Airfield Models (http://www.airfieldmodels.com)Pússiréttskeið fyrir balsaklæðningar.

Þunnar balsa plötur sem maður ætlar að líma saman á í klæðningar á flugmódel eru yfirleitt margar og aldrei beinar þegar maður þarf á því að halda, maður reddar því yfirleitt með pússi kubbum ýmiskonar með tímafrekum og misjöfnum árangri.

Hér á eftir ætla ég að sýna hvernig maður getur á ódýran hátt, flýtt fyrir og betrum bætt afréttun á balsaklæðningarplötum fyrir flugvélaskrokka og vængi. Hægt er að kaupa nokkrar standard stærðir af balsaplötum, en hér miða ég við 4x48 tommu plötur sem við erum að nota.

Það sem þarf í verkiðÍ stórum dráttum þá er þetta 1.5m langur 40x40 mm álprófíll með álímdum sandpappír á einni hliðinni. – Masonite plata svo að balsinn renni vel á henni. -1x4x48 tommu planki með álímdum 1x2” planka heflaðir helst.- og gott, stöðugt borð.

Ég valdi 40x40 mm álprófíl vegna þess að hann er léttur og er meðfærilegri en stálprófill og ekki með rúnaðar brúnir. Sandpappír er hægt að fá í mismunandi breiddum upprúllaðan. Ég nota grófleika 80 sem ég lími á prófílinn. Áður en sandpappírs renningurinn er límdur á prófílinn þá þarf að fituhreinsa hann með þynni eða spritti. Hægt er að nota teppalímband, það er límband með lími báðumegin, eða nota Jötungrip en þá þarf að rispa prófílinn með sandpappír til að fá bindingu fyrir límið.

Til að fá nógu sléttan og sleipan flöt fyrir balsan til að renna fram og aftur,notaði ég Masonite plötu sem undirlag. Stærðin á henni er u.þ.b. 40x1500mm.Passa þarf bara að það læðist ekki á milli kusk eða rusl þegar maður pússar.

Svo að balsaplatan liggi nú alveg niðri á meðan pússað er þá fékk ég mér 1x4 tommu heflaðan planka jafn langan balsaplötunni og límdi svo1x2 tommu planka, einnig heflaðan, upp á rönd til að halda í. Balsaplatan vildi losna undan plankanum svo ég setti 3 mjóa teppalímbands renninga þvert á plankan og límdi plötuna á. Passa þarf að nota ekki mikið af teppalímbandinu því þá er hætta á að maður brjóti balsaplötuna þegar hún er tekin af plankanum

Álprófíllinn með álímdum sandpappír er svo þvingaður niður á borð með þremur þvingum og Masonite platan lögð niður með sléttu/sleipu hliðina upp, smá bil er haft á milli plötunnar og álprófílsins fyrir pússirykið. Balsaplatan er límd neðan á plankan og svo er bara að pússa fram og aftur og yfirleitt þarf ekki að strjúka balsaplötunni nema nokkrum sinnum við álprófílinn til að fá hana beina.

Það góða við þessa aðferð er að maður getur tekið þetta af borðinu og sett það út í horn þar það er ekki fyrir þegar maður er búinn og fljótlegt er að setja allt saman upp aftur.


Höfundarréttur © 2002 Paul K. Johnson
Þýtt og staðfært með leyfi höfundar Guðmundur Haraldsson 2005