna. Athugaðu að tíminn sem gefinner er áætlaður. Flest lím sem harðna eru að því nokkra mánuði.

Geymsluþol

Öll lím hafa takmarkað geymsluþol, þ.e. hversu lengi þau geta staðið uppi á hillu án þess að skemmast. Mitt ráð er að kaupa aðeins svo mikið lím að maður geti venjulega notað það á einu ári eftir kaup, jafnvel þó geymsluþol límanna sé mörg ár. Veðurskilyrði (hiti, raki, útfjólublátt ljós o.s.frv.)hafa veruleg áhrif á geymsluþol.

Grip

Þegar lím „grípur“ en er ekki full þornað eða harðnað. Hjá límum sem hafa leysiefni eða vat, þá er þetta þegar hlutirnir halda saman, en með átaki væri hægt að ná þeim í sundur – hugsanlega án þess að skemma hlutina. Hjá límum sem harðna, þá er þetta þegar límið er nógu hart til að halda hlutunum saman, en hefur ekki náð fullri herslu.


Límtækni

Ráð: Rúnnaður tannstöngull með oddinn skorinn af á ská er frábært tæki til að skafa burt lím sem hefur gubbast út á milli hluta sem verið er að líma saman án þess að maka því um allt.

Tvílíming

Tvílíming er tækni sem maður ætti að nota í hvert sinn sem maður límir endatré. Endatréð þarf að sjúga upp í sig nægilega mikið lím til að límingin verði sterk. Ef maður setur lím á flötinn og leggur síðan hlutinn á sinn stað, þá gubbast lím undan samskeytununm og endatréð sogar upp restina, þannig að það verður frekar lítið lím í samsetningunni.

Það sem maður ætti að gera frekar er að nudda lími á endatréð og láta það sogast inn í eina til tvær mínútur. Þegar límið hefur sogast inn setur maður örlítið meira lím og leggur hlutinn á sinn stað.

Það sem ég geri er að nudda líminu fram og til baka með íspinna eða tannstöngli til að ýta líminu inn í endatréð.

Double Gluing Technique:  First, apply glue to end grain. Lím er sett á endatréð og látið sogast inn í viðinn í eina til tvær mínútur. Ég nudda það venjulega fram og til baka frekar en að láta það bara liggja á viðnum, því þá sogast það fyrr inn í æðarnar, en báðar aðferðir virka.
Allow glue to soak in to the grain. Athugaðu hvað lítið lím er eftir. Settu nú smávegis meira lím og berðu hlutina saman.

Þú getur séð að viðurinn hefur bognað lítillega. Plankinn var svona áður en límið var sett á. Farg verður notað til að rétta hann á meðan límið tekur sig. Það mún þó ekki fyllilega leiðrétta þetta vandamál.

Það er þess vegna sem ég geri stundum hluti úr þykkara efni en sagt er fyrir um á teikningunni. Þá get ég pússað hlutinn flatan án þess að sitja uppi með hlut sem er of þunnur.

Apply more glue and attach part. Endinn á stélfletinum límdur á. Ég set svona enda næstum alltaf á stélið til að koma í veg fyrir að það bogni. Ég nota svona enda líka á uppbygða stélfleti til að loka fyrir endatré bitanna og fá þannig fallegri enda sem hægt er að klæða með glærri filmu og auðveldara að setja filmuna á.

Önnur gerð tvílímingar er þegar maður notar lím með leysiefnum (plastmódellím). Þessi lím þorna svo hratt að þegar maður setur lím a´annan hlutinn, þá er það þornað þegar maður ætlar að fara að setja þá saman. Það er að vísu ekki alveg þurrt, heldur hefur það hlaupið (e. gelled). Svarið við þessu er að setja lím á báða hluti. Þegar maður síðan leggur hlutina saman, þá losnar leysiefnið undir líminu sem hefur hlaupið og leysir hlaupið upp nógu lengi til að líma hlutana saman.

Punktlíming

Hlutur er punktlímdur niður þannig að hægt er að losa hann eða brjóta af aftur þegar ekki er nein önnur praktísk aðferð til að halda honum á sínum stað til bráðabirgða. Notaðu eins lítið lím og þú getur komist af með svo ekki verði erfiðara en þarf að losa hann haftir..

