Módelflug: Kafli 3


FLUGEÐLISFRÆÐI

VÆNGHLEÐSLA


Vænghleðsla ??

Vænghleðsla er svipað fyrirbrigði og öxulþungi, á flugvélum er þunginn mældur í flatarmálseiningu vængs miðað við þungaeinginu, t.d. grömm á ferdesimeter.

Stækkun vængja eða minnkun þunga leiðir af sér minni vænghleðslu. Á flugmódelum eru algengar tölur 1.540 grömm á ferdesimeter.

Er hugsanlegt að vænghleðsla breytist í flugi? Já reyndar, bæði getur þunginn breyst, eldsneyti eyðist og farmi er kastað fyrir borð en einnig er hægt að auka vængflötinn á sumum flugvélum með vængfláum. Annað merkilegt fyrirbrigði verðum við að taka með, það er miðflóttaaflið. Í kröppum beygjum hjálpar miðflóttaaflið aðdráttarafli jarðar þannig að raunverulegur þungi flugvélarinnar eykst. Í snöggri dýfu minnkar þunginn andartak en það skiptir aftur minna máli.

Ef steinn er bundinn í snærisenda og honum svo sveiflað í hringi, finnst glöggt hver áhrif miðflóttaaflið hefur á þunga steinsins. Aukinn þungi veldur svo aukinni vænghleðslu sem við verðum annaðhvort að mæta með meira áfallshorni (reisa nef vélarinnar), eða auknum hraða, - annars ofrís vængurinn.

Í beygju eru áhrif ofriss oftast sneggri og afleiðingarnar alvarlegri heldur en í láréttu flugi, þannig að vert er að huga að miðflóttaaflinu á flugvélum sem hafa háa vænghleðslu.

Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Úr „Módelflug“