Módelflug: Kafli 3


FLUGEÐLISFRÆÐI

LYFT OG DRAG

Byrjendamódel
Mismunandi form -- mismunandi mikið drag

Þá kemur að lyfti og dragi. Þar fylgir böggull skammrifi, því ómögulegt er að búa til það fyrra án þess að hitt fylgi. Það sem leitast er við að gera, er hins vegar það að beita öllum brögðum til þess að sem minnst drag fylgi lyfti, og það tekst stundum bærilega.

Lítum á svifflugvél og gerum okkur grein fyrir því af hverju hún lítur út svona en ekki einhvern veginn öðruvísi.

Fyrst rekum við augun í strumlínulögunina.

Ef við minnkum vindflötinn eða gerum hann straumlínulaga minnkar dragið. Tökum gott dæmi: Ef módelflugvél er einn fimmti af raunverulegri stærð, þá minnkar dragið í einn tuttugasta og fimmta af því að flöturinn reiknast sem margfeldi (lengd x breidd) og hvort tveggja minnkar fimmfalt.

Ef við setjum band í miöju krónupenings og drögum hann á 100 km hraða og mælum átakið sem 20 grömm, hnoðum síðan leirkúlu utanum peninginn þannig að hann rétt sjáist á röndinni, þá má gera ráð fyrir að átakið sé aðeins 10 grömm.

Ef við gerum svo kúluna straumlínulaga, gæti átakið hæglega farið niður í 1 gramm. (sjá mynd)

Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Úr „Módelflug“