Þessi aðferð er venjulega notuð þegar maður er að móta einhvern hlut og vill losa hann af aftur eftir það. Klemmur og prjónar eru ekki möguleg vegna þess að þau verða fyrir þegar maður er að pússa. Dæmi um slíkt eru vélarhlýfar úr tré, vængendakubbar sem þarf síðan að hola að innan eftir að þeir eru losaðir af, eða hallastýri sem þarf að laga til á vængnum, en taka svo af seinna.


Alifatískt lím

Einnig kallað trésmiðalím

Alifatískt lím er ódýrt, létt og sterkt. Trésmiðalím er aðal límið sem ég nota til að líma saman flugmódel. Langur vinnutími þess gefur mér færi á að aðgæta að allt sé nákvæmlega eins og það á að vera áður en límið tekur.

Vegna þess að alifatísk lím eru vatnsleysanleg, þá er hægt að ná mjög hreinum límingum, vegna þess að allt auka lím má þurrka burt með rökum svampi eða pappírsþurrku á meðan það er enn blautt.

Auk venjulegra alifatískra líma eru til svokölluð „pússanleg“ lím. Ég nota þau ekki vegna þess að ég tel að íblöndunarefnin sem sett eru í það veiki límstyrkinn. Ég get ekki sýnt óyggjandi fram á þetta, en mér finnst það líklegt. Trésmiðalím pússast nógu vel til að vera ekki til vandræði í flestum tilfellum.


Hefðbundið lím með leysiefni eða sellulósalím

Einnig kölluð módellím eða túpulím

Þessi tegund líma kemur í túpum og er notuð á trémódel. Það þornar hratt og er létt. Leysiefnið í þessum límum lyktar illa og þau ætti aðeins að nota á vel loftræstum stöðum.

Þessi tegund líma er það besta sem hægt er að nota til að kantlíma balsaborð saman. Það pússast mjög auðveldlega og er alveg nógu sterkt í þetta verk. Byrjaðu á því að skera kantana á balsaborðunum mjög vandlega saman. Notaðu síðan nokkra stutta búta af málaralímbandi til að halda borðunum saman. Settu límböndin bara öðrum megin til að byrja með. Opnaðu nú samskeytin og dragðu rönd af lími á annan kantinn. Legðu plöturnar á borð með límbandið undir og fergðu þær niður. Þurrkaðu burt auka lím sem gubbast út og settu síðan límband á samskeytin. Leggðu plötuna til hliðar þar sem hún getur þornað.

Ein notkun á þessu lími er að loka viðaræðum sem annars ýfast upp við pússun. Til dæmis var ég nýlega að vinna við hlut þar sem ég hafði samlímt brún sem límd var utaní stöng. Samlímda brúnin var rúnnuð þannig að hún sýndi bæði hliðaræðar og endatré. Það sem gerðist var að ég gat aldrei náð að slétta bogann almennilega vegna þess að æðarnar ýfðust bara upp þegar ég pússaði.

Til að bjarga málinu setti ég smávegis Ambroid lím á endatréð og nuddaði því í með fingrunum. Ég erði þetta þrisvar í allt og eftir það var auðvelt að pússa bogann sléttan með 400 sandpappír.  Ef maður nuddar límið í með puttunum þar til það er þurrtt (um 20 sekúndur), þá er hægt að pússa strax..

Soft balsa can be difficult to sand smooth.  Use airplane glue or dope to harden the wood prior to sanding.

After sanding


Snertilím

Snertilím er þungt og hefur takmarkað notagildi við flugmódelsmíði. Verpir yfirleitt ekki borð nægilega til að það sé vandamál.

Snertilím er sett á báða fleti og látið þorna þar til það er snertiþurrt. Þá eru hlutarnir lagðir saman og þeir eru umsvifalaust endanæega fastir saman. Maður fær ekki annað tækifæri til að laga til legu hlutanna þegar maður notar snertilím. Ég nota aldrei snertilím.


Sekúndulím

Einnig kalla­ blásýrulím og tonnatak

Í hvert sinn sem það koma skrilljón hollráð í tímarit til lausnar einhverju vandamáli, þá er það vegna þess að það er einhver grundvallar galli við vöruna sem aldrei verður hægt að lagfæra. Stýflaðir stútar á sekúndulímflöskum er eitt slíkt dæmi.

