Módelflug: Kafli 7


FLUGKEPPNI OG LISTFLUG

VÉLFLUGKEPPNIR

SKALAKEPPNI Í VÉLFLUGI F4C

Skalamódel
Innan í Piper Cub
Skalamódel
Fokker EV
Skalamódel
Stinson Reliant
Skalamódel
UC-78

Hvað er "skale"? Með því er átt við að flugmódelið sé eftirlíking af raunverluegri flugvél. Tvenns konar skalakeppni er háð, nákvæm eftirlíking (super scale, F4C) eða sæmileg eftirlíking (stand off scale).

Ef um er að ræða nákvæma eftirlíkingu, verður módelið að vera nákvæmlega smíðað með hnoðum og skrúfum á skrokk og vængjum og flugmannsklefinn verður að hafa öll stjórn- og mælitæki.

Síðari flokkurinn er svo sæmileg eftirlíking, en þá er nóg að útlínur og útlit sé rétt, enda eru dómarar þá staðsettir í þriggja metra fjarlægð frá módelinu.

Keppendur skulu leggja fram ljósmyndir af raunverulegri flugvél sem höfð var til fyrirmyndar við smíði módelsins. Þeir fá ákveðin grunnstig eftir útbúnaði vélanna, en að auki stig fyrir ýmsan búnað svo sem uppdraganleg hjól, fleiri en einn mótor, fleiri en einn væng, aukaeldsneytistanka sem hægt er að sleppa ofl.

Flug svona módela skal líkjast sem mest flugi fyrirmyndarinnar en flugmaðurinn verður þar að auki að leysa ýmsar þrautir sem líklegt má telja að fyrirmyndin gæti framkvæmt.

Fyrst skulum við líta á skylduæfingarnar en síðan á frjálsar æfingar eftir tegundum flugvéla.

1. Flugtak - Framkvæmt móti vindi með mjúku klifri í 3m hæð og enda á 90 gráðu beygju.
2. Beint flug - Beint og lárétt flug í minnst 100 metra.
3. Lárétt átta - Sjá nánar í kafla um listflug.
4. 360 gráðu hringur niður með lága stillingu á inngjöf.
5. - 9. Valæfingar:
A. Chandelle
B. Lendingarhjól sett niður og dregin upp
C. Flapar setti niður og teknir upp
D. Sprengjum eða aukatönkum sleppt
E. Ofrisbeygja
F. Immelmann beygja
G. Innlykkja
H. Kúbönsk átta
I. Split S
J. Þrefaldur spuni
K Velta
L Fallhlíf sleppt
M Snertilending
N Yfirskot
O Side Slip
P Flugaðgerð sem viðkomandi flugvél gerði
Q. Flugaðgerð sem viðkomandi flugvél gerði
R. Láréttur þríhyrningur
S Láréttur ferningur
T Lárétt flug í beina línu (mesta hæð 6 m)
U Flug í beina línu með einn hreifil í gangi
V Löt átta
W Vængbeugja.
X Flug á hvolfi.
10 Aðflug og lending
11 Raunveruleika flugsins, þar með talið hraði módelsins, hljóðið frá því, hvernig það hreyfist og stærð eða umfang æfinganna.

Munið að æfingin skapar meistarann, - gangi ykkur vel.

Nákvæma lýsingu á öllum æfingunum og dómarahandbók má fá á vef flugmódel.is.

Til bakaEfnisyfirlit
Úr „Módelflug“