Módelflug: Kafli 5


VÉLFLUG

FLUGÍÞRÓTTIR

Staudacher
Staudacher listfluga

Þegar fram líða stundir og flugmaðurinn fer að æfast í meðferð flugvéla og tækja, koma ný og skemmtileg viðhorf til sögunnar. Þáttaka í keppni og æfing listflugs verða þar ofarlega á blaði. (sjá kafla 7)

Hvort tveggja er afar skemmtilegt en krefst áframhaldandi æfingar og einbeitni. Oft kostar slíkt nýjar flugvélar sem eru aflmeiri og hraðfleygari, eða svifflugvélar af ýmsum gerðum.

Bestur árangur næst með stöðugri þjálfun, þ.e. að ekki líði mjög langur tími milli flugdaga, en stærð rafhlaða ákveður oftast hámark flugtíma á hverjum degi. (ca. 10 flug 10 mín. hvert) Öllum er hollt að setja sér eitthvert markmið jafnt í módelflugi sem og öðrum íþróttum.

Markmiðið þarf reyndar ekki að vera annað en það að vera í góðum félagsskap, en umfram allt má enginn láta keppni hlaupa með sig í gönur né syrgja eitt "flugslys" eða svo. Í félagi telja menn kjark hver í annan ef eitthvað bjátar á og saman leysa menn vandamál miklu betur en einir síns liðs.

Í keppni yrði heldur enginn sigurvegari nema með aðstoð hinna þáttakendanna og þegar að næstu keppni kemur er aðeins einn sem ekkert hefur að vinna en öllu að tapa.

Keppnin ein er þáttökunnar virði.

Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Úr „Módelflug“