Ég reyni venjulega að forðast sekúndulím vegna þess að þau eru dýr, líming með þeim er subbuleg, húð af fingrunum á mér endar venjulega einhvers staðar á smíðinni og gufurnar af þeim eru hræðilegar. Með sekúndulími geta flugmódelsmiðir gert mistök hraðar en áður, sem líka er erfiðara að lagfæra. Þegar það gerist, þá er tímasparnaðurinn við að nota sekúndulím frekar en hægari lím fokinn.

Ég hef tekið eftir að samsetningar með sekúndulími á gömlum módelum sem ég á eru farnar að losna og gefa frá sér eitthvert hvítt duft.

Að síðustu hafa margir hastarlegt ofnæmi fyrir þessum límum. Framleiðendur sekúndulíma reyna að ná peningum út úr óþolinmæði okkar og auglýsa gjarnan hraðann við að nota þau. Óþolinmæði og flugmódelsmíði fara ekki vel saman.

Þrátt fyrir alla gallana, þá eru sekúndulím hraðvirk og sterk.

Til er aukahlutur framleiddur fyrir sekúndulím, sem kallast hvati (e. accelerator). Það herðir sekúndulímið umsvifalaust og er gert fyrir fólk sem heldur að 60 sekúndur til að hita pylsu í örbylguofni sé of langur tími.

Epoxř lím

Epoxř er sterkt en þungt lím og dýrt. Epoxý lím eru notuð til að líma átakastaði og aðra hluti sem taka ekki önnur lím. Að auki er hægt að nota epoxý lím til að leggja niður glerfíber dúk og móta hluti úr glerfíber.

Ég þekki tvær gerðir af epoxy límum. Sú algengari er aðallega notuð til að líma saman hluti. Hin gerðin er notuð til samlíminga og er yfirleitt þynnri. Það eru einnig til alls konar epoxý kítti o.s.frv.  Í þessum hluta ræðum við bara límin.

Notaðu hægharðnandi epoxý (30 mínútna til 4 tíma vinnutími) þegar þú þarft að nota epoxy. Fimm mínútna epoxýlímin eru ekki mjög gagnleg nema við sérstakar aðstæður. Það er þungt og veikt, harðnar alrei almennilega og verður brothætt með aldrinum. Algengasta niotkun á 5-mínútna epoxýi er við viðgerðir á flugstað, en það ættir þú að forðast. Epoxý ætti aðeins að nota á átakastaði.

Ef hluturinn sem brotnar er ekki burðarhlutur sem þarf að þola átak, þá eykur epoxý bara þyngdina. Ef þetta er burðarhlutur, þá borgar sig að bíða með viðgerð þar til komið er á verkstæðið og hægt er að gera það amennilega.

Þær „sérstöku aðstæður“ þar sem ég myndi nota 5-mínútna epoxý væru til dæmis að búa til slétt og ógljúpt yfirborð til að líma niður servó-límband. Settu vaxpappír á slétt borð og dreifðu þunnu lagi að epoxýi á hann. Settu síðan 0,8mm krossvið sem er u.þ.b. jafn stórt og servóið á epoxýið. Settu aðra örk af vaxpappír ofan á krossviðinn og síðan þykkari krossviðarbút til að klemma með. Notaðu síðan þvingur eða farg til að klemma þetta allt mjög fast niður á borðið.

Eftir að epoxýið hefur harðnað, þá er hægt að rífa þunnu krossviðarplötuna af vaxpappírnum og skera umfram lím í burtu. leyfðu epoxýinum að fullharðna (að minnsta kosti yfir nótt) og þurrkaður síðan af því með spritti til að fjarlægja aukaefni sem gætu verið á því áður en þú setur servólímbandið á.

Festu plötuna þar sem þú þarft að koma fyrir servói með epoxýhliðina út. Þar með hefur þú rennislétt yfirborð til að líma servó við.


Hitalím

Ég hef séð ýmsat tilbúin flugmódel (e. ARF) sem voru sett saman með hitalími. Það eru einhver verst smíðuðu flugmódel sem ég hef séð. Ég held að hitalím geti svosem verið alveg nógu sterkt, en það er alltof þungt. Ég myndi aldrei nota það á neinn hluta flugmódels. Ég nota, aftur á móti, hitalím við ýmis verk á smíðaverstæðinu.

Ég myndi til dæmis nota hitalím til að festa renning á sinn stað á hillu á meðan ég skrufa hann fastan, svo hann hreyfist ekki á meðan. Hitalím er mjög gagnlegt við svoleiðis verk og önnur svipuð.


Plastlím

Ef þú hefur ekki sett saman helling af plastmódelum, þá veistu líklega lítið um hvaða tegundir líma eru hentugar til að líma saman plast. Flest okkar þekkja bara UHU túbulím og búið.

Öll plastlím virka nokkurn vegin á sama hátt. Í líminu er leysiefni (eða límið er leysiefni) sem bræðir plastið saman. Í raun eru hlutarnir soðnir saman. Þess vegna er ekki sniðugt að nota meira lím nema þú ætlir að búa til poll af bráðnu plasti.

Í flestum tilfellu vil ég nota meðalþykkt lím eins og Testor's Model Master Cement. Þegar slíkt lím er notað, þá er það sett á annan hlutinn og hinn hluturinn síðan borinn að.

Þegar maður setur saman hluta sem hafa langar og þunnar brúnir, s.s. vélarhlífar eða hjólskálar, þá nota ég þunnt plastlím sem getur runnið eftir samsetningunni eins og vatn (sogkraftur) eftir að hlutarnir hafa verið settir saman. Það eru til nokkrar gerðir svona líma. Ég nota Tenax.


Pˇlř˙retan lím

Ég nota pˇlř˙retan við mörg tækifæri þar sem ég notaði epoxúlím áður. Til dæmis nota ég það alltaf þegar ég vil límingu sem er sterkari en alifatísk lím geta gert, en epoxý væri of mikið.

Ég nota pˇlř˙retan lím ekki í almenna samsetningu vegna þess að það er subbulegt og gubbast út úr samskeytunum.

Aðal notkun mín á pˇlř˙retan lími er í samlímngar.  Það orsakar ekki erfiða verpingu (ef límhlutarnir eru fergðir almennilega).

Ég hef lesið einhvers staðar að svona lím hafi lítð geymsluþol. Fyrsta Gorilla límflaskan mín entist í u.þ.b. 18 mánuði áður en það varð of þykkt til að nota. Það er ekki loftræsting á smíðaverkstæðinu mínu og þar er venjulega frekar rakt vegna þess að ég á heima á ströndinni flóamegin á Florida. Mér virðast 18 mánuðir ekkert stuttur geumslutími.


SilÝkon lím

Teygjanlegt, tiltölulega sterkt og eldsneytisþolið. Það fæst í magni sem enginn módelsmiður mun nokkru sinni nota og yfirleitt endar það með því að meirihluta límsins er get þegar það verður ónothæft. Límið kemur í sérstökum staukum sem þarf verkfæri til að losa eða í stórum túpum. Límið harmar í umbúðunum og þá er erfitt að nálgast nothæft lím.  Hitaþolið afbrigði má nota til að þétta hljóðkúta og aðra mótorhluta (en varlega).

Nýlega sagði mér maður nokkur að hann notar silÝkon lím til að líma niður servóin sín. Hann setur servóið í skreppislöngu og hreynsar síðan slönguna með spritti. Hann setur góða slettu að silÝkon lími á skreppislönguna og leggur það síðan á ógljópt yfirborð(sjá umfjöllun um epoxýlím fyrir ofan). Hann segist aldrei hafa orðið fyrir því að servó hafi losnað.

Ég notaði silÝkon lím í fyrsta sinn til að líma fjarstýringarhluti innan í JGRC Aggressor módelið mitt.  Það hefur haldið hingað til, en þegar þetta er skrifað hefur módelið aðeins flogið nokkrum sinnum.


Úðalím

Þetta er í raun snertilím á úðabrúsa. Mjög þægilegt til notkunar á smíðaverkstæði.

Ég nota úðalím í ýmislegt á verkstæðinu, en venjulega ekki til að smíða flugmódel. Ég hef tekið eftir að það harðnar og molnar eftir ár eða svo. Ég hef ekki sérstakan áhuga á að sjá módelin mín detta í sundur á flugi. Sumir segja að hægt sé að nota úðalím til að festa balsaskinn á frauðplast. Aftur á móti hef ég einnig heyrt margar sögum um það að skinið hafi losnað af eftir nokkurn tíma. Ég hef reynslu af hvorugu þar sem ég hef ekki gert tilraunir með það.

Yfirleitt nota ég úðalim til að festa sandpappír á pússikubba, sniðmát á við o.s.frv. Þegar ég festi sniðmátin, þá úða ég létt á það og læt það alveg þorna í nokkrar mínútur. Síðan set ég mátið á viðinn. Mátið losnar auðveldlega af aftur eftir að búið er að saga hlutinn út.

Þegar ég lími niður sandpappír, þá úða ég á pappírinn og kubbinn og læt það þorna þar til límið er orðið klístrað. Ég þarf síðan að nota hitabyssu til að ná pappírnum af aftur og leysiefni til að þrífa límið af kubbnum. Úðalím er dýrt, svo ég reyni að nota ekki meira en ég nauðsyunlega þarf.

Ég kannaði nýlega verð á þessum límum í Home Depot verslun. 3M 77 límið kostaði u.þ.b. þrisvar sinnum meira en Elmer's límið fyrir sama magn. Vegna þess að ég nota þetta bara á sandpappír og sniðmát og aðrar slíkar límingar sem ekki skipta máli, þá kaupi ég alltaf ódýrustu tegundina.


Gengjulím

Noatðu alltaf þá gerð gengjulíma sem merkt er „"Removable“ nema þú hafi ærna ástæðu til að gera annað. Ég held að þetta sé gerðin sem kölluð er „Rauða“ formúlan, en ég gæti haft rangt fyrir mér. Þessi gerð er alltaf í rauðum flöskum, þó límið sjálft sé blátt. Alla vega, ekki nota varanlega stöffið – sérstaklega ekki fyrir festiskrúfur, því þú nærð þeim aldrei af aftur..

Ef þú getur sett hlutinn inn í ofn eða getur notað logsuðugræjur á hann, þá getur verið að þú náir að losa nægilega um límið til að ná hlutnum í sundur, en eh þetta er innan í fjarstýrðum bíl, þá efast ég um að þú viljir setja hann í 250║ heitan ofn.


Hvítt lím

Hvítt lím er mjög ódýrt og er nægilega sterkt fyrir ýmis verk í módelsmíði. Hægt er að smíða lítil teygjudrifin módel eingöngu með þessu lími. Ég myndi sjálfur ekki nota það við neitt stærra en 1/2a stærðir módela.


Íblöndunarefni í lím

Skorinn glerfíber
Blanda við epoxýlím til að styrkja límingar. Ég nota hann með örperlum og epoxýlími þegar ég er að byggja upp vængfyllur til að styrkja þær.
Örperlur
Þetta eru glerperlur sem ekki sjást nema í smásjá og líta út eins og lyftiduft. Þær eru venjulega notaðar með epoxýlími til að búa til kítti sem auðvelt er að pússa. Gallinn hér er að þegar maður makar kíttinu á balsa, þá sogast smávegis af epoxúlíminu niður í balsann og býr til svæði sem erfitt er að pússa. Þetta er ekki stórt vandamál, bara nokkuð sem þarf að vita af. Þegar ég þarf kítti sem sérlega auðvelt er að pússa, þá blanda ég örperlum í túbulím (UHU). Það þornar sérstaklega hratt, svo best er að blanda bara lítið í einu og nota það strax. Vinnutíminn er eitthvað um 30 sekúndur, svo greinilegt er að ewkki er hægt að nota það í stór verk. Venjulega nota ég það til að fyllaí glufur á milli balsaborða í klæðningueða eittthvað svipað. Hægt er að pússa kíttið eftir 10 mínútur.
Talkúm
Aðallega notað á sama hátt og örperlur. Kítti gert með talkúmi er mýkra, þéttara og með færri pinnagöt en örperlur, en er líka þyngra.  Hægt er að bæta talkúmi í sumar gerðir málningar til að búa til pússigrunn eða fylli.
Þykkingarefni
Til eru ýmis þykkingarefni fyrir epoxý. Ég hef ekki enn fengið ástæðu til að nota þau svo ég get ekki gefið leiðbeiningar um notkun þeirra. Ég ímynda mér að þau séu notuð ef nota þarf epoxý á lóðrétta fleti án þess að það leki. Ef þú telur þig þurfa að nota þykkjunarefni, þá skaltu hafa samband við framleiðanda efnanna og fá þær leiðbeiningar sem henta fyrir þau og það verke sem þú ert að vinna.

Höfundarréttur ę 2002 Paul K. Johnson
Þýtt með leyfi höfundar: Guðjón Ólafsson